Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 14
NAUÐLENDING VID VATNAJÖKUL K aldra maður ávarpaði mig á þýzku, kynnti sig og sagðist lieita VER- BRUGGER, vera Hollendingur með konu sína með sér. Þau væru í brúðkaupsferð, og hér i setustof- unni væru eintómir útlendingar, Hollendingar, Þjóðverjar og nokkr- ir Austurríkismenn. Hann dásam- aði fegurðina við Mývatn, hreina loftið á íslandi o. þ. h., spurði mig um staðai’heiti við Mývatn. Eg bað hann afsökunar á því hvað ég væri takmarkaður í landa- fræði þar um slóðir, en lxann tók ekkert mai-k á því. Við ræddum saman fram yfir miðnætti, af nógu var að taka. Hann var flugmaður í stríðinu, var með 6.500 flugtíma að haki sér, en frúin var rafmagns- verkfræðingur hjá rafveitunni i Amsterdam, liafði unnið þar í 10 ár. Þau kvöddu mig með heimboði ef ég kæmi til Ilollands. Ég svaf vært um nótlina, án þess að gera mér minnstu grein fyrir þvi hvað næsta nótt bæri í skauti sér, mér til handa. Eftir að liafa fengið upplýsingar um veður á Vopnafirði lagði ég af stað fx-á Mývatni og var kominn eftir 45 minútur á áfangastað. Mér datt ekki í hug að ónáða veiðifélaga mína, heldur fór ég beint að veiða, ég var með allan búnað með mér, og þekkti hvern veiðislað í ánni. Mér fannst þessar mínútur fram að hvíldartíma vera mjög dýr- mætar, enda fljótar að líða. KI. eitt hitti ég félaga mína, var það mik- i 11 fagnaðarfundur, enda var ég með mjög hrothættan pakka til þeii-ra; veiðin var góð i ánni, þó ég l'engi ekki mikið, það var alveg sama, ég gat þá allavega huggað mig með því að hafa komið í ána. Sá litli vildi líka koma með. Ég ákvað að leggja af stað klukk- an 6 til Keflavíkur, en koma við á Egilsstöðum og taka hensín. Veiði- félagar mínir voru þeir Pétur Gests- son mágur minn úr Reykjavik og Sigurður Alhertsson félagi minn úr Karlakór Keflavíkur. Þeir voru háðir með syni sína með sér, sonur Péturs, Gestur 14 ára, en sonur Sig- urðar, sem Sigurður heitir, 8 ára. Þeir Sigurður og Pétur voru búnir að vera viku að lieiman og kominn hálfgerður leiði i drengina. Þegar ég var að húa mig undir að fara spurði Pétur mig Jivort ég gæti tek- ið farþega suður. Ég sagði það ekki nema sjálfsagt. Bað liann mig þá að taka Gest fyrir sig suður, en þá varð sá lilli órólegur og vildi koma líka með. Ég var með fjögurra manna flugvél, og ekkert á móti því að taka þá háða. Sigurður hafði aldrei komið upp í flugvél áður. Nokkra laxa tók ég einnig með suð- ur. Var lagt af stað og flogið lil Eg- ilsstaða. Flug tók um 30 mínútur þangað. Á Egilsstöðum stönzuðum við þó nokkra stund, á meðan bens- ín var sett á vélina, einnig fengum við okkur að borða í flugafgreiðsl- unni. Þar gerði ég flugáætlun til Keflavíkur, spurðist fyrir um veð- ur o. þ. h. Við lögðum af stað klukk- an 20.48. Ég var húinn að ákveða að fljúga fyrir norðan jökla, þ. e. a. s. Hofsjökuls og Langjökuls. Um veð- ur á þessari flugleið félck ég þær upplýsingar að það sé mjög þokka- legt fyrir sjónflug, en skúraleiðing- ar á stöku stað i uppsveitum norð- anlands með noi’ðveslan golu. Ég flaug nú i nokkra hringi og ldifraði í 4000 fet (eins og sagt er á flug- máli), yfir Langafljóti. Flaug í suð- vestur að svokölluðu Ódáðahrauni fyrir botni Berufjarðar. Nú sá ég gi’einilega hornin við Ilornafjörð, en sýndist hins vegar norðurleiðin dimmri, var ég nú á báðum áttum hvort ég ætti að fara syðri leiðina eða þá nyrðri, eins og ég hafði ákveðið. Ég kallaði upp Egilsstaði, talaði við flugumferðarstjórann þar um að ég sé að liugsa um að fara syðri leiðina. Hann sagðist álita að betra væri að halda áætlun, sem bú- ið sé að tilkynna, enda Iiafi 4 flug- vélar flogið þessa leið i dag. Við lcvöddumst og ég þakkaði fyrir, bauð góða nótt og tók stefnu rétl austan við Öskju. Svartur skýjabakki nálgast. Við Gestur tókum nú tal saman. Hann sat frammí við hliðina á mér, en Sigurður litli hægra megin afturí hjá löxunum. Við ræddum um landafræði, flugið o. þ. li. Eklci höfðum við flogið lengi, jiegar við sáum fyrstu rigningarskúrina í norðvestri. Ég heygði aðeins í ausl- ur, og þegar rigningarskúrinn var kominn framhjá sá ég Öskjuvatnið á vinstri hönd. Við vorum að virða fyrir okkur Ódáðahraun. Okkur fannst það vera illt yfirferðar fyrir fótgangandi. Sigurður var svo stutt- ur að liann náði ekki upp i glugg- ann til að geta liorft niður. Nú Frá vinstri: Gestur Pétursson, Jóhann Líndal og Sigurður Sigurðsson. 14 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.