Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 41
var svo hrá þegar ég fór út, vantaði svó þjálfun. Þó hélt ég tíu konserta áður en ég fór út, og fyrir fullu húsi. En ég kunni ekkert í tónfræði, ekki nokkurn hlut, og þurfti að læra þetta allt á ensku. Þessvegna er það ennþá að ég hugsa mest á ensku, þegar ég er að læra nótur og annað. — Er ekki grundvallaratriði fyrir óperusöngvara að kunna ítölsku? — Jújú. Ég stundaði hana mikið og var á Ítalíu sjálf, stundaði þar nám hjá Carmen Melis. Kennarinn minn í Eng- landi, sem var svo víðsýnn að fátítt má kallast um kennara, honum fannst ég standa í stað hjá sér og sagðist vilja að ég færi til Ítalíu. Svo skrifaði hann Renötu Tebaldi og hún kom mér í samband við kennara sinn sem var Carmen Melis, fræg prímadonna og söng mikið með Puccini. Hún tók mig, og þar fékk ég nýjan grundvöll, varð meira lýrisk. Þar söng ég ýmis hlutverk eins og Mímí í La Bohéme, sem var fært upp hérna 1955 og gerði mikla lukku. Þar sungu ásamt mér Þuríður Pálsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Kristinn Hallsson, Guðmundur Jónsson og Magn- ús Jónsson, allt ungar raddir. — Getur ekki verið viðsjár- vert fyrir unga söngvara að byrja snemma á stórum og erf- iðum sönghlutverkum?- — Það er misjafnt, en oft er miður gott fyrir röddina að byrja snemma að sýngja stóra og erfiða hluti. Röddin er þann- ig hljóðfæri að maður verður að fara gætilega í þetta. Og ég álít að enginn geti talað og skrifað um söng nema sá, sem veit hvað er að vera söngvari, ég meina söngvari sem hugsar. Hugsar um það sem hann er að gera og gerir sér ljóst að það stendur alltaf til bóta. Ég hef litið svo á að ég væri alltaf að læra, af því að maður fær allt- af ný viðfangsefni. Núna er ég til dæmis að læra Stabat Mater eftir Dvorak. Það er nýtt við- fangsefni fyrir mig hérna. Ég hef meira sungið konserta og óperur, ég hef sungið allt mögulegt. En hitt er nýtt fyrir mig hérna. Þeir virðast ekki hafa uppgötvað mig fyrir það hér ennþá. Þeir hafa tekið margt fólk, sem ég mundi segja að væri hreinlega á byrjunar- stigi, eins og börn í barnaskóla. En þar eiga söngstjórarnir hlut að máli. Ég er á öndverðum meiði við þá, hvernig þeir raða oft í kóra. Ég hef verið að kenna kórum undanfarið og kynnst þessu svolítið. Og ekki einungis þeir, heldur og margir aðrir, halda að ef þú nærð niður eða upp, ert annaðhvort tenór eða bassi, þá sé það nóg. Það er ekki verið að hugsa um litinn. En liturinn verður að fylgja- Ef þú ert bassi, verð- urðu að hafa bassalit, og ef þú ert tenór verðurðu að hafa ten- órlit á röddinni. Kvolitíið, lit- urinn sko, the colour of the voice, skilurðu. Röddin er eins og málverk, alltaf hægt að bæta við litum. Alveg eftir því bvað þú ert að syngja. Eftir því hvort þú ert að syngja Pergo- lesi, Bach, Beethoven, Puccini eða Mozart. — Og hvernig líkar þér við Dvorak? — Ég hef aldrei verið hrifin. af að læra hann. Mér finnst alltaf sem einhverjir erfiðleik- ar í hans persónugerð komi fram í músík hans. Annað tón- skáld, sem verkar svona á mig er Wolf Ferrari. En svo las ég að hann væri bæði af þýskum og ítölskum uppruna, og það á aldrei saman. Það er svipað með Dvorak. Þetta er yndisleg músík, ég hef lært sígaunalög eftir hann, en mér fannst eitt- hvað erfitt við þau. Aftur á móti Mozart. Hann hefur sína vissu tækni og hefðbundna stíl,. en hann er svo þægilegur. Þú veist alveg að þú ert á réttri leið, þegar hann er annarsveg- ,ar. — Telurðu að söngvarar hér á landi fái yfirleitt næg tæki- færi? — Það er ekki vel búið að söngvurum hérna. Þeir söngv- arar hér sem eru í gangi, tök- um til dæ'mis mig, þeir syngja i jarðarförum, brúðkaupum, í kaffihúsum, maður syngur kannski konserta, í sjónvarp, i útvarp. Svo er maður kannski af náð beðinn af Guðlaugi Rós- inkranz að syngja í Þjóðleik- húsinu, en þá máttu ekki vera of feit, skilurðu, hann er alltaf með málbandið með sér. Ég á því ekki upp á háborðið hjá honum, því að ég er ein af þessum sem hleyp til og frá í holdum. En svo láta þeir sig hafa að bjóða upp á leikara sem eru sköllóttir ,með falskar tennur og feitir og stuttir og hvaðeina. Það er allt í lagi ef þú ert leikari. Við erum raun- ar í sama félagi og leikararnir, fáum af náð að vera þar smá- deild. Við söngvararnir erum sko úrhrakið í listinni hér á landi. Til dqemis, þegar leikrit er sviðsett, dettur engum í hug að taka í aðalhlutverk leikara, sem ekki hafa lokið leikskóla- námi. En þegar söngleikir eru færðir upp, fara leikararnir gjarnan sjálfir með aðalhlut- verkin, finnst alveg í lagi að öskra þetta í gegn, finnst söng- urinn ekki skipta neinu megin-v máli. Og þegar óperur eru færðar upp, er safnað saman allskonar fólki, sem sumt hef- ur lítið verið í gangi, og stund- um gengið framhjá söngvur- um sem eru í leikarafélaginu. Þetta mundi ekki ske þegar lei leikrit væri annarsvegar leikar- arnir myndu fara upp á aftur- lappirnar ef það gerðist og þeir gengju svo atvinnulausir. En þótt söngvarar séu ekki meira metnir en þetta, þá er það merkilega að þegar á að bjóða upp á eitthvað gott í sambandi við skemmtanalífið eða annað, þá er alltaf beðið um söngvara. — Og móðgist svo þeir sem móðgast vilja. í sjónvarpáþættinum fræga með úthlutunarnefndinni var því haldið fram að við værum á föstum launum, og þá fannst mér nú nokkuð mikið sagt, því að við erum hvergi á föstum launum. Nema þeir sem vinna hjá einhverri stofnun. En ef ég verð veik, no money! Þótt svo að ég væri að daruða kom- in, yrði ég að fara og kenna eða syngja, éf mig vantaði pen- inga. Þetta er nú afkomuöryggi okkar söngvararina. dþ. I HOMI NÆTURINNAR Framhald aj bls. 11. una leika við brúðarslæðuna mína. Ég hafði dreift svona blöðum á líkkistuna hennar mömmu, þegar’þeir höfðu látið hana síga niður í gröfina. Ég hafði ætlað að stökkva á eftir henni, en þá var haldið aftur af mér. Þarna var nú svo langt um Hðið, en hversvegna kom vor- ið aftur á hverju ári, og hvers- vegna var svona mikið af hvít- um blómum, á ávaxtatrjánum í einhverri siðbúinni dýrð? Akasíur og hvítþyrnir hengdu fallegu höfuðin sín undan regn- inu og þyrniblaðið ljómaði með skærum lit. Jörðin gaf frá sér sterkan rotnunarþef, sem blandaðist einkennilega blóma- ilminum. Hversu margar hugs- anir geta þotið gegnum huga manns á fimm mínútum? Hve margar myndir aukið á kval- I unakferoir tll MaDorca FERÐASKRIFSTOFAN I URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 irnar og hve oft er hægt að deyja? Hemlaískur kippti mér aftur inn í veruleikann. Ég var rétt komin út fyrir lóðina og var þegar orðin gegndrepa, þegar Robert bauð mér upp í litla I'iatbílinn sinn. — Hvert eruð þér að fara, systir? — Inr\ í bæinn, læknir. — Ég skal skjóta yður þang- að. Hann var rétt nýkominn úr fríi. Ég hafð.i aldrei tekið eftir því, hve brúnn hann var og hve hvítar tennurnar í honum voru. Ég hafði aldrei áður séð hann brosa — kannski hafði ég bara aldrei athugað hann neitt vandlega fyrr en á þessari stundu. Ég leit á va-igasvipinn á honum og varð hissa þefíar ég sá að hann var lagleguri. Hann virtist hvíldur, næstum 19. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.