Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 20
Alla leiðina að bátaleigunni óttaðist ég að eigandinn væri einmitt þetta kvöld ekki við- staddur, að hann hefði farið snemma heim og mér létti stór- kostlega, þegar ég sá að ennþá var ljós í bátaskýlinu, sem var yzt á bryggjunni, sem skagaði um tuttugu metra út i ána. Það var ennþá nokkuð bjart, kvöld- sólin kastaði bjarma yfir vatn- ið. Ég stóð kyrr í nokkrar mín- útur, andaði djúpt og reyndi að hugsa skýrt. Langt í burtu sá ég bogabrúna og endalausa röð af bílnum, sem óku yfir hana. Þeir voru eins og litlir leik- fangabílar með glitrandi ljós- um. Ég gekk niður þrepin, sem lágu niður á bryggjuna og í því kom hávaxinn og grannur mað- ur út úr bátaskýlinu. — Hvað er yður á höndum? spurði hann kuldalega. — Þetta er einkafyr- irtæki. — Herra Mullingham? Ég heiti John Camber. Leigið þér ekki út báta? — Jú, en ekki fyrr en fimm- tánda maí, þá byrjar vertíðin hjá mér. — Mig vantar bát í kvöld, með tíu hestafla utanborðsvél. Hann hristi höfuðið. — Hér eru engir bátar til leigu um þetta leyti árs. Ég er að yfirfara bátana, ryðberja þá og mála. Og þessutan leigi ég aldrei bátana mína í næturferð- ir, ég kæri mig ekki um að missa þá í fenið. Fenið, sem hann var að tala um, var víðáttumikið fenja- svæði, sem náði niður með allri ánni, eiginlega alveg út á fló- ann. Þar gætti bæði flóðs og fjöru og í beina fluglínu var það aðeins sjö kílómetrum frá Fimmtu tröð og það var hægt að sjá Emoire State Building frá báti úti á miðri ánni. Þetta fenjasvæði var fullt af smáskurðum og yfirvaxið af fenjagróðri. Um fjöru var þetta algert foræði og jafn hættulegt og kviksyndi, en á flóði sér ekki í gróðurinn. Nokkrir skurðirnir eru færir bátum og ég hafði sjálfur reynt að veiða í þessum skurðum, en án þess að verða var. Ég var nokkuð kunnugur á þessum slóðum og ég gat svo vel skilið að Mullingham væri tregur til að hætta bátum sín- um, sérstaklega þegar myrkrið var skollið á og ekkert var hægt að sjá framundan. — En ég verð að fá bát, sagði ég. — Til hvers? spurði hann og það gætti tortryggni í rödd hans. — Ég get ekki sagt til hvers. — Hvað er að, hafið þér lent í einhverjum vandræðum? — Já, ég er í hræðilegum vandræðum. Ég verð að fá bát. Hann pírði hvössum augun- um og það voru hörkudrættir við munn hans. — Svar mitt er algert nei, sagði hann stuttaralega. — Ég hætti ekki bátum mínum, hætti ekki á að missa kannski vélina og fá lögregluna til að snuðra hér. Enda eru engir af bátun- um sjófærir, svo ég vil helzt að þér farið og látið mig í friði. — Herra Mullingham, ég er viti mínu fjær af örvæntingu. Það veltur á lífi og dauða. Ég greiði hvað sem er, — tuttugu dollar, — fimmtíu, já, það sem þér setjið upp. — Ég er búinn að segja nei. Hann sneri sér við og gekk í burtu. Ég flýtti mér eftir hon- um og greip í arm hans. — Bíðið, þér verðið að hlusta á mig. Ég á barn, litla stúlku, sem er aðeins fjögra ára. Hún heitir Poúy. Konan mín getur okki eignast fleiri börn. Polly hefir verið rænt og þessvegna verð óg að fá bátinn. Þett.a var eina leiðin til bess að ég fengi nokkurn tíma að sjá Pohy aftur. Hann stóð stundar- korn högu1!. svo sagði hann: — Komið með mér inn, við skulum ræða málið. Hann gekk á undan mér inn í bátahúsið. sem var ekki ann- að en ómerkilegt skýli. Það var fullt af vélum og varahlutum, en samt var þar skrifborð og tveir stólar og hann benti mér að setjast. Svo tók hann tvær dósir af bjór út úr litlum ísskáp og opnaði þær. Ég hristi höfuð- ið en hann sagði: — Jú, þér skuluð drekka þetta, yður líður betur á eftir. Ég hikaði ekki við að segja honum alla söguna. Þar sem ég hafði rofið þögnina, þýddi ekk- ert annað en að segja allt. Ef ég gat ekki fengið hann til að láta bátinn í té, var öllu lokið. Mullingham hlustaði án þess að breyta um svip, en hann hafði ekki augun af mér. Þegar ég hafði lokið máli mínu, xsagði hann: — Já, þér hafið sannarlega lent í slæmri klípu. Mér skilzt að þetta sé í fyrsta sinn, sem þér lendið í klónum á þesshátt- ar fólki. Ég kinkaði kolli. — Og þetta fólk svífst einsk- is. Hversvegna snúið þér yður ekki til lögreglunnar? — Við þorum ekki að gera það, við erum svo hrædd um að þau myrði Polly. Hann var alvarlegur á svip- inn og það leið drykklöng stund þangað til hann svaraði. — Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir staðreyndum, herra Camber. Þau myrða hana hvort sem er. Það skiptir ekki máli fyrir barnaræningja hvort fórn- arlambið lifir eða deyr, ef upn um þá kemst er refsingin alltaf dauðadómur. Og telpan er hættúegt vitni. — En þau hafa ekki myrt hana ennþá. Og þótt ekki sé nema eitt tækifæri af þúsund, þá verð ég að reyna það. — Það er vonlaust, herra Camber. Hvað haldið þér að þau ætli að gera við bátinn? Jú, þau ætia að láta yður afhenda lykilinn og myrða svo yður og barnið, einhversstaðar í fenjun- um. — Já, ég skil hvað þér eigið við, en ég verð að fá bátinn, það er eina vonin. Þér verðið.. — Og sjá af honum fyrir skitna fimmtíu dollara. Þér skiljið líklega að þau ætla að sökkva bátnum. Þar fara fimm hundruð dollarar til einskis, báturinn er þess virði. Ég væri viðkvæmur asni, ef ég léti þetta eftir yður, sagði hann og virt- ist öskuvondur. — En, — jæja þá, þér fáið bátinn. — Þakka yður fyrir, herra Mullingham, þessu mun ég al- drei gleyma. Ég tók upp veskið, en hann veifaði hendinni á móti seðlunum. — Þér skuluð sjálfur hafa þessa peninga. Ég bind bátinn við bryggjuendann og þér skul- uð fá tuttugu hestafla vél. Ég tengi svo brúsa með varaelds- neyti við með sogslöngu, svo þér þurfið ekki að fylla á geym- inn í myrkri. Ég var svo hrærður að ég ætlaði ekki að koma upp nokkru orði til þakklætis. Hann opnaði fyrir mér dyrnar og ég gekk út, en þegar ég var kom- inn smáspöl í burtu, kallaði hann til mín og ég nam staðar og sneri mér við. — Það er aðeins eitt, sem mig langar til að segja yður, þér skuluð hætta að vera háttvís í kvöld. Þér megið heldur ekki vera óttasieginn, reynið að vera reiður í stáðinn! Alice beið mín við gluggann og þegar hún sá til mín opnaði hún dyrnar og fleygði sér í faðm minn. — Ó, ástin mín, en hvað þú hefir verið lengi í burtu. Ég hefi verið svo óróleg. Ég kyssti hana og þrýsti henni fast að mér. —• Fékkstu bátinn? spurði hún. — Já. —• Ó, guði sé lof, sagði hún lágt. — Ég smurði nokkrar brauðsneiðar, sagði hún svo. — Þú verður að borða eitthvað, Johnny. Hún hafði dúkað borð og kaffiilmurinn barst frá eldhús- inu. — Dave Hudson hringdi, sagði hún, þegar ég var að neyða nokkrum brauðbitum niður. — Hann virtist órólegur. 20 VIKAN 19.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.