Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 62

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 62
POSTIRIW Sögusafn heimilanna Kæra Vika! Mig langar að vita, hvort þú getur gefið mér upplýsingar um, hvernig ég get gerst áskrif- andi að Sögusafni heimil- anna. Hvað kostar áskriftin og er mögulegt að ná í allar þær bækur sem komið hafa út í þessum Jlokki? Að lokum, hvað lest þú úr skriftinni, og hvað heldur þú að ég sé gömul? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Lestrarhestur Mér þykir það leiðinlegt, kæri lestrarhestur, að segja þér að það er ekki mögulegt að gerast áskrifandi að bókaflokknum Sögusafn heimilanna. Hjá Hóla-prentsmiðjunni fengum við þær upplýsingar, að þær væru fáanlegar í bókabúðum og á bókasöfnum og eins getur þú snúið þér beint til útgefendanna og keypt bækurnar þar. Það eru komnar út 22 bækur, en 10 af þeim eru ófáanlegar. Nú um jólaleytið er svo væntanlegar tvær bækur i viðbót, „Bjarnargreifarnir”, sem er eftir Nathly von Eschstruth sem er endurprentuð vegna ítrekaðrar eftirspurnar og „Forleikurinn”, sem er eftir sænskan höfund, Herman Bjurstein að nafni. Úr skriftinni les ég að þú sért róleg og staðföst 15 ára stúlka. Peniiavinir Sigrún Björnsdóttir, Stckkjargeröi 13, 600 Akurcyri óskar eftir pennavinum á aldrinum 13-15 ára. Er sjálf að verða 14 ára. Áhugamál eru næstum allt milli himins og jarðar. Mynd og hárlokkur mætti gjarnan fylgja fyrsta bréfi. þó ekki nauðsynlegt. Friðrik V. Stcfánsson, Laugarhraut 23, 300 Akranesi óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 15-16 ára.Áhugamál eru tónlist og allt milli himins og jarðar. Svarar öllum bréfum. Lori Walker, 7619 Tacoma Ave. 50., Tacoma, Wash. 98408 L.S.A. óskar eftir islenskum pennavinum. 16 ára og hefur áhuga á söng, dansi, bréfaskriftum o.fl. Thomas Gilchrist, S.S.EIm Drive, Cambuslang, Glasgow, C 72-7 LP, Scotland óskar eftir islenskum penna- vinum. Hann er 16 ára og á ýmis áhuga- mál. Safnar m.a. öllu um Farrah Fawsett, Abba, Olivia Newton John og Lindsay Wagner, frimerkjum og póst- kortum. Hefur einnig áhuga á tónlist og mörgu fleiru. Irene Smillie, 77 Chacefield St., Bonny Bridge, Stirlingshire, Scotland óskar eftir islenskum pennavinum. Ung kona, einstæð með þrjú börn. Barbara Harrison, 100 Auckingill Pd., Bishoplock, Glasgow G 34, Scotland óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún er 34 ára. Lisa Sokolowski, 6007 East B., Tacoma, Wash., 98404 U.S.A. óskar eftir islenskum pennavinum. Hún er 14 ára. Jacquelene Lorimer, 64 Nairn R.D., Lark Field, Greenock PA 160 EV Ren Frewshire, Scotland óskar eftir penna vinum. Hún er 12 ára Áhugamál hennar eru tennis, sund. lestur, tónlist. skriftir. dýr og f rímerkjasöfnun. Annette Susanne M’Devitt, 14. Horndcan Cresent, Qucenslie, Hrathlyde, Glasgow G 334 AP, Scotland óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 15-19 ára. Er sjálf 16 ára. Áhugamál eru tónlist. leikur á alls konar hljóðfæri og hún „elskar að skrifast á við fólk”. Pálina K. Hermannsdóttir, Hjallatúni, 460 Tálknafirði og Sigríður L. Magnús- dóttir, Hlíð, 460 Tálknafirði óska eftir pennavinum á aldrinum 13-14 ára. Áhugamál eru dýr, lestur og margt fleira. Elín Ólafsdóttir, Barmahlíð 28, 105 Reykjavík óskar eftir að skrif- ast á við sæta og skemmtilega stráka á aldrinum 13-17 ára. Er sjálf 14 ára. Áhugamál margvísleg. Svararöllum bréfum. Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Aðalstræti 61, Patreksfirði óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11-13 ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Margrét Kjartansdóttir, Holtsgötu 25, Ytri Njarðvík óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 13-16 ára. Er sjálf 14 ára. Áhugamál margvisleg. Svarar öllum bréfum. Gíslína V. Olafsdóttir, Grundargötu 4, 350 Grundarfirði og Anna R. Brynjars- dóttir, Borgarbraut 6, 350 Grundarfirði óska eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14-18 ára. Áhugamál margvisleg. Joe Dunseath, 131 Auchentoshan Ter, Springburn, Glasgow G21-4 UT Scotland óskar eftir islenskum penna- vinum. Hann er 19 ára og áhugamál hanseru íþróttir, skák, tónlist o.m.fl. Md.Solaiman, Carlkjelsesnvei 25 D 3, Oslo, Norway óskar eftir að skrifast á við islenskar stúlkur á aldrinum 18-25 ára. Hann er frá Bangladesh, en er búsettur um þessar mundir í Osló. Hanti er 26 ára. Mr. Boudouani Toufik, 7 Rue des Savonniers, Kolea, W.BIida, Algerie óskar eftir íslenskum pennavinum. Lestu ekki Vikuna, maður? Hafnarfirði 2. okt. 1978. Hæ, Póstur gamli! Við höfum aldrei skrifað þér áður. Samt vitum við mjög vel hvað við erum gamlar, þú losnar alveg við að lesa úr skriftinni og við erum ekki með strák. Það er bara það að við erum orðnar HUNDLEIÐAR á því að sjá á prenti að ABBA búi í Gautaborg. í hvert skipti, sem einhver spyr ykkur um heimilisfangið hjá Agnethu og Birni eða Fridu og Benny, segir þú að það sé nóg að skrifa t.d. Benny Anderson, Götaborg, Sverige. Þar að auki kom í greininni Allt umABBA, sem var í Vikunni fyrir ári, að Frida og Benny byggju í Gamla Stan í Stokkhólmi og Agnetha og Björn í Lidingö, sem er úthverfi Stokkhólms (lestu ekki Vikuna, maður?). Þetta eru þeirra réttu heimilis- föng, en ekki vitum við um göturnar. Hins vegar er aðdá- endaklúbbur í Stokkhólmi. Við höfum skrifað þangað og fengið myndir og stundum eiginhandaráritanir. Viltu geyma þessi heimilisföng, ef einhver myndi biðja um þau seinna. ABBA-FAN-CLUB Baldersgatan / Sanglærken Stockholm Sverige Einnigfylgja hér heimUisfóng hjá John Travolta, Bay City Rollers og Boney M„ Jæja, svo vonum við að þú hafir VIT til þess að birta þetta til þess að meiri misskilningur verði ekki. Og mundu nú, greyiðþitt, að meðlimir ABBA búa EKKI í Gautaborg heldur Stokkhólmi. P. Ó og S.G. Jæja, þar fékk Pósturinn aldeilis holskefluna. Auðvitað les Pósturinn Vikuna alveg sundur og saman, bæði áður en efnið birtist og svo líka eftirá. Eigum við ekki að sættast á að hann hafi verið í sumarleyfi, þegar umrædd grein birtist? Þakka ykkur kærlega ábendinguna, 62 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.