Vikan


Vikan - 15.01.1981, Síða 61

Vikan - 15.01.1981, Síða 61
í næstu Viku AKUPUNKTUR — er hann blöff? Margir hafa litið með lotningu til nálarstunguaðferðarinnar svokölluðu — akupunktur — sem Kínverjar hafa lengi notað til lækninga. En er hún kannski bara svik og prettir? Við lítum nánar á það í næstu Viku. NEW YORK: VIKAN KYNNIR STÓR- BORGIR New York hefur verið heldur hagstæð fyrir íslendinga að heimsækja að undanförnu. Vikan brá sér þangað fyrr i vetur og kynnir hér ýmislegt í sambandi við stórborgina, bæði eins og hún kemur nú fyrir sjónir og rifjar líka upp ýmislegt sem þar hefur gerst. ÞORRA- BLÓT Þorrablót hafa lengi viðgengist með okkar þjóð, en aðaluppistaðan í þeim eru ýmsar þær krásir sem þjóðin lifði af hér áður fyrr þegar erfitt var um flestan annan mat. Við skýrum hér frá matreiðslu og meðferð þorramatar á sex síðum í miðju blaðinu. áður? Er endurholdgun möguleg? Það greinir menn á um og étur þar hver úr sínum poka, því erfitt er að sanna eitt eða neitt í því sambandi. En það er heldur ekkert hægt að afsanna, og margir hafa gert sér far um að rannsaka sem best þetta fyrir- brigði, sem alltaf skýtur upp kollinum æ ofan í æ. Hér eru sagðar sögur um nokkra aðila, sem staðfastlega telja sig hafa lifað áður og renna undir það nokkrum stoðum. Hefur þú lifað 3. tbl. Vikan 61

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.