Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 19

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 19
berg og þó hann gæti ekki verið alveg viss. þá hélt greifinn að hann hefði séö hann blikka. Sheila Skolnik átti rauðan sport- bíl og þegar greifinn settist inn í hann — með fæturna útrétta, skjalatöskuna í kjöltu sér — fannst honum eins og hann sæti á götunni. Þau töluðu um ritgerð frú Skoln- ik. Greifinn mælti með bókum sem hún gæti leitaö sér efnis í; hún spurði spurninga um lengd ritgerðarinnar, síðasta skiladag, hvað hann vildi helst leggja áherslu á. Umræðuefnið þraut fljótt og löng ferö var enn fram- undan. Greifinn hefði alveg getað hugsað sér að þegja það sem eftir var ferðarinnar en honum fannst það ekki rétt fyrir kurteisissakir. Hvað gerir eiginmaður þinn, frú Skolnik, ef ég má spyrja?” „0,” sagði hún. „Larry var tannlæknir.” „Mér þykir þetta leitt,” sagði greifinn. „Ég vissi ekki að þú værir ekkja.” Þegar hún varð undrandi á svip hélt hann hikandi áfram. „Þú talaðir um eiginmann þinníþátíð?” „Ætli ég hafi ekki gert þaö. Ég tók ekki eftir því. Nei, við Larry skildum fyrir f jórum árum. ’ ’ „Átt þú börn?” spuröi greifinn. „Já, tvö — strák og stelpu, Ronnie og Melissu. Þau eru bæði komin í skóla núna og þaö gerir mér mögulegt að fara aftur í nám. Mig langar til að læra lögfræði. Það er þess vegna sem ég legg svona mikla áherslu á stjórnmála- fræöi.” „Ég skil,” sagði greifinn. „Ég bý hjá foreldrum mínum núna. Það er mikil hjálp að móðir mín skuli geta litiö eftir börn- unum. Larry hittir þau ennþá á hverjum sunnudegi. En það var mikið álag á þau um tíma að hafa föður sinn ekki hjá sér.” „Ég skil,” sagði greifinn og fannst samtalið vera orðið heldur of persónulegt. Hann spurði hvar foreldrar hennar byggju og sam- talið snerist í almennar umræður um íbúðarhverfi í Chicago og nýja, ríkmannlega úthverfið þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þegar hún stöðvaði bílinn fyrir framan blokkina sem hann bjó í sagði hún að þaö hlyti að vera yndislegt aö búa svona nálægt tjörninni. Greifinn játaði að þaö væri það, sérstaklega aö sumri til, skreið síðan út úr sportbílnum, þakkaði henni fyrir og veifaöi samanhnipraður í kveðjuskyni. Hann las dagblað með kvöld- matnum sem var síld í kryddlegi, ungversk pylsa og grænar baunir, og terta og te í eftirmat. Eftir að hafa hreinsað og þvegið diska kvöldsins fékk hann sér koníak- staup, lét Mozart á fóninn og las. Um ellefuleytið fór hann í háttinn, eins og hans var venja, og þar, sem var alls ekki hans venja, dreymdi hann um eldheitan ástar- leik með Sheilu Skolnik. Þegar hann kom á skrifstofu sína á föstudagsmorgun var Barney Ginsberg þegar mættur. Hann virtist vera klæddur sem út- skipunarmaður. Hann var í bláum gallabuxum, þykkri peysu með ermarnar ýttar upp loðna hand- leggina og hafði bláa húfu á höfðinu. „Jæja? ” sagði Ginsberg. „Fyrirgefðu?” sagði greifinn. „Jæja — boffaðir þú hana? ” „Hvaö?” spuröi greifinn. 9. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.