Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 34

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 34
orðið órökrótt breyting vegna óútskýrðra til- finninga, en þetta ætti allt að blessast. Hætta á mistökum er viða nefnd i spánum en slembilukka oftast i sama orðinu. Bogmenn eru yfirleitt varaðir við allri óreglu á árinu og ættu að fara varlega i sambandi við vólar og bila (þetta síðasta erþó ekki nefnt nema á einum stað). Ástir og fjölskylda: Á þessu sviði er hreint út sagt blómstrandi tíð. Heitari og betri ástir og margir eru að hugsa um að festa ráð sitt, ákaflega rómantisk ummæli i öllum spám. „ Daðurgirni og mikil þögf fyrir gullhamra er bog- mönnum eðlislæg og nú brosir lífið sannarlega við þeim. Það geta komið upp eldheit sambönd sem ógna föstum skorðum og hafa áhrif á allt lífið en liklega bjargast flest bogmannahjónabönd i ár. Heimilislifið ætti að vera sér/ega gott i árslokin og þá gæti verið komin meiri kyrrð á bogmenn, þó það þurfialls ekkiað þýða að rómantikin sé fyrir bi. Óbundnum bogmönnum skal bent á að reyna að nota dómgreindina áður en þeir henda sór í fangið á nýjustu elskunni. Moirihluti heimilda s/ær þennan varnagla. Ef dómgreindin segirjá er liklegt að sumir bogmenn finni sór lífsförunaut iár. Fjármálin og vinnan: Það getur meira en verið að vinna hafi valdið ein- hverjum bogmönnum áhyggjum i fyrra þrátt fyrir mjög gott ár þá. Breytingar, ef einhverjar verða, eru til batnaðar. Í vinnunni getur komið upp fíókin staða sem að einhverju leyti má rekja til ábyrgðar- lausra orða bogmanns. Fjármálin eru frekar jákvæð fyrir bogmenn iár. En eyðslusemi er varhugaverð og viða er þess getið að bogmenn verði að fara sér hægt i fjármálum og þá sérstaklega siðsumars. (22. desember—19. janúar) Steingeitin Steingeitin hefur ó undanförnum árum haft á til- finningunni aö henni gangi margt miður, ef marka má fíestar spárnar. Nú fer að vænkast hagur hennar, einkum þeirra sem eru orðnar langþreyttar á þeim hægagangi sem þeim finnst vera i tilverunni. Steingeitum finnst (réttilega, segja fíestar heimildir) að þær eigi betra skilið. Nú er að birta til og þá sýna steingeitur líka á sér sérlega góða hlið. Þær virðast byggðar tilað þola góða tíma. Steingeitur munu hljóta mikla viðurkenningu á árinu og þá fyrir það sem þær, eiga skilið. Þetta er gegnumgangandi i öllum spánum. Skynsemi og snarræði eru einkenni sem stein- geitin fœr tækifæri til að nota sjálfri sór i hag i ór en hefur áður aðallega verið að láta aðra njóta. Hins vegar er þess sums staðar getið að stein- geitin só einum of krefjandi á umhverfið. Vissulega á hún afít gott skilið en hefur stundum tilhneigingu til að vera heldur ráðrik. í ór er eins og einhverju fargi, líklega ábyrgð, verði lótt af sumum steingeitum. Og i ár ætti stein- geitin að meta það við vini sina hvað þeir eru tryggir og góðir. Þrótt fyrir velgengni er þess viðast hvar getið að steingeitin láti eftir sór vissa óánægju. Þetta setur skugga ó tilveruna en ekki stóran, gæti þó haftóhrif á heilsufarið og leitt til vægs þunglyndis. Ástir og fjölskylda: Steingeitin dregst ekki svo glatt út i skyndisam- bönd. Það er mikið talað um ást og hlýju en stundum er steingeitin býsna hörð ó yfirborðinu. Likur eru á að steingeitur á /ausu komist i gott sam- band á árinu. Þarna er um þó nokkra rómantik að ræða og steingeitur ættu að geta verið heppnar með maka. Ársbyrjun, mars, mai og ágúst eru góðir timar og snemma i vetur er einnig sérlega gott tíma- bil fyrir ástfangnar steingeitur, giftar og ógiftar. Giftar steingeitur hafa tilhneigingu til að festa böndin og einhver togstreita verður i hjónabandinu út af starfi. Þarna ber heimildum vel saman. Fjöl- skyldan mun halda vel saman þrátt fyrir allt og sérlega þegar á reynir aföörum orsökum. Fjármálin og vinnan: Þetta verður gott ár og vel við hæfi steingeita i fjármálum. Tekjur stöðugar og jafnvel svigrúm til fjárfestinga. Þeir sem fæddir eru snemmaj merkinu gætu jafnvel haft heppnina með sér i happdrætti. Þar eru vinningslíkur helstar inóvember. Í starfi verður stöðugleiki og vorið verður gott. Þó ættu þær steingeitur sem fæddar eru i desember að gæta sín að /enda ekki óvart í átökum á vinnustað. Samstarf við yfirmenn ætti að verða jákvætt út árið. (20. janúar—18. febrúar) Vatnsberínn Vatnsberinn á erfitt ár að baki er árið 1984 gengur i garð. Flestar spárnar telja aðalerfiðleikana að baki og að nú sé rétti timinn til að fara að njóta lífsins. Þó er tekið fram i fíeiri en einni spá að hyggi/egast só að hafa hægt um sig i mars og apríl og láta ekki á sig fá þótt eitthvað gangiþá úrskeiðis. Nýjar, miki/vægar fréttir biða vatnsberans snemma á árinu, upplýsingar sem skipta máli. Vatnsberinn verður líkast til órór og vasast i mörgu og það gæti haft sin áhrif á samskiptin við vinina. Þeim finnast vatnsberarnir einum of flöktandi. Ef til vill er eitthvað til iþvi, iþað minnsta eru einhverjar spór i þá veru að vatnsberarnir ættu að reyna að finna sér eitt eða tvennt til að einbeita sór að. Það er margt fólk i kringum vatnsberana i ár og tækifærin koma á færibandi. Óvænt vandamál munu koma upp, sennilega i haust, en það ætti að vera huggun harmi gegn að ekki er von ó viðlíka vandamá/um aftur fyrr en eftir sjö ár, þegar Satúrnus kemur inn i merkið. Þeir sem treysta sér i uppgjör við sjálfa sig geta búist við að uppskera sálarfrið en fæstir vatns- berar treysta sér i svoleiðis lagað, enda geta ekki nærri al/ar spárnar um það. Júni og desember ættu að verða bestu mánuðirnir. Ástir og fjölskylda: Ástalif vatnsbera, hvort sem þeir eru bundnir eða óbundnir, virðist ekki hafa verið neitt til að hrópa húrra fyrir að undanförnu og nú virðist vera orðið óumf/ýjan/egt að fara að athuga sinn gang efmarka mó allar samhljóða spár. Þvi miður sýna vatnsberar ekki mikið frumkvæði i þeim efnum en aðrir munu ón efa taka afskarið. Hreinskilni væri mjög til bóta ef vatnsberar geta drifið sig i að sýna hana. Hjónaböndum er yfirleitt spáð betri tíð en lausasamböndum, meðfram vegna þess að þau eru i fastari skorðum. Þó getur reynt á þau. Snemma i vor bendir ýmislegt til á/ags og i haust nefnir ein heimild að æskuóstir gætu skotið upp kollinum og gert einhvern hasar. Það fær að fíjóta hór með, þó ekki sé nema tilgamans. Fjármálin og vinnan: Sem oftar er það i þessum efnum sem heimildum ber helst saman. Það bendir margt til að þetta ár geti orðið vatnsberum þungt i skauti fjárhagslega. Sérstaklega er varað við hvers konar lánsviðskipt- um. Hins vegar ber heimildum lika saman um að með sparsemi og ráðdeildarsemi só vel fram- kvæmanlegt að klóra sig gegnum árið. Það er helst að sumar spárnar geri róð fyrir að þeir sem fæddir eru i miðju merki sleppi bærilega fjárhagslega og hafi jafnvel von um vinning eða að minnsta kosti sæmilega summu snemma á árinu. Vinnumál boða /it/ar breytingar, það ætti allt að ganga bærilega, og þeir vatnsberar sem endilega vilja breyta til ættu að bíða með það að minnsta kosti fram i ágúst. (19. febrúar—20. mars) Fiskarnir Á þvi virðist ekki leika vafi að viðburðaríkt og á margan hátt erfitt ár er að baki, en árið 1984 verður á margan hátt alveg jafnstrembið. Þeir fiskar sem hafa fundið sér tilgang i tilverunni glima vel við vandann en þeir sem enn eru fíöktandi eiga erfitt og ættu alvarlega að vara sig ó að lóta draumana ná valdi á sér og sérstaklega að ná sér ekki i draumalyf á borð við áfengi og önnur vimuefni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að fiskar hafa sér- stakan veikleika gagnvart vimuefnum og þola illa álag. Sumir munu beinlínis veikjast vegna erfiðleik- anna en aðrir verða að gæta sin þess betur. Þrátt fyrir þetta er margt gott fyrir fiskana á þessu ári. Margt bendir ti/ að þeir séu betur i stakk búnir til að kljást við erfiðleika nú en oft áður og fái ósvikinn stuðning eldra fólks, fjölskyldu, vina og vinnu- fé/aga. Mars ætti samkvæmt fíestum heimildum að verða góður mánuður og hjálpsemin sem aldrei bregst fiskunum i garð annarra mun sannarlega létta lif fólksins i kringum þá. Nóvember ætti að bjóða upp á góð tækifæri og skapandi fiskar og ferðag/aðir geta sannarlega verið ánægðir með lífið enda veitir lifsfyllingin fiskunum mikinn styrk og bjartsýni. Fyrri hluta ársins segja sumar heimildir að fiskarnir verði beinlínis heppnir i ýmsu óvæntu. Ástir og fjölskylda: í stórum dráttum má segja að það sé nánast ekkert nema allt gott um hjónabönd fiska að segja þetta árið. Fint ár fyrir gifta fiska, um það ber öHum heimildum saman. Ógiftu fiskarnir eru óvenju mikið út á við og þar eru horfurnar sýnu bjartari en i persónuspánni. Það er ekki óliklegt að ástin blómstri, verði draumur og veruleiki i bland og mikið að gerast. Likast til kjósa fíestir fiskar frelsið áfram en það kemur ekki i veg fyrir að þeir hitti sinn útvalda eða útvöldu á þessu óri. Alvaran verður svo að biða betri tima. Fólkið i kringum fiskana er spennandi. Fjármálin og vinnan: Þetta gæti orðið fiskunum happaár i fjármálum en hins vegar gætu þeir lent i að fara gáleysislega með fundið fó og það valdið fjölskylduerfiðleikum. Fjármólin eru samkvæmt flestum heimildum viðburðarikust fyrrihluta órsins. Í vinnu má fiskurinn gera ráð fyrir góðu og viðburðanku ári, þar sem fjöibreytni og tækifæri til nýrra, skemmtilegra leiða eru mörg. Sumarið er eini timi ársins sem sumar spár vara við breytingum. Góð ytri skilyrði i vinnu og öðrum verkefnum verða fiskum til verulegrar uppörvunar á árinu. 34 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.