Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.05.1986, Side 13

Vikan - 08.05.1986, Side 13
Fyrirmyndarpör kvik- myndanna hér áður fyrr á árunum voru stór- dramatísk og „elegant", Spencer Tracy og Kat- harine Hepburn, Richard Burton og Elisabeth Taylor, og öll hin. Nú eru aðalpörin sjón- varpsstjörnurnar úr vikulegu framhaldsþáttunum, Ted Dan- son og Shelley Long úr Staupa- steini, James Brolin og Connie Selleca úr Hóteli og fleiri fasta- gestir. Þau eru nú ágæt og allt það, en það vantar eitthvað upp á töfrana og seiðmagnið sem hinar eldri stjörnur báru með sér - eða kiknar nokkur í hnjánum þó Ted og Shelley vaski upp glösin saman? Símaskrá-segja þærá símaskránni, konurnar sem geta fundið næstum hvaða númer sem er þrátt fyrir ófullkomnar upplýsingar. „Við erum um þrjátíu sem vinn- um hérna en tíu konur sitja við símaborðin í einu," sagði Si- gríður Flygenring, vaktstjóri á Símaskrá. „Núorðið er síma- skráin öll inni á tölvu en við kunnum nú sjálfar númerin á algengustu stofnunum, veit- ingastöðum og verslunum." Sigríður vildi ekki áætla hve mörg númer hún og stöllur hennar kunna en sagði að þau skiptu tugum, jafnvel hundruð- um. Fimmtán, tuttugu og níu, fimmtíu, segir Klukkan. Það er Sigríður Hagalín leikkona sem á röddina en upptakan er um tuttugu ára gömul. „Ég þekki ekki röddina mína lengur," segir Sigríður. „Upptakan er orðin svo slitin. Lesturinn var á sínum tíma tek- inn upp í Landsímahúsinu, ég fékk eitthvert smáræði fyrir en gerði engan „afnotasamning" þannig að enn nota þeir þessa gömlu plötu þó mér sé nú ekk- ert sérlega vel við það." Aðspurð segist Sigríður aldrei hringja sjálf á Klukkuna og bætir svo glettnislega við: „Ég forðast það ekki en það er sjálf- sagt í undirmeðvitundinni."

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.