Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 24
Lada I.ada rokselst á íslandi, og hefur gert undan- farin ár. Verðið heftir þar stór áhrif. Lada 1200 sá ódýrasti er afturdrifmn fimm manna bíll, með 65 hestafla vél og fjögurra gíra gírkassa. Fjöðrun er sjálfstæð að framan, en gormafjöðrun á öxli prýðir bílinn að aftan. Sama fjöðrun er í Lada Safír og Lada I.ux, sem eru dýrari. Lada Lúx er öllu íburð- ameiri, fáanlegur með bæði fjögurra og fímm gíra gírkassa en vélin er 77 hestöfl. Safír bíllinn inniheldur aðeins fjögurra gíra gírkassa og vélin í honum er 65 hestöfl. Þá er það metsölubíllinn Lada Samara, nýjasta afkvæmi Rússa. Sjálfstæð fjöðrun er að framan, en gamla gormfjöðrunin að aftan. Samara er framdrifmn búinn 65 hestafla vél. Bæði fjögurra og flmm gíra gírkassi er fáan- legur í bílinn, sem eingöngu fæst þriggja dyra. Til gamans niá geta þess að Lada Sport jepparnir kosta svipað og margir smábíl- anna, sem fjallað er um hér á síðum Vikunn- ar. Lada fólksbílar kosta frá 189.627. Subaru Justy er lítill snaggaralegur bíll og allar út- færslur eru fjórhjóladrifnar. Með takka í gír- stöng má skipta yfir í framdrif eða öfúgt. Bæði fást bílar með 40 og 50 hestafla vélurn og allir bílar af Justy gerð eru fimm gíra. Bæði fást þriggja og fimm dyra bílar, sumir með talsverðum aukabúnaði. Fjöðrun er sjálfstæð á hverju hjóli. Justy kostar frá 382.000. Peugeot Fimm útfærslur Peugeot 205 falla undir úr- tak Vikunnar. Allir eru bílarnir búnir fram- drifi, sjálfstæðri fjöðrun og eru ýmist þriggja eða fimm dyra með misjafnlega vandað farþegarými, sem þó er snyrtilegt í þeim öllum. XL bíllinn er með 50 herstafla vél og fjögurra gíra gírkassa, JR hefur sama búnað. GL bíllinn er flmm dyra með sama búnað og framantaldir bílar, bara öllu vandaðri að innan, XR er með öflugri vél 80 hestöfl eins og GR bíllinn. Báðir eru fimm gíra, en XR er þriggja dyra á meðan GR er flmm dyra. Pe- ugeot 309 fæst í einni útfærslu, sem er rétt utan verðhugmyndar Vikunnar. Það er bíll með meira rými en Peugeot 205, þriggja dyra og fimm gíra. Peugeot 205 kostar frá 379.000. Skoda Ódýrasti Skoda bíllinn er búinn 46 hestafla vél og fjögurra gíra gírkassa, er affurdrifmn eins og allir aðrir Skoda, með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli. Skoda 120 L heflir stærri vél, 52 hestöfl og einnig fjögurra gíra gírkassa. í Skoda 130 L og Rapid eru 62 hestafla vélar og fimm gíra gírkassar. Þrír fyrsttöldu bílarnir eru fjögurra dyra, en Rap- id er tveggja dyra. Sæti er fyrir fimm í öllurn bílum. Skoda kostar frá 165.000. Toyota Toyota er í dýrari kantinum, en tveir Cor- olla bílar ná flokkun Vikunnar. Báðir eru framdrifnir, fjögurra gíra, annar þriggja dyra, hinn fjögurra dyra. Fjöðrun Corolla er sjálfstæð á hverju hjóli og bíllinn með þeim nýtískulegri á markaðinum, enda nýkom- inn. Toyota Corolla kostar frá 421.000. Daihatsu Daihatsu Cuore og Charade hafa selst mjög vel hérlendis. Coure er minni bíll, aðallega ætlaður til innanbæjaraksturs. Bíllinn er fá- anlegur bæði framdrifinn og fjórhjóladrifinn búinn 44 hestafla vél og fimm gíra gírskipt- ingu, eða sjálfskiptingu. Fjórhjóladrifsbíll- inn er þriggja dyra, en hefðbundin útfærsla er fimm dyra. Fjöðrun er sjálfstæð hverju hjóli, en slíkt hið sama á við um Charade bílinn. Vélin í Charade er 52 hestöfl og bíll- inn er mun stærri en Coure, fæst bæði þriggja og fimm dyra. Fjögurra, fimm gíra gírkassi fest í Charade eða þá sjálfskipting, sem kostar þó meira. Ýmsir aukahlutir eru fáanlegir í Charade bílinn, sem kostar ffá 365.400. Coure er ódýrari, kostar frá 308.400. Renault Renault er sama annmarka háður og Opel, verksmiðjuafslættir eru litlir og bílarnir því heldur dýrir. Campus heitir ódýrasti bíllinn og sá eini sem er samkeppnisfær i verði, búinn framdrifi. Vélin er 47 hestöfl með fjögurra gíra gírkassa, en fjöðrun er sjálf- stæð á hverju hjóli. Bíllinn sem boðið er upp á er þriggja dyra. Renault Campus kost- ar frá 388.000. Mitsubishi Colt Colt E1 er þriggja dyra fimm manna bíll, með 59 hestafla vél og fjögurra gíra gír- kassa. Fjöðrunin er sjálfstæð að framan og aftan. Bíllinn er framdrifmn. Colt E1 kostar 392.000. VIKAN Á SMÁBÍLAMARKAÐl 22 VIKAN I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.