Vikan


Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 8, 1939 Dr. phil. GEORG RÖNBERG segir í eftirfarandi grein frá Giovanni Sforza Medici, syni Caterina Sforza og eins djarf- asta leiguliðsforingja viðreisn- artímabilsins, er kallaður var „hinn ósigrandi“ eða „stóri djöfullinn“, og einnig „Italía“, vegna þess að hann barðist ávallt fyrir föðurland sitt. Eo Magnifico var frægastur allra cia, og með honum náði ættin há- tindi sínum, er hún hafði ríkt yfir Firenze í heila öld. Eftir það úrkynj- aðist ættin hægt og hægt, þó að sumir af henni verði páfar og hertogar. Lorenzo dó árið 1492. Tveim árum síðar voru Mediciamir reknir frá Firenze, og hinir þrír synir Lorenzo, þar á meðal sá, sem síðar varð Leo páfi X., urðu að flakka um sem útlagar, og „stjórn munksins", hið skammvinna en ömurlega stjómartímabil Savonarola hefst. Hin yngri grein Mediciættarinnar gekk í alþýðuflokkinn og tók sér nafnið „Popo- lano“. Tilkomumestur þeirra var Giovanni Medici Popolano. Hann var ekki eingöngu „laglegasti maður í Firenze", heldur einnig duglegastur stjómvitringur. Hann var um skeið í franskri þjónustu, en árið 1496 sendi lýðveldið Firenze hann til Forli sem sendiherra. Forli var, ásamt Imola og nágrenninu, lítið ríki í hinu svokallaða Romagna við Adríahafið. Þrátt fyrir smæð sína hafði það mikla þýðingu fyrir Italíu og þó eink- um fyrir Firenze, því að ef liðsveitir frá hertogadæminu Milano eða frá lýðveldinu Venezía komust þar í gegn, var Firenze hætta búin, konungsríkinu Neapel, í stuttu máli sagt: allri ítalíu. Þess vegna áttu flest ítölsku ríkin sendiherra í Forli. Yfirráðandi Forli var hin fræga Cater- ína Sforza, sem þegar var þekkt í allri Italíu fyrir sinn óbilandi kjark, grimmd sína og fegurð. Fjórtán ára gömul giftist hún einum frænda Sixtusar páfa, og þótti henni aldrei vænt um hann, en hún stóð við hlið hans 1 blíðu og stríðu og fæddi honum sex börn. Fólkið hataði hann, og einn góðan veður- dag gerði það uppreisn og drap hann. Caterína komst inn í vígi nokkurt og varði sig, þar til hún fékk hjálp frá Milano. Hún Þetta er myndin af Giovanni Sforza Medici, sem hinn mikli Tizian málaði eftir helgrímu,. sem Pietro Aretino lét taka, þegar hin unga hetja var dáin, aðeins 28 ára gömul. hefndi sín grimmilega á uppreisnarmönn- unum. Suttu síðar giftist hún á laun ungum liðsforingja sínum, sem hún var ákaflega ástfanginn af. Hjónabandið varð aldrei opinbert, þar eð Caterína hefði þá misst yfirráðin yfir Forli. En hún fæddi einnig þessum manni — Feo hét hann — son. Feo steig til höfuðs valdið, sem hann hafði yfir þessarri fögru konu. Hann kom-fram sem einvaldi og fór skammarlega með elzta son Caterínu, Ottaviano, sem átti að hafa yfirráðin. Nokkrir borgarar í Forhs, sem hötuðu Feo, gerðu samsæri gegn hon- um vegna Ottavianos og drápu hann dag einn, þegar hann var á heimleið frá veið- um. Caterína hefndi sín aftur á uppreisnar- mönnunum, ættingjum þeirra, konum og börnum, og lét loka elzta son sinn inni fyrst um sinn. Drembilát og einmana hélt hún kyrru fyrir í Forlis. Hún var 32 ára að aldri, og þó að hún væri margra barna móðir, var hún alltaf fögur og þrekmikil. En utan um hjarta hennar var hörð skel. Til þessarrar konu kom Giovanni Medici árið eftir morð Feo, 1496, þá 30 ára gamall, sem sendiherra frá Firenze. Giovanni varð hrifinn af þessarri fögru, drembilátu Caterínu, og hún, sem hitti þarna í fyrsta skipti sinn líka, varð ást- fangin af honum. Þessar fögru og þrosk- uðu manneskjur elskuðust innilega. Nótt eina voru þau gefin saman á laun. Aðeins elzti sonur Caterínu, Ottaviano, sem þá var 17 ára gamall og var mjög hrifinn af þessum glæsilega Medicia, var viðstaddur hjónavígsluna, ásamt einkarit- ara þeirra. Um vorið, 6. apríl 1498, fæddi Caterína manni sínum son. Höfdingi svörtu fánanna

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.