Vikan


Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 23
Nr. 8, 1939 VIKAN 23 SKIPAMÖTOR 12/150 hesta, 1 og 2 Cyl. TRILLUBÁTAMÓTOR 8/10 hesta, 1 Cyl. TRILLUBÁTAMÓTOR 16/20 hesta, 2 Cyl. íslendingar kaupa árlega varahluti í mótora fyrir um 14 MILLJÓN KRÓNA. Eftir þeirri reynslu, sem fengin er hér af ROLINDERS mætti sennilega SPARA HELMING ÞESSA FJÁR, ef hér væru eingöngu BOLINDERS-mótorar. RDLINDERS er gangviss, sparneytinn og endingin framúrskarandi. er rétti mótorinn. Leitið upplýsinga hjá Magnúsi Kjaran Umboðsmanni «©©©©©©©©§©©©©©©©©§©©&©©©©©©©©©©©§©©©©&§©©©©©©« ©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©^©©©^^^^©©©©©©©©©©© Kusa „veðurfræðingur“. Hinn frægi veðurspámaður prófessor Fald í Þýzkalandi fékk sér einu sinni leiguvagn og ók út í sveit. Nú varð hann þyrstur á leiðinni og stanzaði því við veit- ingakrá, fór inn og keypti sér ölkollu. Veitingakonan færði honum sjálf ölið, en þekkti ekki prófessorinn. Þau hefja svo samræðu á þessa leið: Prófessorinn: — Það er fagurt veður í dag. Veitingakonan: — Já, svo er það, herra minn, en það stendur víst ekki lengi. Prófessorinn: — Jú, það helzt lengi, yður skjátlast víst. Veitingakonan: — Nei, vissulega ekki. Ég er viss um, að það stendur skammt. Prófessorinn: — Nú, stendur það þá í almanakinu ? Veitingakonan: — Nei. Prófessorinn: — Hefir þá prófessor Falb spáð slæmu veðri? Veitingakonan: — Hann Falb! Nei, — hann veit nú aldrei neitt, hvernig veðrið verður. Prófessorinn: — Svo-o, ekki það. En af hverju vitið þér fyrir víst, kona góð, að það komi rigning í dag? Veitingakonan: — Fyrst þér endilega viljið vita það, þá skal ég segja yður, að ég á kú, og þegar kusa mín nuddar tort- unni upp við vegginn, þá bregst aldrei að kemur rigning. Prófessorinn: — Já, einmitt það! Gjörið þér svo vel, hérna eru peningarnir fyrir ölið. Ekki hafði prófessorinn ekið langt frá veitingakránni, er hellirigning skall á. Þá leit ökumaðurinn um öxl til prófessorsins og sagði: — Það lítur helzt út fyrir, að kýrin kerlingarinnar hafi meira vit í tortunni, hvað veðrið snertir, heldur en þessi bless- aður prófessor Falb í höfðinu. W. C. Frú ein í Danmörku hafði fengið þá ráðleggingu hjá lækni sínum að fara til baðstaðar í Þýzkalandi og dvelja þar eitt- hvað sér til heilsubótar. Frúin skrifar svo stjórn heilsuhælisins og biður um ýmsar upplýsingar. Hún fær svar um hæl með greinilegum upplýsing- um um allt, sem hún hafði spurt um. En nú man hún eftir því, að hún hefir alveg gleymt að spyrjast fyrir um, hvernig hagi þar til um W. C. — Hún skrifar því undir eins annað bréf viðvíkjandi þessu. Þegar stjóm baðstaðarins fær bréfið, skilur hún skammstöfunina W. C. þannig, að frúin sé að spyrjast fyrir um „Wald Capelle“, sem er skemmtistaður í grend við baðstaðinn. Og fær nú frúin svohljóðandi svar- bréf: Háttvirta frú! Sem svar við heiðraðri fyrirspurn yðar látum vér yður hér með vita, að W. C. er svo sem hálftíma gang frá baðstaðnum og í miðjum furuskógi, sem þar er. Vér get- um gefið því hin beztu meðmæli vor og hrós, sökum þess, hve landslag og útsýni er þar fagurt. Aðgang að W. C. er hægt að fá þrisvar í viku, nefnilega þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Loft'ið er næsta hreint og skógarilmurinn yfirgnæfir. Vér ráðleggjum yður að fara þangað alltaf á sunnudögum, því þá er leikið undir af 25 manna hljómsveit við hvaðeina, sem fram fer. Þá koma þarna líka liðsforingjar úr hermannaskóla, sem er þar nálægt, og taka þátt í þessum þjóðlegu athöfnum, sem þama fara fram. Þarna verður því mjög fjölmennt á heimsóknardögum, en þér getið verið alveg óhrædd, kæra frú, því þama eru sæti fyrir 600, og stæði fyrir 50 manns. Frúnni þótti miður, að ekki skyldi vera daglegur aðgangur að W. C. Hún fór þó til baðstaðarins, en hún hafði kolluna sína með sér til vara. * Páll litli: Hvað er ekkjumaður? Anna litla: Það er sjálfsagt maður, sem er giftur ekkju.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.