Vikan


Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 11

Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 11, 1941 11 11 Hann vatt sér að manninum í brúnu fötunum, stakk byssunni i síðuna á honum, svo að hann gæti ekki hreyft sig\ 1 sömu svifum heyrði hann skell fyrir aftan sig og harður hattur flaug fram eftir gólfinu. „Hagið yður nú skynsamlega,“ sagði Mick. „Það er ekkert spaug að fá kúlu í nýrun. Engan æsing.“ „Ég veit, hvenær ég hefi tapað og hvenær ekki,“ sagði maðurinn. „Við vorum erkibjánar að gá ekki betur að okkur. Þér getið verið viss um, að þeirri skissu gleymi ég ekki fyrst um sinn.“ „Ég er ekki viss um, að þér fáið tækifæri til að muna það neitt sérlega lengi. Voru þið tveir í bílnum. Reynið ekki að gabba mig. Ég líð það ekki.“ „Auðvitað vorum við einir. Takið burtu byss- una. Ég skal ekkert gera.“ „Já, ég skal sjá fyrir því. Hvernig vissuð þér, að við vorum hérna?“ „Maður að nafni Slim hringdi til aðalbæki- stöðvarinnar í London og sagði, að hann hefði rakið slóð yðar hingað, og að hann væri viss um að finna yður fljótlega. Ég og félagi minn höfðum tapað slóðinni og hringdum því til Lon- don og sögðum, að við værum alveg villtir. Ég var þá í Leicester. Okkur var sagt, að við skyld- um fara hingað undir eins og hjálpa Slim og félaga hans.“ Miek hafði enga ástæðu til að tortryggja mann- inn. Sagan var ekkert ósennileg og kom heim við það, sem hann vissi áður. „Og við hvern töluðuð þér í London? Engin undanbrögð." „Hann heitir Spider Harrison og býr einhvers staðar í nánd við Kings Cross.“ „Hefir hann gefið fleiri mönnum fyrirskipanir Tim að fara þessa leið?“ „Það veit ég ekki. Það eru margir að leita að yður, og við höfum allir fyrirskipanir um að hringja til hans á klukkutíma fresti, ef við fyndum yður ekki. Það er því sennilegt, að fleiri séu á leiðinni. En ég veit það ekki með vissu.“ „Gott!“ sagði Mick. Maðurinn fékk aldrei að vitað hvað það var, sem allt í einu sló hann í gólfið. En honum fannst skyndilega eins og hvelfing St. Pauls dómkirkjunnar hefði hrunið yfir sig. Mick laut niður og tók skammbyssurnar af þeim báðum. Hann var búinn að safna að sér heilu skotfærabúri! Svo þaut hann upp stigann. Clare stóð fyrir aftan Slim og þrýsti skamm- byssuhlaupinu að hálsi honum. Þegar Mick kom í ljós i dyrunum, gekk hún reikandi nokkur skref aftur á bak, en hristi svo höfuðið ákaft til þess að losna við svimann, sem ásótti hana. „Guði sé lof, að þér eruð kominn aftur, Mick,“ sagði hún með veikri röddu. „Hvað kom fyrir niðri?“ Mick sá eftirvæntinguna í svip Ameríkumanns- ins og brosti kuldalega um leið pg hann sagði? „Tveir af vinum Slims komu hingað til þess að gleðjast yfir því, hvernig hinn ægilegi Slim hefði farið með vesalings Cardby. Þeir voru svo vissir um sigur, að þeir hlupu beint inn í for- stofuna, án þess að gá bak við hurðina. Þeir eru •enn þá niðri í forstofunni. En þeir eru hættir að daiðain í kloin. Framhaldssaga eítir DAVID HUME. Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni: Lefty Vincent og fjórir félagar hans, Johnny Ryan, Fino, Collins og Catini, hafa rænt banka og drepið gjaldkerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, strengir þess heit, að koma Vincent í hendur ríkislög- reglunni, G-mannanna svo nefndu. Eftir fyrirmælum hennar sitja þeir fyrir honum, en fyrir mistök, skjóta þeir Ryan, en Vin- cent sleppur. Hann hyggur nú á hefndir, og þegar Clare Furness flýr til Evrópu, fer hann á eftir henni. Mick Cardby, sem rekur leynilögreglustöð i félagi við föður sinn, er fenginn til að gæta hennar, þangað til G- mennirnir koma, en þeir eru á leiðinni til Evrópu. Mick fer til Southampton til að taka á móti henni, en Vincent hefir líka sent þangað einn af glæpafélögum sínum. Mick lætur mann frá Scotland Yard tefja fyrir honum í tollinum, en sleppur sjálfur hindrunarlaust burt með stúlkuna og ekur með hana, ýmsar krókaleiðir, því að hann óttast eftirför. Þau koma sér fyrir á litlu veitingahúsi um nóttina og segjast vera systkini á leið til London. Bófamir, sem eru að elta Mick og Clare, koma í veitingahús- ið. Húsbóndinn þykist ekkert vita, en þeir trúa honum ekki, slá hann í rot og hefja svo leit í húsinu. Mick liggur í leyni og hlustar á samtal þeirra. Þegar Mick sér sér færi á, slær hann annan í rot, en heldur hinum í skefjum með skammbyssunni og neyðir hann til að segja sér allt af létta um eltingaleikinn. Á meðan þau eru að búa sig til að leggja að stað með bófana til lögreglustöðvarinnar, koma tveir bófar í viðbót, en Mick tókst að ráða niðurlögum þeirra. » hlaupa. Það er því engin von fyrir yður, Slim.“ Marty deplaði augunum og hreyfði hendurnar. Mick greip í öxlina á honum og hristi hann. „Vaknið," sagði hann. „Þér eruð búinn að sofa nógu lengi. Clare, því fyrr sem við komumst héðan, því betra. En hvað eigum við að gera? Það liggja tveir meðvitundarlausir menn niðri í forstófu, og Marty er ekki hálf vaknaður enn þá.“ „Það ætti ekki að vera mikill vandi,“ svaraði Clare. „Þessir tveir niðri í forstofunni, rakna víst ekki úr rotinu fyrst um sinn, er það?“ „Nei. Setjið þá bara i bílinn, sem þeir komu í. Ég skal svo aka honum á næstu lögreglustöð. Gefið Marty aftur' utan undir og setjið hann í bílinn yðar. Hlekkið Slim og hann saman. Þér getið sjálfsagt ekið með annari hendinni. Og þér skuluð bara elta mig. Það er allt og sumt. Undir eins og við komum á lögreglustöðina, getum við beðið þá að senda mann hingað til þess að hjálpa veitingamanninum og konu hans. Er þetta ekki hægt?“ Mick horfði á hana með aðdáun, kinkaði kolli, stakk skammbyssunni í vasann og tók báðar töskurnar. „Bíðið hérna og gætið fanganna á meðan ég drasla þessum tveimur þarna niðri út í bílinn. Það gæti litið svo út, sem hamingjan sé að snú- ast okkur í vil.“ Fimm mínútum síðar kom Mick upp stigann aftur. Honum fannst hann hafa búið í þessu húsi í mörg ár. • „Þér eruð ekki dauður, Slim, aðeins særður. Ég ætla því að láta yður vera með handjárnin, og þér hjálpið mér svo að koma Marty út í bílinn. Ef þér fallist ekki á það, gef ég yður enn þá betur útilátinn löðrung en Marty, og ber ykkur svo niður hvorn í sínu lagi.“ „Ég skal gjaman hjálpa yður,“ flýtti Slim sér að segja. Þegar þeir komu niður í forstofuna, hjálpaði Mick veitingakonunni upp í stól við hlið- ina á manni hennar. Veitingamaðurinn var enn þá ruglaður. „Við ökum héðan á lögreglustöðina i Banbury," sagði hann við veitingakonuna," og sendum yður strax hjálp þaðan. Þér getið ekki trúað því, hvað mér þykir leiðinlegt, að þetta skyldi koma fyrir. Það er leiðinlegt, að þér skulduð þurfa að flækj- ast inn í þetta, og ef ég hefði vitað, að svona hefði farið, hefði ég aldrei komið hingað. Hérna er nafnspjald mitt, og undir eins og ég hefi tíma til, kem ég að heimsækja yður. Þegar þér heyrið skýringu mína, munuð þér skilja, að það sem skeð hefir, kom mér algerlega á óvart og ég gat ekkert við það ráðið. Auðvitað skal ég sjá til þess, að þér fáið skaðabætur fyrir þetta. Ég bið yður svo enn einu sinni að fyrirgefa. Þér skuluð heyra frá mér bráðlega." Veitingakonan kinkaði kolli með tárin í aug- unum. Mick fór af stað án þess að honum væri fyllilega ljóst, hvort konan hefði skilið, við hvað hann átti. Klukkan var tíu mínútur yfir tvö, þegar báðir bílarnir námu staðar fyrir utan lög- reglustöðina í Banbury. Fimm mínútum síðar var Mick búinn að sannfæra- vaktmanninn um, að það yrði að vekja yfirmann hans og senda samstund- is lögregluþjón til hótelsins. En klukkan var næst- um orðin þrjú, þegar hann hafði lokið að skýra málið fyrir lögregluþjóninum. „Fyrir hvað eigum við að ákæra þá?“ spurði hann að lokum. „Fyrst um sinn mundi ég ákæra þá fyrir að hafa vopn með höndum án leyfis, fyrir að brjót- ast inn í gistihúsið og beita veitingamanninn of- beldi.“ Yfirlögregluþjónninn leit á mennina tvo, sem enn þá lágu meðvitundarlausir á bekknum, og Marty, sem rétt í þessu var að koma til sjálfs sín, og furðaði sig á þvi, að enginn skyldi hafa orðið fyrir barðinu á þeim nema veitingamaður- inn. „Og svo getið þér sett yður í samband við Scotland Yard. Segið þeim, að þér verðið að fá að tala við deildina, sem hafi meðgjörð með mál Lefty Vincents, og segið þeim, hvað komið hafi fyrir hér. Þeir munu þá sjálfsagt setja sig í sam- band við lögreglustjórann hér og flýta sér hing- að til að sækja fangana. Fyrst um sinn verðið þér auðvitað að setja þá inn. Þeir eru að vísu ekki ofsafengnir þessa stundina, en ég ráðlegg yður að tefla ekki neina tvísýnu. Ég veit, hvað ég er að segja. Ég hefi reynsluna.“ Ákæran var lesin yfir mönnunum, en aðeins Slim og Marty skildu, hvað sagt var, og svo voru þeir allir settir inn í klefa. Svo bað Mick um að lána sér síma. Yfirlögregluþjónninn kink- aði kolli, og Mick hringdi heim til sín. Hann varð að bíða í tíu mínútur áður en faðir hans kom í símann. Hann hafði verið vakinn og var syfjulegur í málrómnum, þangað til hann þekkti rödd Micks. Þá glaðvaknaði hann og beið með eftirvæntingu eftir nýjum fréttum. „Bíddu andartak, pabbi,“ sagði Mick. „Áður en ég segi meira, langar mig til að fá að vita, hvað skeði, þegar þú varst búinn að ná í Moffit. Gastu fengið hann til að leysa frá skjóðunni ?“ „Ég náði alls ekki í hann, drengur minn. Ég ráfaði um í nágrenninu í marga klukkutíma, en varð einskis vísari. Moffit litli var hvergi sjáan-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.