Vikan


Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 11, 1941 15 Raggi: Að hún Ella systir skuli geta fengið af sér að senda okkur í skóla í þess- um kulda! Ég er aiveg að krókna! Maggi: O, blessaður, þú hefir gott af því!- Raggi: Já, ef maður lifir það af. Það er svo kalt, að ég er viss um, að Eskimóa mundi kala á eyrunum. Það ætti að banna með lögum að senda böm í skóla i svona kulda. Maggi: Já. Veðurspáin i dag segir, að það muni kólna með kvöldinu. Ég ætla að hringja í Ellu systir og biðja hana að koma og sækja okkur í bílnum, þegar skólinn er búinn. Raggi: Þegar skólinn er búinn? Nei, það er óþarfi. Raggi: Ég er nefnilega búinn að ákveða að fara á skauta niður á Tjöm, þegar skólinn er búinn. SKRÍTLUR. — Hvemig stendur á því, að konan þin er alltaf svona vel til fara, en þú ert stöðugt svo luralega búinn ? — Hún klæðir sig eftir tízkublöðum .... en ég eftir ávísana- blöðum. — Hvemig hefirðu ráð á því, að vera allt- af að bjóða stúlkum inn á gistihús að borða ? — Það er hægur vandi. Ég segi bara áður en við förum inn: Hm, þér hafið fitnað síðan ég sá yður síðast, fröken . . . og þá vrerð- ur kostnaðurinn ekki mikill. bókin, sem dr. Jón Helgason hefir unnið að undanfarið, er nú full- prentuð og kemur í bókaverzlanir næstu daga. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Frægar konur. Kleopatra. Kleopatra, drottning Egyptalands, er í hópi einkennilegustu kvenna, sem um getur veraldarsögunni. Hún náði til fulls ástum Cæsars hins mikla, og eins fór fyrir hin- um fræga Antoníus. Hann var auðmjúkur þræll Kleoþötru frá því að hann komst fyrst í kynni við hana, enda skapaði hún honum örlög og varð honum að falli. Antonius og Oktavianus réðu hvor sín- um hluta af hinu mikla Rómaveldi. Þeir urðu fjendur og háðu lokaorustuna við Aktium. Kleopatra flúði, þegar orustan var í algleymingi. Antoníus fór að dæmi hennar. Þar héldu þau um stund áfram æðisgengnum veizluhöldum. En þegar Antoníusi varð að lokum ljóst, að allt var tapað, rak hann sjálfan sig í gegn og lét flytja sig deyjandi til Kleopötru, til þess að hann gæti fengið að deyja í návist hennar. En Kleopatra var ekki að baki dottin. Hún hafði áður heillað tvo af valdamestu mönnum Rómaveldis, hví skyldi þá ekki eins geta farið fyrir þeim þriðja? Og hún beitti nú öllum þeim kvenlegu slóttugheit- um, sem hún hafði yfir að ráða, til að vinna Oktavíanus. En ekkert beit á þenn- an kaldrifjaða stjórnanda, og að lokum sá Kleopatra, að eini tilgangur hans með því að þyrma lífi hennar, mundi vera sá, að hún ætti að prýða sigurgöngu hans inn í Rómaborg. Þá ákvað hún að stytta sér aldur. Á hinni viðburðarríku æfi sinni hafði hún oft fengið tækifæri til að sjá dauðann í ýmsum myndum, og sagan seg- ir, að hún hafi iðulega látið þræla sína taka inn ýmsar tegundir af eitri, til þess að ganga úr skugga um það, hvert þeirra verkaði geðslegast og væri fljótvirkast. Nú notfærði hún sér þessa reynslu og lét eiturslöngu bíta sig í brjóstið. Geymdi lík í svefnherbergi sínu. 1 svefnherbergi hjá Karli Van Cosel, 70 ára gömlum, fannst nýlega lík, sem reyndist vera af frú Elena Hoyas, sem dó fyrir sjö árum. Við yfirheyrslu játaði Karl, að hann hefði grafið upp líkið, skömmu eftir að það var jarðað, i þeim tilgangi að reyna að vekja það til lífsins aftur með X-geislum. Líkið var allt þakið býflugnavaxi. Maður nokkur hafði skotið pilt, sem var að æfa sig á fiðlu í næsta húsi, að kveldi dags. Hann bar það fram fyrir réttinum, að hann hefði haldið, að það væri köttur. — En þér hafið heldúr ekki leyfi til þess að skjóta kött, sem aðrir eiga, sagði dómarinn. — Já, en ég hélt, að þessi köttur væri svo afskaplega veikur, sagði maðurinn. !__i___: Prestur einn fór í sjóferð, og var að finna að því við skipstjórann, hvað hásetarnir bölvuðu mikið. — Það er ekki nema ljótur vani, sagði skip- stjórinn. — Þegar þeir komast í hann krappan, þá hætta þeir því. Daginn eftir gerði ofsarok, og brytinn köm inn í káetu prestsins. —r Þetta er ægilegt veður, sagði presturiijm. — Bölva hásetamir enn?. — Já, ég held nú það, svaraði brytinn. — Guði sé lof! andvarpaði presturinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.