Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 23

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 23
að þarf sterk bein og mikla hæfileika til að koma sér áfram á leiklistarbraut- inni, hvort heldur sem er á íslandi eða í Englandi. Drífa er sögð búa yfir hvoru tveggja, enda hefur henni gengið vel í bransanum frá því hún útskrifaðist úr leik- listarskóla í London sl. sumar. Hún fór með aðalhlutverkið í ærslaleiknum Margréti miklu sem Kristín Ómarsdóttir samdi sérstaklega fyrir Lundúnaleikhópinn en hann skipa ungir leikarar sem lært hafa í Bretlandi. í febrúar heldur Drífa norður yfir he'iðar en þá hefjast æfingar á leikritinu Nanna systir eftir þá Ein- ar Kárason og Kjartan Ragnarsson og verð- ur leikritið sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég er ekkert smeyk við að leika fyrir norð- an. Hins vegar er ég dauðkvíðin við að sjá þau viðbrögð sem Lundúnaleikhópurinn fær hjá Reykvíkingum," segir Drífa. Æfingar á Margréti miklu standa enn yfir þegar viðtalið er tekið en hún gefur sér þó tíma til að hitta blaðamann Vikunnar á Sólon íslandus. Drifu finnst gaman að fá tækifæri til að leika á íslensku en viðurkennir að hún sé óvön því að takast á við gamanhlutverk. „Ég hef fengið fleiri dramatísk hlutverk. Mér finnst því dálítið erfitt að eiga allt í einu að vera fyndin." í framtíðinni hyggst hún leika jöfnum hönd- um á íslandi og Englandi, enda hefur hún náð enskunni nógu vel til að vera samkeppnishæf við starfssystur sínar í Englandi. Drífa gekk í Arts Educational Schools of London þar sem ekki ómerkari leikkonur en Ása Hlín Svavar- dóttir, Julie Andrews og Jane Seymore stund- uðu nám. Drífu líkaði vel við skólann og átti þar dýrmætan tíma. „Andrúmsloftið í skólanum var mjög hlýlegt og mér fannst ég alltaf vera hluti af stórri fjölskyldu meðan ég var þar. Hvort sem upp komu vandamál í námi eða einkalífi gat ég leitað til kennaranna minna. Mér líkaði líka vel við að búa í stórborginni þrátt fyr- ir að ég fengi alltaf reglulega heimþrá og þráði að sjá fjöll og dali,“ segir Drífa og horfir hugsi á svip út um gluggann. í Bankastrætinu er fólk í óða önn að kaupa inn fyrir jólin. Drífu hefur aldrei fundist hún vera heima hjá sér í Reykja- vík. Hún er alin upp í Mývatnssveit og er dóttir hjónanna Helgu Valborgar Pétursdótt- ur og Árnþórs Björnssonar. Þau ráku Hótel Reynihlíð um árabil. Drífa efast ekki um að foreldrar hennar hefðu fremur viljað að hún legði eitthvað annað fyrir sig en leiklistina þar sem það er ekki mjög fjárhagslega hag- kvæmt. Þeir studdu hana þó í því að láta drauminn rætast. „Frá þvf ég var sextán ára stefndi ég að því að verða leikkona. í menntaskóla fór leiklistarbakterían að grassera fyrir alvöru. Ég var alltaf í stjórn Leikfélags Menntaskól- ans á Akureyri auk þess sem ég fór með hlutverk í leikritunum sem þar voru sett upp.“ Drífa fór meðal annars með hlutverk Bubbu í Bubba kóngi, Siggu í Peysufatadeg- inum og frænkuna í Kertalogi. „Ég var með minnimáttarkennd á tímabili og fannst ég ekki hafa næga hæfileika. Ég velti þvi fyrir mér um tfma hvort ég ætti frek- ar að læra leikhúsfræði eða sviðsstjórn en draumurinn var í raun alltaf sá að verða leik- kona. Sumir þeirra leikstjóra sem leikstýrðu mér í menntaskóla höfðu lært í London og þess vegna ákvað ég að fara þangað í nám. Mig langaði til að fara burt og læra að standa á eigin fótum.“ Leiklistarheimurinn er harður og það eru margir um hituna. Sagt er að það taki að minnsta kosti tvö til þrjú ár fyrir breska leik- ara að fá vinnu eftir útskrift. Drífa var lán- samari en svo. Henni auðnaðist þó að fá umboðsmann eftir að hún útskrifaðist í júlí sl. og litlu síðar fékk hún vinnu. „Mig langaði ekki til að fara heim til ís- lands án þess að láta reyna á það hvort ég gæti fengið umboðsmann en það er mjög erfitt fyrir útlendinga. Ég handskrifaði bréf til 50 til 60 umboðsmanna í Bretlandi og bauð þeim að koma og sjá mig í nemendasýningu skólans þar sem ég fór með aðalhlutverkið. Fjórir umboðsmenn komu til að sjá mig og einn þeirra bauð mér samning," segir Drffa stolt. Fyrstu peningarnir, sem hún vann sér inn sem leikkona, voru fyrir þriggja daga vinnu við kvikmyndina „A Fish Called Wanda 11“ þar sem þau John Cleese, Kevin Kline og Jamie Lee Curtis fara með aðalhlutverk. Drífa var það sem á ensku er kallað „stunt" en það eru aukaleikar- ar sem aðeins sjást óljóst í bakgrunni kvikmyndar. Drífa tekur fram að svo gæti farið að hún yrði klippt út. Reynsl- an er henni þó dýrmæt. „Það var bæði lærdóms- ríkt og skemmtilegt að fá að fylgjast með tökum jafn stórr- ar myndar. Leikararnir voru allir mjög vingjarnlegir og ég komst að því að Kevin Kline lítur enn betur út í eigin pers- ónu en á hvíta tjaldinu!“ í september steig Drífa svo fyrst á svið atvinnuleik- húss í Bretlandi en þá lék hún þjónustustúlku í leikrit- inu The Marriage of Mr. Mississippi eftir Durrenmatt hjá The Back Chat Theater Company í The New End Theatre en það er lítið en vinsælt leikhús í millahverfinu Hampstead. Fékk hún prýðis dóma fyrir frammistöðu sína. Aðspurð segir Drífa það ekki rýra mögu- leika hennar í Englandi að hún skuli nú dvelja í hálft ár á íslandi. „Umboðsmaðurinn minn sagði að öll starfsreynsla kæmi sér vel fyrir mig. Hann lét mig lofa sér því að koma til baka.“ Ástæðan fyrir því að Drífa ætlar aftur til Englands er ekki aðeins starfsframinn. Mark Siddall, enskur unnusti hennar, bfður óþreyjufullur eftir henni handan við hafið. □ Drífa kynntist unnusta sín- um, Mark Siddall, í leik- listarskólanum. Hér eru þau í einu leikritanna sem sett voru upp í skólanum. FRH. AF BLS. 21 um Lengjuna. Sumum leik- urum finnst varhugavert að leika í auglýsingum þar sem áhorfendum gæti dottið í hug kex eða þvottaduft í hvert sinn sem þeir stíga á svið. Kjartan tók starfinu hins veg- ar fegins hendi. „í fyrstu fannst mér hálf- skrýtið að sjá mig í sjónvarp- inu en það vandist fljótt. Það var helst að ég ætti erfitt með að sjá mynd af sjálfum mér utan á strætisvögnun- um.“ Kjartan gekk í Mennta- skólann í Reykjavík og tók virkan þátt í starfsemi Herra- nætur. Leiklistaráhuginn kom niður á náminu og þeg- ar Kjartan var í 5. bekk tók Guðni rektor það til bragðs að banna honum að starfa með Herranótt. Kjartani fannst það mjög sárt og átti erfitt með að kyngja því. „Ég fékk þó að leika vetur- inn á eftir og fór þá með hlut- verk Merkutio í Rómeó og Júlíu. Það er ein besta rulla leikbókmenntanna," fullyrðir Kjartan án þess að blikka auga. „Shakespeare skrifaði leikritin sín þannig að hann skipaði leikhópnum sem hann vann með í hlutverk og lét hann svo spinna textann. Besti vinur hans lék Merkutio og því varð hlutverkið jafn viðamikið og raun ber vitni. Fyrri hluti verksins fjallar að miklu leyti um Merkutio. Shakespeare lætur hann loks deyja til að geta haldið áfram með ástarsöguna. Það þykir mér ekki verra. Öllum leikurum finnst gaman að leika fólk að deyja.“ Kjartan er ekki eini leiklist- aráhugamaðurinn sem hefur látið námið sitja á hakanum til að geta sinnt listinni. Ein- hverju sinni lá við að Árni Pétur, bróðir Kjartans, yrði felldur í þýsku ef hann tæki að sér hlutverk með Herra- nótt. Kjartan segist hafa búið að því að eiga leikara að bróður. Árni Pétur hjálpaði honum til dæmis við að und- irbúa sig fyrir inntökuprófið inn í leiklistarskólann jafnvel þótt hann hafi latt litla bróður sinn þess að verða leikari. „Árni Pétur vildi frekar að ég leggði hefðbundnara starf fyrir mig.“ Hvorki Árni Pétur né Guðni rektor gátu hins vegar haldið Kjartani frá leiklistinni og ekki verður það gert úr, þessu. □ 1.TBL.1996 VIKAN 23 LEIKLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.