Vikan


Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 11

Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 11
aldinna muni þó aldrei hverfa hvernig sem mammon spilar meðokkur. Ef viðfullorðnafólk- ið tökum við jólunum eins og börn, reynum að halda frið við Guð og menn og sýna okkar bestu hliðar, fær jólaandinn að lifa góðu lífi í brjóstum okkar um alla framtíð." lólastemmning í sjón- varpinu Þótt aðeins rúmir tveir ára- tugir skilji leikkonurnar Erlu Ruth Harðardótturog Bergþóru Aradóttur að, þá hefur íslenskt samfélag tekið stökkbreyting- um á þessum tíma. Erla ólst upp f Smáíbúðahverfinu í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratugnum en Bergþóra hefur alið allan sinn aldur í Hafnar- firði. „Ég man að eitt af því sem gerði aðfangadag svo sérstak- an var að allan þann dag var sýnt barnaefni í sjónvarpinu. Stundin okkar var þá eina barnaefnið sem venjulega var sýnt í sjónvarpinu og mynd- bandstæki voru ekki komin til sögunnar. Það voru því algjör „jól" að fá að horfa á teikni- myndir og annað efni í marga klukkutíma í senn. Ég horfði á allt sem sýnt var og skipti þá engu á hvaða tungumáli mynd- irnar voru, ensku, dönsku eða tékknesku, en f þá daga var barnaefnið ekki talsett eins og gert er í dag.“ Erla og Bergþóra hafa báðar gert nokkuð að því að talsetja barnaefni. Bergþóra segist komast í jóla- skap strax í byrjun desember. „Mér finnst undirbúningurinn fyrir jólin afskaplega skemmti- iegur. Það eru allir glaðir og ánægðir og svo er að sjálfsögðu þessi einstaka jólastemmning sem erfitt er að lýsa með orð- um,“ segirhúnog aðspurðseg- ist hún ekki finna fyrir þessu jólastressi sem fullorðna fólkið talar um. „Þú ert svo ung enn þá,“ skýtur Erla þá inn í kank- vís á svip. „Ég man ekki eftir að hafa fundið fyrir jólastressi þegar ég var barn en nú hvilir heilmikil ábyrgð á mér sem for- eldri að láta hátíðarhöldin ganga vel fyrir sig og að ekkert gleymist í undirbúningnum," segir hún og dæsir með leikræn- um tilþrifum. Stöllunum er tíðrætt um há- tíðleikann og kærleiksandann sem fylgir jólunum og Erla seg- ir að sér finnist jólin sameina fólk. „Fólksameinastíjólaund- irbúningnum, fjölskyldan tek- ur höndum saman í piparköku- bakstri og skreytingum og vina- hópar hittasttil aðskera í laufa- brauð eða föndra." Enginn í jólaköttinn Talið berst að jólafötum og Erla fær glampa í augun. „Ég fékk alltaf ný föt fyrir hver jól og oft var saumaður á mig kjóll. Ég man sérstaklega eftir kjól úr mjög fallegu, rauðu flaueli. Þetta var ekta prinsessukjólI með blúndum og púffermum og ég var alveg glerfín í honum. Ég gleymi heldur aldrei silfur- dressinu, glitrandi silfurbuxum og nokkurs konar kjól úr sama efni, ekki ólíkt því sem er hæst- móðins í dag.“ Bergþóra brosir að lýsingum Erlu og segist alltaf fá jólaföt þótt ekki séu þau nú sérsaum- uð. „Ég á reyndar svo mikið af fallegum sparifötum að ég er ekkert viss um að ég kaupi mér sérstök jólaföt í ár, býst heldur við að nota eitthvað að þeim föt- um sem ég á.“ Fylgifiskur þess að fullorðn- ast er að uppgötva að jóla- sveinninn er ef til vill bara til í líki mömmu og pabba og Berg- þóra og Erla hafa ekki farið var- hluta af þeirri reynslu. „Ég hætti hálfvegis að trúa á jólasveininn þegar ég var átta ára,“ segir Bergþóra. „Ég hef nú aldrei sagt mömmu frá þessu en það var þannig að ég var að róta í einhverjum skúffum heima og Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.