Vikan


Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 18

Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 18
í velmegunarþjóðfélagi þar sem allir eiga allt af öllu eru góðar gjafahug- myndir oftast vel þegnar. Vikan vill leggja lesend- um lið og benda á ýmis- legt sem getur nýst vel þegar menn eru alveg að gefast upp og finna ekkert handa pabba, mömmu, afa, ömmu, frænda eða frænku. Hún Hanskar og treflar eru nokk- uð sem allar konur geta notað og fagna yfirleitt alltaf að fá. Mikið skraut getur verið að fallegum hönskum og þeir geta lífgað mikið upp á ann- ars einfaldan fatnað. Sjöl eru mikið i tísku núna og sömuleiðis alls konar skemmtileg samkvæmisveski. Verðið er ákaflega misjafnt, allt frá því að vera fleiri þúsund krónur fyrir vönduð silkisjöl og perluskreyttartöskur niður í um það bil eitt þúsund krónur fyrir ágæta vöru. Handtöskur og seðlaveski eru klassískar gjafir og koma alltaf að góðum notum. Það góða við slíkar gjafir er að þær eru til í öllum verðflokkum og ætti að vera viðráðanlegt vel flestum að kaupa þokkalegt seðlaveski. Fallegir skartgripir gleðja all- ar konur og það eina sem velt- ur á í slíkum tilfell- um er að þekkja smekk kon- unnar sem um ræðir og fataskápinn hennar og velja skart- gripinn eftir því. Góður vasaspegill er nauðsyn- legur í handtöskuna. Margar konur lenda í því að geta ekki varalitað sig á örlagastundu því enginn spegill er við höndina. Fallegur blómapottur, t.d. handmálaður með álímdum steinum er persónuleg ogfrum- leg gjöf. Hann má nota undir margt fleira en blóm. Lítil, óskrifuð bók er alltaf góð gjöf og hana má nota til að skrifa í hugmyndir, Ijóð, heim- ilisföng og símanúmer og hvað sem er. Salatsett, þau eru til lituð, úr tré og beini, stáli eða postulíni allteftirsmekkog þörfum hvers og eins. Hann Stórbaðhandklæði. Karlmenn kunna ekki síður að meta stór og góð baðhandklæði en kon- ur. Því ekki að gefa honum STÓRT baðhandklæði sem er merkt honum einum. Veglegurhnetubrjótur. Honum mun finnast hann mikil hetja þegar hann er kominn með einn alvöru hnetubrjót í hendurnar. Ferðabar handa veiðimannin- um eða golfaranum er einmitt það sem sá þarf sem hugsanlega fær óvænt ástæðu til að halda upp á daginn þegar hringurinn er að verða búinn eða veiðitímanum er lokið. Barnið Mikadó er ekki bara skemmtilegur leikur held- ur þjálfar hann bæði huga og hönd. Mikadóið er sígilt og fullorðnir hafa ekki síður gaman af því en börnin. Litlir rammar eru góð gjöf. í þá má setja myndir af einhverju sem barnið hefur gaman af og fer auðvitað eftir aldri og áhugamálum barnsins. Litlar litabækur, aðeins fáein- ar síður með litlum litakassa Tréleikföng handa litlum börnum er gjöf sem kemur til með að end- ast þeim lífið. Mörg tréleik- föng eru ein- faldlega svo falleg að þau verða skraut uppi í hillu þegar börnin eru hætt að leika sér að þeim. flfi, amma og allir hinir Drekka þau te? Ef svarið er já er ekki ónýtt að fá tesíu sem lítur út eins og tekanna og stendur á litlum diski. Púsluspil handa allri fjöl- skyldunni. Falleg jólarós er alltaf góð jólajgöf og það gerir ekkert til þótt maður fái fleiri en eina. Hvítar jólarósir eru sjaldgæfari en þær rauðu en ekki síður hátíðlegar. Nýtt númeraspjald á húsið? Eða kannski nafniðá sumarbústaðnum? Hægt að fá skemmtilegar léttar plastpiöt- ur, eða þungar málmplöt- ur, skrautlegar emeler- aðar og það má setja hvaða áletrun á þær sem vill. Fallegir rammar eru góð gjöf ekki hvað síst ef þeim fylgir mynd af gefandanum. Góður garðyrkju- maður elskar að skreyta garðinn sinn og nú orðið fæst margt smekklegt og fallegt í garðinn sem örugglega gleður garðálfinn. Skilaboðabox er nokkuð sem gott er að eiga á hverju heimili. Að þeim getur verið mikið skraut og svo er gott að grípa upp úr þeim miða þegartaka þarf niður skilaboð í síma eða láta einhvern vita hvar maður er. Borðalmanak er hægt að kaupa í bókabúðum. Almanak sem fæst í Eymundsson gleður til að mynda með því að daglega má sjá einhver fáránleg og heimskuleg ummæli sem frægt fólk hefur látið út úr sér. Súrsaðir samborgar- ar! Skemm- tilegar fígúrur (hausa) ætti ekki að vera erfitt aðbúatil úrsokkum íöll- um regnbogans litum og sokkabuxum. Notaðu t.d. bómullarhnoðra sem fyllingu og kauptu augu í föndurbúðum og límdu eða saumaðu á. Búðu til nef og munn á kvikindin og settu í krukkur undan sultu, rauðkáli, sósum og öðru þvílíku. Troddu eins mörgum hausum og þú getur ofan í krukkuna og gættu þess að láta andlitin snúa fram. Síðan geturðu keypt kringlótta límmiða og skrifað með falleg- ustu rithönd þinni SÚRSAÐIR SAMBORGARAR og límt ofan á lokið. Þetta er skemmtilegt punt í eldhús og þeir kvikind- islegustu geta geymt krukkuna inni í fsskáp til að hrekkja þá sem kíkja inn í ísskápinn. Gæðakaffi Ef fjárráð eru lítil en gjafþegar margir er hægt að kaupa kaffi til að gefa. Heil- miklu máli skiptir hvaða kaffi er keypt og best að kaupa svokall- að gæðakaffi sem kostar þó ekki meira en frá 300-500 krónur. Þá er hægt að eyða meiru í um- búðir. Gylltur gjafapappír, gull- bönd og -slaufur gefa gjöfinni dýrari blæ, þótt það sé hugur- inn sem skipti máli. Þeir sem drekka kaffi á annað borðgleðj- ast mikiðyfiraðfá dýrindis jóla- kaffi. Munið að kaupa kaffið rétt fyrir jólin því kaffi er ferskvara oggeymist illa í stofuhita. Körf- ur með kaffi og sælgæti eru auð- vitað aðeins dýrari en þykja þó ódýr jólagjöf. Við mælum með Vínarkaffi frá Kaffitári og Mokka Sidamo frá Te og kaffi. Kiljur Innbundnar bækur eru miklu dýrari en pappírskiljur. Innihaldið skiptir þó bóka- ormana öllu máli. Ef viðkom- andi er vel læs á önnur tungu- mál er stundum ódýrara að kaupa erlendar kiljur. Bókin meó svörin Þessi bók hentar jafnt unglingum sem fullorðnum. Segja má að þetta sé partíbókársins. Ef áríðandi spurning brennur á vörum er hægt að opna bókina og sjá: Þar ersvarið! Þessi bók fæsteinnigáensku (a.m.k. í Eymunds- son) og er 1.000 krón- um ódýrari en sú þýdda. 18 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.