Vikan


Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 22
Texti: Hrund Hauksdóttir svona e Hárið yfir hátíðirnar Kvöldgreiðslan yfir jólin og ára- mótin að þessu sinni er snyrti- leg og „elegant". Hvort sem hárið erstutt, millisítt, eðasftt þá er áherslan lögð á að skapa stíl sem fer andlitsfallinu vel og auðvelt er að viðhalda allt kvöldið. Hér koma nokkur ráð frá hárgreiðslumeistaranum Alain Pinon: Stutt hár: ,,Ég mæli með því að hafa hárið „mikið" nema við eyrun þar sem það á að greiðast slétt og þétt upp að hársverðinum og á bak við eyr- un. Þá er ég með í huga stíl Winonu Ryder, leikkonu, sem er látlaus ogfallegur. Ef ykkur lang- ar til að vera sérlega glæsilegar þá er smart að setja gull eða silfurskol í hárið en það næst úr eftir nokkra þvotta. Farið bara ekki yfir strikið og notið einungis lítið af þessum litum og I lítinn hluta hársins." Millisítt hár: „Takið hárið aftur í hnút eða vefj- ið því lauslega upp og festið með fallegri spennu. Þetta er sígild og glæsileg greiðsla sem alltaf er í tísku. Ef ykkur langar í „fjörmeiri" greiðslu, bætið þá þá örfáum hárlengingum við hárið en með því móti verður hárið með rómantfskari blæ en ella.“ Sítt hár. „Takið meirihluta hársins frá and- litinu og látið nokkra lokka falla frjálslega meðfram andlitinu. Skreytið síðan með glitrandi hárskrauti.“ skó- Margir þyngjast um nokkur kíló um jólin sem er ósköp eðlilegt þeg- ar litið er til hversu mikil matarhátfð jólin eru orðin. Hvernig væri því að vera skynsamur þessi jól og gefa gaum að mataræðinu án þess þó að lifa einhverjum meinlætalifnaði yfir hátíðarnar? Það er margt sem er hægt er að gera til þess að njóta dýrindis matar um jólin án þess að bæta á sig aukakílóum. Það er t.d. snið- ugt að nota matreiðslurjóma eða kaffirjóma út í sósur og súpur en þeir eru töluvert fituminni en venjulegur rjómi. Ekki missa stjórn á ykkur og kaupa konfekt í kílóavís heldur aðeins hæfilegt magn. Það er algjör óþarfi að vera með konfekt og sælgæti í skálum út um allt hús á jólunum. Þið getið líka bakað aðeins færri smákökutegundir þessi jólin og hafið ávallt kalt vatn í fallegri könnu á veisluborð- inu. Vatn losar vatn og þeim sem hættir til að fá bjúg er nauðsyn- legt að drekka mikið af vatni. Hamborgarahryggur, sem er afar vinsæll á borðum íslendinga á jólunum, er reykt kjöt og þeg- ar slíks matar er neytt er hætt við aukinni vatnssöfnun í lík- amanum. Malt og appelsín er hefðbundin jóladrykkur á flestum heim- ilum og það er mjög gott að blanda maltið með sykurlausu app- elsíni því það er alveg jafn bragðgott en helmingi sykur- minni drykkur fyrir bragðið. Það er líka bæði skemmti- legt og hollt að fá sér hressandi gönguferð um hátíð- irnar og brenna hitaeiningum á meðan maður virðir fyrir sér fallegar jólaskreytingar húsanna í hverfinu. Það að hafa vaðið aðeins fyrir neðan sig og gera smávægilegar breytingar á mataræðinu yfir jólin skil- arsérörugglega í betri líðan ogheilbrigðari líkama þeg- ar nýja árið gengur í garð. Börn hafa mjög gaman að því að vera með jólasveinahúfur núna þegar styttist óðum í jólin. Litlu krílin verða óneitanlega krúttleg með svona húfur en þær fást víða og eru ódýrar. Foreldrar sem bregða sér í hlutverk jólasveina uppskera örugg- lega mikla gleði hjá börnunum sínum ef þau lauma jólasveinahúfu í skóinn. Meíra í skóínn! Það er sniðugt að sneiða hjá sælgæti og gefa börnunum eitthvað með notagildi í skóinn. Það er t.d. ágætis hugmynd að gefa þeim fallegt jólaskraut til þess að hengja á jólatréð þegar þar að kemur og jafnvel gefa þeim eitt slíkt á dag. Það er ótrúlegt úrval af jólaskrauti til í stór- mörkuðum, blómaverslunum og jafnvel hjá kaupmanninum á horninu. Litlar styttur af englum, hreindýrum og jólasveinum slá örugglega í gegn. Hjá Mánagulli [ Glæsibæ fást Kka fallegar myndir til þess að sauma út með einföldum leiðbeiningum fyrir börn og þær hafa notið mikilla vinsælda. 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.