Framtíðin - 30.06.1923, Blaðsíða 2

Framtíðin - 30.06.1923, Blaðsíða 2
46 F R A M T í Ð 1 N „FRAMTIÐiN“ kemur út tvisvar á mánuði í mánuðunum okt.—júní, og fjórum sinnum á mánuði í mánuðunum júlí—sept. Að rninsta kosti koma út 30. tölublöð á ári. Árgangurinn kostar 3 krónur er greiðist fyrir 1. júlí. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hinrik Thorarensen. Afgreiðslumaður blaðsins er kaupm. Andrés Hafliðason og sé auglýsingum skilaðtil lians eða á prentsmiðjuna. Blað- ið kemur út um helgar. sem er mest verk þeirra sjálfra. Að Svíar sjeu framarlega sem iðnaðarþjóð, sjer maður best á því að athuga >Exportutstállingen.« Sú sýning ber það meó sjer hvað einar 5 miljónir — og það fremur strjálar — geta komist áleiðis með dugnaði og framtakssemi, Þá ber að geta Svensk- Norsk- Dansk- Finskrar-listasýningar. Fyrir dyrum hennar blakta fánar þessara ríkja og saknaði jeg Tjar fánans okkar. Hefi hvergi sjeð hann hjer við hún. Ilt til þess að vita! Að sýningin sje hátíðasýning sjest best á sýningu Gautaborgar sjálfrar. (Göteborg’s Komunalutstálling) sem er í afar mörgum deildum, mjög fullkomin og sýnir vel framþróun og vöxt borgarinnar, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, í síðustu 300 ár-. Pá eru þar sýniugar er sýna vel sögu sjávarútvegs og siglinga frá fyrstu tímum og til vorra daga. Ekki færra en 25 þúsund manns heimsækja sýninguna daglega, og er nú búið að selja um S00 þús- und aðgöngumiða. Vistir geta menn fengið víða líklega á 15 stöðum á sýningarsvæðinu og er þar einn staður sem getur mettað 5000 manns í einu. Vín er veitt þar, en undur má það heita að ölvaður maður sjest hjer varla — annað en t. d. í Kristjaníu, því þar fór maður varla svo um bæinn seinni part dags að maður rækist ekki á fleiri ölvaða mehn. Sýningin og bærinn er öllum sem að því hafa unnið til sóma og vantar hjer ekkert annað en sól og sumar til þess að alt njóti sín, því eins og veðrið hefur verið til þessa, kalt og regn, þá er varla von á að fólk komi langt að. Síldarmarka ð urinn í ár. Pað hefur komið símfrjett um það frá Gautaborg, að boðið sje fram kynstur af saltaðri síld, veiddri í ár, fyrir aðeins 2 2 norska a u r a k í 1 ó i ð, f r í 11 á h ö f n í G a u t a b o r g; þar í auðvitað reikn- að bæði saltverð og tunnuverð. þetta verð er þannig* að láta mun nærri að það sje 12 aurum lægra en nokkur getur selt hjer síld fyrir frítt um borð, til þess að vera skaðlaus, — að slept sje öll- um gróða, og þar að auki hinum ósvífnislega tolli sem allir búsettir sfldarframleiðendur hjer nauðugir viljugir verða að greiða. Nei — um eins eyris gróða er alls engin von! Það er varla hægt að ímynda sjer annað en þetta hljóti að vera útgerðarmenn sem tilboð hafa um styrlc af ríkissjóði eða sveita eða bæjarsjóðum, fyrst svo margir út- gerðarmenn eru um þessar mundir — í ýmsum mynduni — sem fram- boð gera. Sjeu nú frjettir þessar sannar, er útlitið ekki glæsilegt fyrir þeim út- gerðarmönnum hjer, sem komnir eru svo langt með undirbúning út- gerðar sinnar. að ómögulegt er fyrjr þá að að hætta við söltun, ef þeir eiga að halda heiðri sínum óskertum. Peir hafa leigt skip til flutninga á tunnum og salti sem hvorttveggja er keypt og borgað, kaupsamninga hafa þeir gert við veiðiskipin, verkafólk hafa þeir ráð- ið með föstum samningum, svo það getur enginn ærlegur útgerð- armaður, sem svona langt er kom- inn, kipt að sjer henditini og hætt, þó hann feginn viidi — hjeðan af. Alt er þetta að kenna síldarlög- unum alræmdu, er samin voru í Reykjavík af kaupntönnum, sent enga reynslu nje þekkingu höfðu, hvorki á söltun nje sölu síldar, P I a t i n . Bæjarstjórnarfundur var haldinn í barnaskólanum á mánudaginn var. Fyrsta mál á dagskrá, var upp- lestur fundargerða nefnda. Tals- verðar umræður urðu um fundar- gerð rafveitunefndar. Nefndin haíði samþykt, að láta ntæla Selá í vetur og fela Gunnlaugi Þorfinnssyni verk- ið. Atti nú að hafa aðra aðferð við mælingarnar en áður, og sem talin er ábyggilegri. Flóvent hóf fyrstur umræður, sagði hann, að ekki væri eyðandi fje í þetta, því full vissa væri fengin fyrir því, að vatns- magnið í Selá og læknum saman- lagt væri svo lítið, að ekki kærni til mála að fara að virkja [jær. H. Thorarensen talaði um, að mælt hefði verið í að minsta kosti 3 ár áður, og gerði fyrirspurn urn hvaða árangur hefði hlotist af þessum mælingum, og hvernig á því stæði að ekki væri enn fengin full vissa um aflið eftir allan þennan tíma. Spurði hann ennfremur um, hvenær háttvirt bæjarstjórn hjeldi að búið yrði að fullmæla þessar lækjarsprænur, og hve mörg árin í viðbót bæjarbúar ættu að sitja í myrkrinu og hugga sjálfa sig með þvf, »að altaf væri verið að mæla.« Pá kom hann með fyrirspurn um, hvort hr. Rögnvaldur Snorrason útgerðarmaður á Akureyri hefði boðist til að framleiða rafurmagn með motor og selja bæjarbúum. vildi hann, að þessi leið yrði einnig ransökuð. Bæjarfógeti svaraði, og sagði að allar mælingarnar í þessi 3 ár hefðu mislánast, og því þyrfti að mæla enn í vetur. Taldi hann og sjera Bjarni það vera sök Jóns Þorlákssonar verkfræðings, því hann hefði sagt að mæla ætti niðri í dalsbotni, en nú heimtar hann mælingarnar uppi í fjallshlíðihni. — Fundargerð nefndarinnar var síðan samþykt. — Þá kom Jón Guðmundsson fram með tillögu um, að fela raíleiðslu- nefndinni að leita hófanna hjá Rögnv. Snorrasyni hvort hann myndi vilja framleiða hjer rafur- magn með inotor og selja bæjar- búum til Ijósa. Taldi hann þetta

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.