Framtíðin - 30.06.1923, Blaðsíða 3

Framtíðin - 30.06.1923, Blaðsíða 3
FRAMTÍÐIN 41 Ijósleysisástand gjöisamlega óvið- unandi, og að sjálfsagt væri að bæta úr því sem fyrst, og hefði átt að vera búið fyrir löngu. Bæjarfógeti sagðist vera á móti tillögunni, vildi láta athuga málið betur áður en jíiessi ákvörðun yrði tekin. Helgi Hafliðason talaði um, að ekki væri síður ástæða til að athuga þessa leið, yrði tilboðið óaðgengilegt gæti bæjarstjórnin altaf neitað að ganga að því. Hjer væri því ekki verið að gera neina endanlega ákvörðun, heldur aðeins verið að leita fyrir sjer. Tillagan var síðan borin upp og samþykt með 5 at- kvæðum (Jón Guðmundsson, sjera Bjarni, H. Hafliðason, Blöndal, Thorarensen) gegn 4 (Bæjarfógeti, frú Guðrún, Hannes og Flóvent). Pá var kosið í nefndir í stað fulltrúanna Friðb. Níelssonar og Sig. Kristjánssonar. Kosningu hlutu: í Kjörstjórn Jón Guðmundss. með 7 atkvæðum. I fjárhagsnefnd H. Thorarensen með 8 atkv. og S. A. Blöndal með 7 atkvæðum. í brunamálanefnd S. A. Blöndal með 9 atkv. í ellistyd<snefnd H. Hafliðason með 5 atkv. í rafleiðslunefnd H. Thorarensen með 7 atkv. í bókasafnsnefnd H. Thoiarensen með 5 atkv, í hafnarnefnd S. A. Blönda! með 5 atkv. Erl. símfréttir. Gliickstadt dáinn. Etaðsráð Gluckstadt fyrverandi bankastjóri Landmandsbankans er dáinn. Veiktist hann skyndiiega af botnlangabólgu, var fluttur á spít- ala og skorinn upp, en dó daginn eftir. Breskir verkamenn. Á ársfundi sambands breskra verkamanna var borin upp tillaga um að sameinast Kommunistum, tillagan var feld með 2,880,000 at- kvæðum gegn 366 þús. Verka- mannaforinginn Rabet heldur því fram, að Rússar og Rjóðverjar eigi að gera bándalag til sóknar *og varnar gegn stóra bandalaginu. Ruhr má/ið. Rulir málið er mikið rætt. Bretar hafa sent Frökkum fyrirspurn um fyriræilanir þeirra í hjeraðinu, en ekkert svar fengið. Mótþróinn í Ruhr gegn Frökkum heldur áfram, og styður þýska stjórnin hann. Frakkarýta undir skilnaðarhreyfingu, styðja hana með fjárframlögum að því er þýsk og ensk blöð segja. Bandaríkin. Lundúnar blöðin mjög gröm Bandaríkjunum út af því, að yfir- völdin þar hafa lagt hald á innsigl- að áfengi í enskum skipum. Harding forseti lýsir því yfir, að eftirlitinu verði stranglega fylgt. Pýska markið. Frjáls verslun með gjaldeyrir er bönnuð á Þýskalandi. Stjórnarvöld- in sjálf ákveða gengið. Rýska mark- ið hefur þó ekkert hækkað við þessa ráðstöfun. Mikill hiti. Hitar miklir í Bandaríkjunum, um 100 manns dóu á einni viku úr hitaslagi. Etna. Etnu gosunum er lokið. Margir bæir gereyðilagðir og 70 þús, manns heimilislaust. Innl. símfréttir: Bankarnir hækka forvexti upp í 7% frá 1. júlí. Stórstúkuþinginu var slitið á þriðjudaginn. Einar Kvaran var kos- inn stórtemplar. Synodus stendur yfir. Kennaraþing hefst í dag. Gengið: Sterlingspundið 29,50. Dollar 6,55. 100 danskar krónur 113,82. 100 norskar krónur 108,10. 100 sænskar krónur 173,51. Aðalfundur Sjúkrafjelags Siglufjarðar verður haldinn sunnud. 8. júlí í barna- skólahúsinu kl. 2 e. m. Siglufirði 29. júní 1923 Margrjet Jóseftsdóttir pt. formaður. Ný verslun undir nafninu Hekla sem undir- ritaður veitir forstöðu ér opnuð í húsi Rögnvaldar Snorrasonar við Vetrarbraut. f*ar verður á boðstóluin: Matvara allskonar Niðursoðnar vörur Sælgætisvörur Hreinlætisvörur Barnaleildöng Tóbaksvörur Nærfatnaður allskonar Sanngjarnt verð. Lipur viðskifti. Virðingarfylst Jens Eyjólfsson. Siglufjörður. \ V E I Ð 1 á mótorbáta og mótor- skip hefur minkað síðustu dagana. Mótorbátarnir frá Húsavík og ísa- firði er stunduðu þorskveiðar hjer, eru ílestir farnir heim. GOÐAFOSS kom hingað á þriðjudaginn. Með honum komu: ungfrú Elsa Nyman, A. Godtfred- sen útgerðarmaður og bróðir hans Otto Godtfredsen. í S L A N D kom í morgun. Er þetta síðasta ferð Aasbergs skip- stjóra, og í tilefni af því á að halda honum samsæti hjer kt. 6 í dag. S. A. BLÖNDAL kaupmað- ur hefur nýlega verið skipaður þýskur konsúll fyrir Norðurland. SÍLD. M.s. »Æskan« kom inn fyrir 2 dögum, segir talsverða síld úti fyrir. Siglufjarðarprentsiniðja.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.