Menntamál - 01.01.1925, Síða 13

Menntamál - 01.01.1925, Síða 13
MENTAMÁL 59 skipunum sínum. Tvent er þeim nauösynlegast, sem l)er ábyrgö á uppeldi barns. Fyrst þa'ö, aö geta fylgst me'ö í leikjum barn- anna. Ungbörnum er alt leikur, en þeim er leikurinn veruleiki. Þessi kvöö er ekki þung, því aö þaö er hressing fyrir mæö- urnar aö hverfa inn i hugarheim barnanna. Án þeirrar hvíld- ar og ánægju, sem það veitir, hef'öi rnörg móðirin bugast at erfiöi og ofþreytu. Þessu skylt er þaö, aö skilja einstaklings- eöli barnanna. Þaö á ekki sarna aðferð viö öll börn. Aginn verður aö fara eftir eðli hvers og eins. Þaö verður aö halda fast í viö börri, sem eru niikil fyrir sjer. En varast skal aö hemja um of veikgeðja börn. Það tvent verður að fara sam- an, góður skilningur á mun góðs og ills, eins og áður var nefnt, og á einstaklingseðli barnanna. Sennilega er of mikið gert að því lijer á landi að banna; margt er bannað, sem 5 sjálfu sjer er saklaust eða jafnvel l)er vott um táp og fjör. Börnin eiga ekki skilið allar þær ádrepur, ónot og kinnhesta, sem þau fá fyrir aö vera blaut í fæturna eða óhrein. Eins sjálfsagt og ])að er, að börnum sje þvegið og fötum þeirra haldið hreinum, eins sjálfsagt er hitt, að þau óhreinki sig á milli. Margir af bestu barnaleikjum hafa ]>að i för með sjer. f ööru lagi þarf festu og stundvísi í öllu ])ví, er börnum við- kemur. Þær dygðir veröa aö fylgja börnunum úr föðurhúsum. Mikla alúö veröur að leggja við ])að, að láta börn stöðugt hafa nóg fyrir stafni. Börn eru hviklynd en þó starfsöm. Þau þola ekki aðgerðarleysið; ])aö veldur leiðindum og deilum í þeirra hóp. Starf og leikir eru bestu varnirnar móti freisting- um og allskonar óvana. Það er gott uppeldi að veita börnurn snemma þátttöku i flestu ])ví, er snertir heimilið. Það þrosk- ar, að þeim sjeu fengin verkefni, sem þau verða að leysa vel aí hendi. Það elur upp áhuga og sjálfstæöistilfinning. Ávirö- ingar barna skal ekki ræða í þeirra viðurvist. Harðar ákúrur ber og ekki að veita að mörgurn viðstöddum. Æskilegt er, að likamlegum hegningum sje aldrei beitt, en þó er ekki hægt að setja þaö sem fasta reglu. En ef uppeldið væri fullkomið, þyrfti aldrei aö grípa til slíkra óyndisúrræða.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.