Menntamál - 01.09.1926, Side 11

Menntamál - 01.09.1926, Side 11
MENTAMÁL 121 viöurkenningu erlendis og Jón Ófeigsson, mentaskólakennari lýsti a'ð nokkuru í Mentamálum fyrir nokkurum mánuðum síSan. Björn O. Bjömsson. Hjer og þar. íslandskort. ÞaÖ hefir til þessa verið mikið mein öllum þeim, sem fengist hafa viS aS tiema eSa kenna landafræSi Islands, að ekkert íslandskort er til vliS skólahæfi, því þau kort, sem til eru, eru ónákvæm og ófullnægj- andi sem skólakort. En nú eru horfur á, aS úr þessu rætist. Samúel Eggertsson, kennari, hefir gert teikningu af nýju og vönduStt korti, og er þaS gert eftir mælingum landmælingadeildar herforingjaráSsins danska, svo langt sem þær ná, en að öSrtt leyti eftir beztu mælingum og heimildum, gömlum og nýjum, sem völ var á. Þetta verSur stærsta kort, sem gert hefir verið í einu lagi af ís- landi, teiknað eftir mælikvarðanum i : 500000, og tekur lengra á har út en eldri kort, og eru markaSar þar á dýptarlínur með litbrigpum. LandliS er sýnt með litbrigSum, eftir hæSalínum. KennarasambandiS hefir keypt teikninguna með útgáfurjetti aí Sam- úel, og er nú verið að prenta kortiS í Kaupmannahöfn. Herforingja- ráðið danska sjer um prentunina. Kortin verSa þrcnnskonar: Skóla- kort meS nöfnum, nafnlaust skólakort og ferSamannakort meS fjölda merkja og nafna. Þess er vænst, að kortiS verSi fullgert um næstu áramót. Skólanefndir og einstakir menn, sem vilja eignast það, geta snúiS sjer til stjórnar Kennarasambandsins i Reykjavík, pósthólf öió. VerSiS á kortinu hefir enn ekki veriS hægt aS ákveSa. En því má treysta, aS þaS verður svo lágt sem kostur er á. Hetjur. FriSarfjelag Bandaríkjanna stofnaSi til samkepnii meðal skólanemenda um heim allan um ritgerðir um ágætustu hetjur mannkynssögunnar. Um liálf miljón ritgerSir bárust fjelaginu frá 35 þjóSlöndum. Söguhetjuna skyldi velja eftir sálargöfgi, hugrekki og einlægni í þjónustu góðs málefnis og varanlegum árafigri af starfi þeirra fyrir mannkynið. Lang- samlega flestir keppendurnir höfðu ritað um þessa menn: Louis Pasteur, Lfinooln, Kolumbus, Washington, Franklin, Wilson, Florcnce Niglitin- gale, Jeanne d’Arc, Sokrates, Gutenberg, Livingstone og George Stephen- son. Eftirtektarvert er aS dagar herforingjanna virðast vera taldir í

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.