Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 18

Menntamál - 01.12.1936, Page 18
176 menntAmál láta tvö eða í'leiri orð, sem eiga a'ð vera aðskilin, renna :saman i eitt, eða þeir slita í sundur löng orð og gera tvö þar sem eitt á að vera. Af þessu verður ljóst, að fyrir liinum ólæsu mönnum, sem aldrei hafa lært að greina málið í sundur í frumparta, orð og atkvæði, fyrir þeim ■er það málsgreinin eða tákn liugmyndarinnar, sem gildir. Eg þykist hafa tekið eftir samskonar fyrirbrigði hjá ís- lenzkum sjómönnum, er liafa lært að tala ensku, án þess að kunna ritmálið. Og eg minnist þess að hafa lært á þennan hátt setningar í frönsku. Eg lærði að beita setn- ingunni rétt í talmálinu, en kannske fyrst löngu seinna tókst mér að leysa hana upp í orð. Skyldu ekki fleiri liafa svipaða reynslu að segja, er lært hafa erlent mál af vörum þjóðarinnar, sem málið talar? Og þetta er vegur barnanna þegar þau læra að tala móðurmál sitt. Þau læra að vísu fyrst að babbla einstök orð: mamma, habba o. s. frv., en þessi fyrstu orð tákna raunverulega lieilar setningar. Þegar þau t. d. segja mamma, þá meina þau ýmist — marnrna, talctu mig — niamma, gefðu mér að sjúga — mannna, réttu mér leik- fang o. s. frv. Hitt dæmið, er eg vildi nefna, er um svertingjaþjóð- flokk, svo nefnda Golha i Liberíu. Þeir hafa ekki minnstu hugmynd um að mál þeirra sé samansett af orðum. Þeir eru sér aðeins meðvitandi um selningar. Þó eru setning- ar þeirra eins og hjá okkur samsettar af orðum og Ev- rópumenn, sem læra mál þeirra, greina orðin og upp- götva að þau liafa ákveðna og varanlega merldngu. En Gólharnir hafa aldrei gert sér meðvitandi grein fyrir því, að orðin út af fyrir sig væri til, eða að þau hefðu ávallt sömu merkingu, alveg eins og börn, sem nota réttilega erfið orð í sérstöku sambandi, án þess að skilja þau ein út af fyrir sig. v XV. Þessi liáttur skynjunar, eftirtektar, liugsunar og skiln-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.