Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 42

Menntamál - 01.12.1936, Page 42
200 MENNTAMÁL Vilhjálmur Þór er óvenjulegur afbragðsmaður. Enda þótt liann sé ennþá kornungur, þá er hann löngu þjóð- kunnur orðinn sem einn hinn allra snjallasti og stórvirk- asti fjármálamaður landsins. Og nú hefir hann, með því að beita sér fyrir hinum stórliuga menningarfram- kvæmdum og áætlunum K.E.A., skijjað sér i fremstu röð meðal menningarfrömuða þjóðarinnar. Er fágætt, að slíkir koslir fari saman í svo ríkum mæli, og mun mikilla heilla mega af Vilhjálmi vænta, fyrst og fremst fyrir Eyfirðinga, en jafnframt fyrir alla þjóðina. Snorri Sigfússon, skólastjóri, er einn þeirra manna, sem mest hefir að heimavistarskólamálinu unnið. Hefir Snorri á þrennan liátt unnið að málinu. Hann á, svo sem áður er sagt, sæti í stjórn menningarsjóðs K.E.A., og hefir áreiðanlega elcki látið sitt eftir liggja þar, mál- inu til framdráttar. Þá liefir hann, svo sem kunnugt er, unnið að því, að koma allsherjar hreyfingu á heima- vistarskólamálið, með hinu mikilsverða starfi sinu sem formaður fræðslulaganefndarinnar. 1 áframhaldi af því starfi ferðaðist liann um Eyjafjörð og Skagafjörð og munu þær ferðir vissulega liafa átt sinn þátt í því, að vekja hinn almenna og vaxandi áliuga, sem talið er að ríki nú þar nyrðra um þessi mál. Loks hefir Snorri og starfsfélagar hans við barnaskóla Akureyrar í ná- grenni skóíans slcapað aukið og vaxandi traust og trú almennings á starfi og möguleikum barnafræðslunnar. Þá liafa alþingismenn Eyfirðinga, þeir Bernliarð og Einar, lagt mikið og gott til málanna. Þeir eiga, eins og þegar er sagt, báðir sæti, hvorutveggja í senn, í stjórn menningarsjóðs og i stjórn kaupfélagsins. Bern- harð var um skeið kennari og hefir alltaf verið vin- samlegur kennurum á þingi, t.d. í fyrra eindreginn fylgis- maður hinna nýju fræðslulaga. Einar Árnason er for- maður K.E.A. og einhver hinn farsælasti og ágætasti áhrifamaður og leiðtogi Eyfirðinga um langt skeið.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.