Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 46

Menntamál - 01.12.1936, Page 46
204 MENNTAMAL hér á íslandi hef'ðum hitt á rétta meðalveginn, að hafa prófdómara, sem ráða þó ekki úrslitum nema að nokkru Jeyti, og ekki eins miklu og lcennarinn. Þá urðu alllangar umræður um stúdenta og stúdents- próf í sambandi við kennaramenntun. En svo er liáttað á öllum Norðurlöndum, að stúdentar eiga aðgöngu að kennaraskólum, en námstími þeirra mislangur þar. Sumstaðar er fjöldi þeirra takmarkaður í lilutfalli við nemendafjölda kennaraskólanna. Sérstaklega beindust umræður að þvi, hvort heppilegt myndi að gera stúd- entspróf almennt að undirstöðu fyrir kennaranám. Að lokum voru greidd atkvæði um það atriði, og voru allir á móti. Ástæður voru ýmsar lilgreindar, svo sem það„ að margt af því, sem lieimtað er til almenns stúdents- prófs sé kennaranemanda óþarft, aftur á móti vanti margt, sem honum er nauðsynlegt. Þá muni slikt fyrir- komulag útiloka marga frá kennarastarfi, sem reyndust liafa til þess góða liæfileika, kæmi það aðallega niður á sveitafólki. Enn var bent á það, að stúdentar reyndust yfirleitt ekki betri nemendur í kennaraskólum en aðrir. Auk erinda þeirra og umræðna, sem þegar liefir ver- ið drepið á, voru flutt á mótinu nokkur erindi sérstaks efnis. T. d. flutti Byskov fyrverandi kennaraskólastjóri skemmtilegt erindi um stóra og smáa upphafsstafi í dönsku. Eskildsen, Suðurjóti, flutti erindi um landamæri og við hvað sé rétt að miða þau, sérkennilegt og fróðlegt erindi. Stjórnandi mótsins, dr. Ernst Kaper, flutti tvö erindi, annað um Suður-Jótland, hitt um frjálsræði ein- stakra kennara og einstakra skóla. Auk þessara erinda flutti dr. Kaper margar tölur, bæði skammar og langar. Svo mátti segja, að hann væri lífið og sálin í öllum sam- komunum, enda er maðurinn bæði vel gefinn og vel lærður, mælskur og fjörugur. Hann hefir látið sig; skóla- mál Kaupmannahafnar miklu skipta og fylgzt vel með í þeim efnum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.