Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 65

Menntamál - 01.12.1936, Page 65
MENNTAMÁL 223 þá vinnst tvennt, fræðslan og leiknin, sem fæst með því að afla hennar á eigin spýtur. Skólaheimilið. Fræðslustarfið er ekki nema önnur lilið skólastarfsins. Uppeldisstarfið er merkasti þáttur þess, þótt ekki verði dregnar þar línur á milli. Engir skólar hafa betri aðstæður til uppeldisáhrifa en heima- vistarskólar, ef rétt er á lialdið. Skólinn þarf fyrst og fremst að vera heimili, í þess orðs beztu merkingu. Kennarinn er þá heimilisfaðir og nemendur börn lians. Stjórnsemi og umhyggja verða að einkenna heimilið öðru fremur. Börnin koma frá misjöfnum heimilum og eru eins misjöfn í háttfestu og upplagi, eins og þau eru mörg. Þess vegna ríður mikið á festu og lægni heimilis- föðurins, ef vel á að takast. Heimilisreglur eiga að vera fáar og óbrotnar, en stranglega fylgt. Börnin ann- ist sjálf umsjón alla í herbergjum, skólastofu og leik- velli, en kennarinn fylgist með i öllu, gefi bendingar þegar miður fer, og viðurkenni þegar vel tekst. Þess sé vel gætt, að þrifnaður sé í góðu lagi, þvottur líkam- ans, burstun tanna, hirðing fata. Skipt sé um skó í for- stofu. Börnin vinni sjálf að hirðingu herhergja sinna. Hver býr um sitt rúm, þvær herbergi og ganga, legg- ur á borð, þvær upp matarilát og áhöld. Nemendur vinni þessi störf til skiptis, tveir og tveir saman. Kenn- ari í heimavistarskóla verður jafnt að fylgjast með og stjórna lestri, undirbúnings- og tómstundavinnu nemenda, eins og i sjálfum kennslustundunum. Hann þarf þar engu síður að leiðbeina og örfa, sjá um að börn- in vinni óskipt að hverju verkefni, skipta um þegar þörf er á, gera eitt og annað, til þess að létta slcapið, s. s. láta nemendur syngja, lesa upp og glíma við einhver hugðarefni, t. d. undirhúning skemmtana og fl. þess hátt- ar. Það er að vísu langur vinnutími við fræðslu og upp- eldisstarf frá kl. 8 f. h. til kl. 10 e. h., en eg býst við, að kennarar kjósi heldur erfiðið, sem þvi er samfara

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.