Menntamál - 01.04.1945, Síða 12

Menntamál - 01.04.1945, Síða 12
90 MENNTAMÁL helzt orðið að gagni. Slíkt er að sjálfsögðu nauðsynlegt með stórþjóðum, þar sem verið er að búa nemendurna undir líf og starf í margbrotnum þjóðfélögum. Raunar má segja, að þetta sjónarmið sé og fyrir hendi hjá smá- þjóðum, að minnsta kosti að vissu marki, þó að oft sé það svo, að innan smærri þjóðfélaga sé verksvið hvers og eins nokkru víðara en með stórþjóðum. Könnun hæfi- leika og starfhæfni er þó alls staðar jafn mikið atriði. Annars geta nemendur þessa skóla valið um eftirfar- andi námsatriði: Alls konar náttúrufræði, jarðfræði og landafræði. Verzlunarfræði, undirstöðu í hagfræði, vél- ritun og meðferð fleiri verzlunarvéla. Alls konar listgrein- ir, teiknun, myndlist og mótun. Hljóðfæraleik, söng og söngfræði. Handavinnu alls konar, bæði fyrir pilta og stúlkur, meðferð véla og undirstöðuatriði í vélsmíði. — Auk þess er mikil áherzla lögð á íþróttir. Vissar skyldu- námsgreinar eru fyrir nemendur í öllum námsflokkum, svo sem viss stærðfræðikunnátta, móðurmál, saga þjóðar- innar o. fl. En jafnhliða náminu er mikið gert til þess að kenna ungmennunum að nota vel frítíma sinn. Skólinn er svo í sveit settur, að nokkur ástæða er til að gæta þessa sér- staklega. Er að sjálfsögðu við ýmis vandamál að etja í borgarhlutum, þar sem svo margt ólíkt fólk hefur saman að sælda, — fólk, sem sumt hefur ekki ýkja háar siðgæðis- hugmyndir eða mikla menntun. Til þess að vera sem bezt á verði, hefur skólastjórinn komið því svo fyrir, að nem- endur kjósa nefnd pilta, sem hefur það hlutverk með höndum að fylgjast með útiveru nemenda á kvöldin og gefa skýrslu um, ef þeir sjást á stöðum, sem ekki eru taldir heppilegir unglingum. Þetta er eins konar skóla- lögregla, og hefur hún gefizt vel. Hún vakir yfir því, að nemendur komi jafnan vel og drengilega fram og aðhafist ekki neitt óleyfilegt eða ósæmilegt. Brot eru dæmd af sameiginlegum dómi kennara og nemenda.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.