Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 8
114 MENNTAMÁL kennaraprófi 527 karlar og 344 konur eða samtals 871, auk þess 50 stúdentar og 31 með sérprófi í einstökum verklegum greinum. Alls eru þetta 952 eða til jafnaðar fyllilega 24 á ári, miðað við 39 starfsár. Að tölunni til er það góð útkoma. En höfðatalan ein segir ekki allt. Hitt er meira um vert, hvernig þessir nemendur hafa verið, hvernig þeir reyndust hér á skólabekk og hvernig þeir hafa reynzt í starfi sínu síðan. Ég þykist geta borið um það af nokkurri reynslu, þar sem ég hef verið samvistum við kennaraskólanemendur í þrjátíu vetur samtals, ef ég legg námsvetur mína hér við þá vetur, sem ég hef kennt við skólann. Og ég fullyrði, að leitun er á betri og ánægju- legri nemendum en þeim, sem kennaraskólann hafa sótt. Allmargir þeirra hafa horfið héðan yfir í aðra skóla til annars náms að loknu kennaraprófi, flestir við mjög góðan orðstír. Hinir eru þó miklu fleiri, sem leitað hafa síðar til annarra landa til þess að auka kennaramenntun sína. Sum- ir kynnu að álykta þar af, að það sýni bezt, hversu mennt- un sú er ófullkomin, sem þeir fá hér. Ég legg engan dóm á það. En ekki myndi ég frekar kjósa að útskrifa héðan nemendur, sem teldu sig svo fullnuma, að þeir þyrftu engu við sig að bæta. Ég hygg, að hitt sé sanni næst, að það sé íslenzkri kennarastétt til mikils sóma, hve mikið kapp hún hefur á það lagt og miklu til kostað að auka menntun sína samhliða starfinu. Fróðlegt væri að vita, hvað um er orðið alla þá 950 nem- endur, sem hér hafa útskrifazt. En ekki hef ég tök á því. Margir eru horfnir yfir landamæri lífs og dauða. Margir hafa snúið sér að öðrum störfum en barnakennslu, svo sem eðlilegt er. í hópi þeirra, sem haldið hafa áfram námi, eru prestar, málfræðingar, lögfræðingur einn, og margir kenn- arar við framhaldsskóla. Hér við kennaraskólann eru t. d. fimm af föstum kennurum skólans gamlir nemendur hans og útskrifaðir héðan. Síðastliðinn vetur munu hafa verið í kennarastöðum á öllu landinu samtals 467 menn og kon-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.