Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 26
132 MENNTAMÁL ár, þá tók við Ólafur E. Hjaltested, síðar prestur, veitti hann skólanum forstöðu til 1840, þá tók við skólanum Pétur Guðjohnsen og hafði stjórn hans á hendi, unz hann lagðist niður. Einstakir embættismenn og borgarar höfðu for- göngu um stofnun skólans og rekstur. 1862 tók lögskipaður barnaskóli til starfa í bænum í gömlu verzlunarhúsi í Hafn- arstræti. Tveir danskir kaupmenn höfðu gefið bænum hús- ið í þessu skyni. — 1883 fluttist skólinn í nýreist skólahús (nú lögreglustöð), en 1898 flyzt hann aftur í nýtt hús, þar sem enn starfar Miðbæjarskólinn í Reykjavík. Norður- og vesturálmur hússins voru byggðar það ár, en suðurálma 1907. — Skólastjóri frá 1862—1890 var Helgi E. Helgesen guðfræðikandidat, en 1890 tók Morten Hansen, einnig kandidat í guðfræði, við skólastjórn. — Skólagjöld voru greidd fyrir börnin, en frá því voru margar undanþágur veittar. 1898—1899. Skóli var settur 19. okt. með mikilli viðhöfn að viðstödd- um landshöfðingja og mörgum æðstu embættismönnum landsins. Sungið var vígsluljóð eftir Steingrím Thorsteins- son. Ræður fluttu: Halldór Daníelsson bæjarfógeti, form. bæjarstjórnar, síra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, form. skólanefndar og Morten Hansen skólastjóri. Skólastjórinn var eini fasti kennarinn, en stundakenn- arar voru 18 og kenndu u. þ. b. 270 st. á viku. Kennslukaup var yfirleitt 50 aurar um st. Kennslugreinar voru: kristin- dómur (þ. e. biblíusögur og kver), íslenzka (þ. e. lestur og réttritun), reikn., sagnfr., landafr., náttúrufr., danska, enska, söngfr., söngur, leikfimi og teiknun. Teiknun virð- ist hafa verið kennd fyrsta sinn þennan vetur. Sig. Jónsson (síðar skólastj.) kenndi hana. Barnafjöldi var áætlaður 270 um haustið á aldrinum 7 (eða jafnvel yngri) til 14 ára. Skólanefnd skipuðu: síra Jóhann Þorkelsson form., Hall-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.