Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 46
168 MENNTAMÁL upp skyldurækni, fórnfýsi og miskunnsemi, og til að mynda varnargarð gegn eyðileggjandi og niðurbrjótandi öflum bæði meðal einstaklinga og í samfélagi mannanna. En sam- tímis er svo margt í kristinni boðun sem er fráhrindandi vegna þess að það er í andstöðu við svo margt sem þeir telja rétt og satt! Af þessu leiðir eðlilega krafan um að nema hneykslið burtu, en halda kjarnanum, sem gefur kristindóminum kraft. Þess vegna á að boða hina einföldu kenningu Jesú um bræðralag mannanna og annað, sem enginn heiðarlegur maður getur andmælt. Þetta sýnist vera svo einfalt og augljóst. Eini gallinn á þessu — en hann hefur líka úrslitaþýðingu — er sá, að kraftur kristindómsins er ekki í því, sem ekki hneykslar. Sá kraftur sem umskapar menn hverfur frá kristindóm- inum um leið og það, sem er til ásteytingar er af honum numið. Og hinn raunverulegi ásteytingarsteinn er nú, eins og æfinlega Kristur sjálfur, en það er líka hann sem er líf og kraftur kristinnar trúar.“ Þessi orð eru staðfest af margendurtekinni reynslu kristinnar kirkju og nú síðast af áhrifum liberalismans á kristni vestrænna þjóða. En það virðist svo sem íslenzka þjóðin sé öðrum þjóðum seinni að átta sig á þessu, enda mun sú guðfræði, sem ranglega kallar sig frjálslynda óvíða hafa náð eins sterkum tökum. 1 Englandi gengu ný fræðslulög í gildi árið 1944. Um þýðingu þeirra fyrir kristindómsfræðsluna skrifar yfirkennari R. G. Scott Richmond meðal annars: „Framkvæmd hinna nýju fræðslulaga hefur leitt til þess, að héraðsskólastjórarnir víðsvegar í landinu hafa kallað saman kennara og fulltrúa frá ýmsum starfsgreinum mót- mælendakirknanna til að semja hæfilegar námsskrár fyrir kristindómsfræðsluna. í starfi þessara nefnda er undravert samræmi. Enginn skortur hefur verið ámönnum, sem hafa verið fúsir til að fórna tíma og starfi og margar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.