Menntamál - 01.12.1949, Síða 46

Menntamál - 01.12.1949, Síða 46
168 MENNTAMÁL upp skyldurækni, fórnfýsi og miskunnsemi, og til að mynda varnargarð gegn eyðileggjandi og niðurbrjótandi öflum bæði meðal einstaklinga og í samfélagi mannanna. En sam- tímis er svo margt í kristinni boðun sem er fráhrindandi vegna þess að það er í andstöðu við svo margt sem þeir telja rétt og satt! Af þessu leiðir eðlilega krafan um að nema hneykslið burtu, en halda kjarnanum, sem gefur kristindóminum kraft. Þess vegna á að boða hina einföldu kenningu Jesú um bræðralag mannanna og annað, sem enginn heiðarlegur maður getur andmælt. Þetta sýnist vera svo einfalt og augljóst. Eini gallinn á þessu — en hann hefur líka úrslitaþýðingu — er sá, að kraftur kristindómsins er ekki í því, sem ekki hneykslar. Sá kraftur sem umskapar menn hverfur frá kristindóm- inum um leið og það, sem er til ásteytingar er af honum numið. Og hinn raunverulegi ásteytingarsteinn er nú, eins og æfinlega Kristur sjálfur, en það er líka hann sem er líf og kraftur kristinnar trúar.“ Þessi orð eru staðfest af margendurtekinni reynslu kristinnar kirkju og nú síðast af áhrifum liberalismans á kristni vestrænna þjóða. En það virðist svo sem íslenzka þjóðin sé öðrum þjóðum seinni að átta sig á þessu, enda mun sú guðfræði, sem ranglega kallar sig frjálslynda óvíða hafa náð eins sterkum tökum. 1 Englandi gengu ný fræðslulög í gildi árið 1944. Um þýðingu þeirra fyrir kristindómsfræðsluna skrifar yfirkennari R. G. Scott Richmond meðal annars: „Framkvæmd hinna nýju fræðslulaga hefur leitt til þess, að héraðsskólastjórarnir víðsvegar í landinu hafa kallað saman kennara og fulltrúa frá ýmsum starfsgreinum mót- mælendakirknanna til að semja hæfilegar námsskrár fyrir kristindómsfræðsluna. í starfi þessara nefnda er undravert samræmi. Enginn skortur hefur verið ámönnum, sem hafa verið fúsir til að fórna tíma og starfi og margar

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.