Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 34
104 MENNTAMÁI. Um kvöldið sátu gestirnir boð frú Bodil Begtrup sendi- herra ásamt nokkrum íslenzkum skólamönnum, m. a. f ræðslumálastjóra. Daginn eftir, 17. júlí, fóru kennararnir til Krísuvíkur í fylgd með allmörgum kennurum úr Reykjavík og Hafnar- firði og þágu rausnarlegt kaffiboð bæjarstjórans í Hafn- arfirði, hr. Helga Hannessonar. Föstudaginn 18. júlí hófst svo aðalferðalagið, um Suð- urland og upp á Kjalveg. — Farið var um Þingvöll og að Laugarvatni um kvöldið. Á laugardaginn var síðan haldið til Gullfoss, og þaðan sem leið liggur norður yfir Bláfellsháls, að Hvítárvatni og síðan alla leið að sæluhúsi Ferðafélagsins í Kerlingafjöll- um. Þaðan gekk hópurinn inn með jökulgljúfrinu og inn að hinu sérkennilega hverasvæði. Gestir okkar voru hver öðrum duglegri. Þeir sýndu aug- Ijóslega einlægan áhuga í hvívetna og voru hugfangnir af hinni tröllauknu, sérkennilegu f jallanáttúru. — Heppn- in var líka með okkur, veður og skyggni svo gott sem það getur bezt verið. — En harla þreyttir voru ýmsir orðnir, er að Laugarvatni kom kl. 2 aðfaranótt sunnudags. Næsta dag fór hópur af stað kl. 1 norður að Geysi, hreppti ágætt gos og fór svo um Hreppa heim til Reykja- víkur, með viðkomu í Hveragerði. Kennarar í Hveragerði og Selfossi höfðu undirbúið myndarlegt kvöldverðarboð í skólahúsinu. Helgi Geirsson skólastjóri hafði orð fyrir heimamönnum. Ýmsir Dan- anna tóku þarna til máls, rómuðu mjög viðtökur og þökk- uðu íslenzka samferðafólkinu ágæta samfylgd. Þessari ferð inn til fjallanna var nú lokið. Það var skemmtilegt að allmargir íslenzkir kennarar tóku þátt í förinni. Ekki hefði verið hægt að fara þessa för ef skóla- stjóri Laugarvatnsskólans hefði ekki af höfðinglund sinni veitt erlendu gestunum næturgreiða og beina.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.