Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 14
8 MENNTAMÁL félag, sem hann starfar í og fyrir. Auga almennings hvílir ávallt á honum, umvöndunin og kröfurnar, sem gerðar eru til hans, geta verið þvingandi og ósanngjarnar. Hann má aldrei frjálsri hönd um höfuð strjúka, sí og æ er hann með orðum eða bendingum minntur á kennarastöðu sína. Hann má ekki þetta, hann má ekki hitt, það samrýmist ekki stöðu hans. Hann verður að gæta vel að því, hvaða fólk hann umgengst. Sumir gera kröfur til þess, að kennari skipti sér ekki af stjórnmálum, kannske á hann enga stjórn- málaskoðanir að hafa, kannske leyfist honum að hafa skoðanir meirihlutans. Samsvarandi gildir um trúmál. Þar sem slíkt djúp er milli kennara og almennings, er víst, að þessi þvingun og ófrelsi taka mjög á andlega líðan kennarans og geta í sumum tilvikum spillt geðheilsu hans. Þótt kennslustarfið hafi frá þessu sjónarmiði ýmsa ókosti, hefur það líka sína kosti. Þótt kennslustarfið sé þreytandi og reyni á taugar og skapstillingu, veitir það þeim mönnum, sem hneigðir eru fyrir það, ríkulega umb- un. Góður kennari hefur yndi af því að glæða námfýsi barnanna og leiðbeina þeim, í hópi þeirra lifir hann fjöl- margar ánægjustundir, bæði í kennslustofunni og utan hennar. Hann fylgist ekki einungis með hag barnanna, meðan þau eru í skólanum, heldur löngu eftir að þau eru farin þaðan. Þegar hann fréttir um frama og velgengni gamalla nemenda sinna, hitnar honum um hjartaræt- urnar, og jafnvel hinn lítillátasti og hógværasti hugsar sem svo: Kannske hefur hin ófullkomna kennsla mín og handleiðsla átt einhvern þátt í því að gera þennan mann að því, sem hann er. Ég held, að fátt gleðji kennara meir en þegar gamlir nemendur þeirra sýna þeim falslausan þakklætisvott, ég á hér ekki við dýrar og íburðarmiklar afmælisgjafir eða því um líkt, heldur við- mót, sem er runnið frá hjartanu, eins og þegar einhver leitar uppi gamlan kennara sinn og lætur hann finna þakklæti sitt og vináttu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.