Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 30
24 MENNTAMÁL nær 3 eða 4 deildir, þannig að 7 og 8 ára börn eru saman í deild, 9—10 ára saman og 11 og 12 ára. — I heimavistar- skólum eru eldri börnin að jafnaði í tveimur deildum, 10 og 11 ára saman og 12 og 13 ára. Sækir þá ekki nema önn- ur deildin skóla í einu, annað hvort sinn hálfan mánuð hvor deild eða þrjár vikur eða jafnvel mánuð. I heima- vistarskólahverfum, þar sem börn yngri en 10 ára eru tekin í skóla, er þeim jafnan ætlaður einn mánuður á ári, hálfur mánuður að hausti og hálfur að vori. Auk þessa eru yngri börnin stundum kölluð til prófa í skólann ein- hvern tíma að vetrinum. — í einmenningsskólum öðrum koma yngri börnin oft haust og vor á móti annarri eldri deildinni. Um miðbik vetrarins koma síðan eldri deild- irnar sinn daginn hvor. Yngri börnin koma öðru hverju til prófa. Hvern veg gefst þetta fyrirkomulag að láta börnin koma annan hvern dag eða deildir sinn hálfan mánuð hvora? „Það er algerlega komið undir samvinnunni við heimilin," segir námsstjóri. „En þeirrar tilhneigingar gætir engu síður í dreifbýli en bæjum, að menn vilji varpa sínum áhyggjum upp á skólana, að því er varðar nám barna. Má það kallast eðlilegt, þar eð mikill skortur er á vinnu- krafti á heimilum þar alveg eins og í bæjum.“ — Vart hefur orðið þess misskilnings, að fólk telji sveitabörnum litla þörf á skólanámi. Sveitalífið sé svo heilnæmt, að það geti komið þeim í þess stað. Því miður kemur mörgum þessi skoðun í koll. Sveitafólki er þörf á almennri menntun jafnt sem öðrum þegnum í nútíma þjóðfélagi bæði til þess að fylgjast með og eiga þátt í því, sem kringum það gerist, sem og til þess að tileinka sér vinnubrögð eins og þau nú tíðkast.“ K ennsluaðferðir. íslenzkir kennarar eru mjög frjálsir að því, hvaða að- ferðum þeir beita. Telur Bjarni það sérstaklega æskilegt,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.