Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 9 íslenzkir kennarar fengu með nýju launalögunum all- miklar kjarabætur, svo að staða þeirra var fyrst eftir að lögin voru sett miklu lífvænlegri en áður, jafnvel svo, að hún vakti öfund sumra. Þeir hafa stuttan vinnutíma, og langt sumarfrí, sem þeir geta notað til að bæta hag sinn á ýmsan hátt eða til ferðalaga og námsiðkana. Þeir eru í fastri stöðu, svo að atvinnuleysi bitnar ekki á þeim, fram- tíð þeirra er trygg eins og bezt má vera, þeir eiga von á allverulegum eftirlaunum, þegar þeir fyrir elli sakir láta af starfi. Hins vegar verður að játa, að lítil líkindi eru til þess, að kennari verði efnaður af vinnu sinni. Hann verð- ur að láta sér nægja að hafa rétt til hnífs og skeiðar. Og kvæntir kennarar hér hafa, að ég hygg, þrátt fyrir þær kjarabætur, sem þeir hafa fengið, margir hverjir sífelld- ar áhyggjur út af afkomu sinni, þar sem launin hrökkva ekki til þess að framfæra fjölskylduna. Veldur þessu sí- vaxandi dýrtíð, síminnkandi kaupmáttur krónunnar, sem bitnar á þeim eins og öðrum. Verða þeir þá að verða sér úti um alls konar aukastörf, sem eru þeim stundum óljúf, reyna mikið á vinnuþrek þeirra, draga úr áhuga þeirra og getu til að sinna starfi sínu vel. Þótt afburðamenn kunni að geta náð góðum starfsárangri við hin bágbornustu skilyrði, þýðir ekki að blekkja sig með því að halda, að allir kennarar séu afburðamenn. Afburðamenn í kennara- stétt eru sennilega jafnfágætir að tiltölu og afburðamenn í öðrum stéttum. Þar er mest af meðalmönnum, sem geta dugað vel við góð skilyrði, og loks eru þar ýmsir, sem af ýmsum ástæðum ættu að finna sér annað starf. Vegna bág- borinna launakjara hefur sú raunin orðið á, að ýmsir mikil- hæfir kennarar hafa látið af kennarastarfi og farið í aðrar betur launaðar stöður til mikils tjóns fyrir kennarastétt- ina. Allur ytri aðbúnaður, vinnuskilyrði og launakjör kennarans og sambúð hans við almenning orka mjög á andlega líðan hans. Til fárra manna eru gerðar meiri kröf- ur en til kennara, reyndar stundum óraunhæfar og ósann-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.