Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 17
að í þjóðfélagi af okkar tagi, þar sem skólaganga liefst við sex eða sjö ára aldur og lýkur ekki hjá þeim, sem við teljum heppnasta, fyrr en við miðjan þrítugsaldur, er það enginn smáræðis- hluti af ævi einstaklingsins sem lifað er við nám í skóla. Jafnvel þótt við takmörkum hugtakið skólagöngu við það nám, sent lýkur við 18 til 20 ára aldur, er ljóst að þau 12 til 14 ár sem um er að ræða, fara ekki í tóma bið, tóman undirbúning. Skólavistin er lífið sjáll't. Að sjálfsögðu eiga nemendur sér einnig sína tilveru, sitt líf, utan skólans. Sem betur fer er skólinn ekki allt þeirra líf. En til skólastarfsins verja þeir það stórum hluta af tíma sínum og orku, að mjög ríður á, að líf þeirra í skólanum sé heilbrigt, eðlilegt og auðugt. Og heilbrigt og eðlilegt 1 íI: krefst athafnar, sem sé einhvers virði í sjálfri sér, réttlæti sig jafnóðum frekar en eftir langa mæðu. Nú er ekki fyrir J)að að synja, að ljöldi nem- enda — sennilega flestir, ef til vill allir — hafa meiri eða minni daglega ánægju af þeim hluta námsins, sem telja verður til undirbúnings undir líf og starf síðar meir — allmargir að vísu ein- ungis í laumi. Ég vil fyrir alla muni lörðast að gera einhvern algjöran greinarmun á námi sem undirbúningi og námi sem athöfn með eigið gildi, athöfn sem borgar sig jafnóðum. En jafn- vel þótt námið veiti nemendum nokkra ánægju jafnóðum, er hætt við að sú ánægja verði harla einhæf í ílestum þeim skólum, sent við Jrekkjum be/t til. Ef frá eru talin allra fyrstu árin á skóla- ferli íslenzkra nemenda, situr bóklegt nám víð- ast hvar algjörlega í fyrirrúmi. Viðfangsefnin eru fyrst og fremst vitsmunaleg, skírskota til skynsemi nemendanna, og megináherzla er lögð á skilning og minni — sumir myndu segja minn- ið eitt. Nemendur eru mestmegnis óvirkir — kennsla er eitthvað, sem gert er við nemandann, hann er Júggjandi og þolandi — ef hann er þá ekki óþolandi vegna leiða og andlegrar Jtreytu. Eftir Jressar vísvitandi ýkjur ber mér að taka skýrt fram, að i skólum landsins miðar í Jtessum efnum liægt og liægt í rétta átt — í áttina til virkari Jiátttöku nemenda, meira náms og rninni kennslu, frjálsari kennsluhátta, fjölbreyttari vinnubragða. En kjarni málsins er sá, að lijá Jrví verður aldrei kornizt, að minnsta kosti ekki í almennum framhaldsskólum — en einmitt Jrangað liggur straumur nemenda nú — að mikið sé lagt á skynsemi nemenda, rökhugsun og hlut- lægan skilning, að skólastarf Jieirra verði að miklu leyti unnið í orðum. Mér virðist |>ví sent alltaf muni verða þörf á að sjá íyrir námsefni og kennslu sem eykur á fjölbreytnina í skólastarfi nemenda, veitir útrás fyrir fleira en vitsmunalega getu og hæfileika, leyfir huglægari, einstaklingsbundnari, fjálsari athöfn — skapandi athöfn — orðlausa athöln — ekki aðeins fyrir nemendur með sérstaka hæfi- leika — nýtanlega hæfileika — heldur fyrir alla nemendur. Það er á Jjessu sviði sem ég tel að listkennsla — ekki sízt myndlistarkennsla — liafi sérstöku og mikilvægu hlutverki að gegna: að gera líf nem- enda í skólunum heilbrigðara, eðlilegra og auð- ugra. Ég vil ógjarnan gerast sekur um óhóílega einföldun á flóknum hlut, en ég get ekki stillt mig um að lýsa þessu hlutverki listkennslunnar í einu orði sem geðverndarhlutverki. 1 íslenzkum skólum hefir listkennslan ekki fengið Jrað tækifæri sem henni ber til að gegna slíku hlutverki. Það held ég sé éjumdeilanlegt. Ein listanna — skáldlistin — helir að vísu ör- ugga fótíestu í skólunum, enda er hún orðsins list. Reyndin virðist mér liins vegar vera sú, að bókmenntakennslan hafi ekki að teljandi marki gegnt Jjví hlutverki, sem ég heli hér ætlað Iist- kennslunni, ef til vill einmitt af Jjví, meðal ann- ars, að skáldskapurinn er orðsins list. Tónlist hefir einnig hlotið viðurkenningu skólanna — sums staðar |)ó aðeins í orði kveðnu — og mynd- list af einhverju tagi mun vera á námsskrám lægri ské)lastiga. En engan áhugamann um listir Jjekki ég, sem ekki telur að Jtar þurfi um að bæta og við að auka. Annars get ég af eigin raun lítið sagt um listkennslu á öðrum skólastigum en menntaskólastigi. Og Jrar er skemmst frá að segja, að í menntaskólunum er listkennslan sár- grætilega vanrækt — og er þó þörfin á geðvernd ekki hvað sízt brýn í Jreim skólum. Á nemend- um menntaskólanna er að minni reynslu yfir- MENNTAMÁL 163

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.