Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 23
rithönd, þannig á og hver þjóð sína sérstökn handskrift á þessu mikla bókfelli tímans. Enda þótt lilutir og form séu glöggir speglar samtíma sem og liðinnar menningar, standa hin eiginlegu listaverk, sem svo eru nefnd, samt sem óbreytt og talandi tákn um heimsmynd, efna- legar aðstæður, andlegar hræringar og menning- arátök hverrar aldar um sig, og hvers liöfundar sem að þeim vann. Þar hefur straumur tímans ekkert af sorfið. Þar birtist okkur liðinn tími í nútíð, jafnvel sem dagur, sem stund. Þar stönd- um við í sporum manns, sem genginn er fyrir öldum eða árþúsundum, en er þó lifandi í lista- verkinu: Við getum lesið í frjóan huga hans og horft með hugsandi augum hans. Hvaða sagn- ritun á nokkuð sem til slíks sé að jafna. Rétt eins og er um náttúruskoðun, þannig á nautn af listaverkum sér mörg stig. Hægt er að njóta af yfirborðinu einu. Hægt er að gleðjast og hrífast og festa í lmga sér þau forrn sem listaverkið býr yfir, söguna sem það segir eða átökin sem það tjáir. Og enn er hægt að njóta þess og skyggnast samt á bak við, inn í heim þeirra hugmynda sem þar eru að verki, inn í persónugerð höfundarins og margslungna sam- tíð hans. Þar erurn við stödd í lifandi sögu, að vísu ekki einhlýtri, en sem helgast þó af öllum samskiptum tímans, efnalegum sem andlegum. í hverju listaverki býr reynsla kynslóða, ákvörð- un samtíðar og sá vaxtarbroddur nýrra tíma, sem frumleg hugsun er Hvað okkar eigin tíma snert- ir, efast ég um að þeir stormar sem geysa, þau átök kynslóða eða baráttan fyrir nýju gildismati í samskiptum manna, sem nú er háð, eigi sér nokkurn ljósari aldarspegil en listirnar. Að nema slíkar hræringar samtíma síns hlýtur að vera einn Irumþáttur í menntun og menningu hvers manns. Þegar yfir mannkynssöguna er litið, eru skeið hennar ólík að því leyti, að sumum má kynnast að mörgum leiðum og af mörgum gögnum; önn- ur eru svo til óskiljanleg nema með tilhjálp þeirra sjónlista sem eftir standa. Tökum frum- tíma sögunnar, steinöldina eldri. Hvaða gögn eigunt við um hana? Mannfræðilegar rannsóknir af beinum, nokkur steinvopn, skarn, sem sýnir að nokkru leyti mataræði, leifar um líkamsförð- un. Á slíkum heimildum byggist venjuleg skóla- saga. En hinir miklu, almáluðu hellar Frakk- lands og Spánar, Lascaux eða Altamira, þar sem maður þessa tíma stendur fyrir okkur ljóslifandi, í trúarhugmyndum sínum, ótta, vonum og lífs- baráttu, það er skólasögunni sem oftast lokuð bók. Tökurn jarðyrkjutímann, steinöldina yngri: Þar er steingröf með sálargati eða frjósemin kvengerð, eins og Venus von Willendorff, nær- tækari til skilnings á viðhorfi aldarinnar en nokkur heimild önnur sem við eigum. Einhver fegursti vorblómi Evrópu stóð á eyjunni Krít á öðru árþúsundinu fyrir tímatal okkar. Að vísu eru til ritaðar töflur, sem geyma vafalaust mik- inn fróðleik, en letur þeirra er enn óráðið. En þrátt fyrir það stendur þessi voröld okkur lif- andi fyrir sjónum, í fögrum höllum sínum, vegg- málverkum, styttum og leirkerum, svo engin skrifuð heimildasaga gæti þokað okkur nær. Þetta er og lokuð bók í mannkynssögu skólanna. Svo við förum enn nær okkur og lítum á mið- aldir Evrópu: Þar kann skólasagan að vfsu skil á krossferðum, á hundrað ára stríðinu, á sigrum og dauða meyjarinnar frá Orleans, já, og skóla- spekin er nefnd þar sem dæmi um heldur leiðin- lega kreddu, og þó ekki nema nafnið eitt. En hið gotneska borgarsamfélag með himingnæfri dómkikju sinni, einhverju haganlegasta og há- leitasta lífsformi sem nokkur öld hefur búið sér, — Jrað má Jtakka fyrir ef hennar sér stað í lítilli grárri mynd. Slík saga nær engum tcngslum við lífskviku tímans, hún er aðeins staðreyndir sem iijótt þurrkast úr minni og enginn hefur neinu glatað. Að leiðum listarinnar má hins vegar gera líf Jtessa tímabils svo furðulega náið, svo raun- verulegt, að það verður síðan þáttur í vitund okkar, líkast sem við hefðum sjálf hrærzt í Jnöngum miðaldagötunum, lesið dýrlingasögurn- ar af sóllýstum litglerjum kirknanna og sjálf horft, full stolti, á turninn rísa af jörðu til him- ins, frá manni til guðs. Hver skilur rókokótímann, sent hefur ekki í huganum, að minnsta kosti, farið höndum um silki hans, fleygt sér í langstólinn eða snert postulín hans augum? Fyrir þeim sem ekki hefur skoðað myndir Watteaus er hætt við að menúett- MENNTAMAL 169

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.