Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 12
ÁLYKTUN XII. NORRÆNA FÓSTRUÞINGSINS Hið síbreytilega þjóðfélag hefur það í för með sér, að daguistunarstofnanir (dagheimili og leikskólar) gegna re mikilvœgara hlutverki, sem aðstoð við fjölskyldur með börn á for- skólaaldri (0—7 ára) til þess að vcita börnun- um sem bezl alhliða þroskaskilyrði. Þjóðfélagið verður nú að gera gangskör að því að efla slarfsemi dagvistunarstofnana og veita fjármagni til bygginga og umbóta, svo að dagvistunarstofnunum fjölgi og upþeldis- leg starfsemi þcirra þróisl. Frá uppeldislegu sjónarmiði vcrður að gera rnjög mililar liröf- ur lil dagvislunarstofnana fyrir börn, sem eklú geta lalizl nœgilega þroskuð til þess að vera i hóþi. Þingið leggur áherzlu á, að allar dagvist- unarstofnanir hafi sama uppeldislegt gildi og œttu að heyra undir sömu yfirsljórn. Til þess að geta fullnœgt kröfunum um góðar dagvistunarstofnanir er meðal annars nauð- synlegt að hafa nœgilegan fjölda sérmennt- aðs starfsliðs, ckki of stóra barnahópa, hent- ugt leikrýrni utan húss og innan, leikföng og annað fyrir börnin, sem hvetur, örvar, þroskar og kallar á imyndunarafl þeirra og sköpunargleði. Þingið leggur ennfrcmur áherzlu á að nýla beri reynslu og þekkingu fóstra i sarnbandi við uþpbyggingu dagvistunarstofnana svo og við allan rekstur þeirra og stjórn. Ljóst er að mikill skortur er nú á fóstrum á öllum Norðurlöndum. Þess vegna leggur þingið áherzlu á, að menntaðar verði mun flciri fóstrur, en um leið verði þess vand- lega gætl, að fóstrurnennlunin sé stöðugt endurskoðuð og markmiðið setl hátt. Visindalegar rannsóknir á börnum á for- skólaaldri verður að efla og norrcen samvinna verður að halda áfram að þróast. Þörfin fyrir framhaldsmenntun er mjög rnikil meðal fóstra á Norðurlöndum og cetti að vera hœgt að beeta að nokkru úr þeirri þörf á samnorrcenum grundvelli. Þingið álitur það afar mikilvœgt, að litið verði á uppeldisstörf á dagvistunarstofnun- um i nýju Ijósi breyttra tima og þau metin til jafns viö önnur kennslustörf. Þingið vill undirstrika þá ályktun, sem UNESCO ráðstefna haldin i París 1968 gerði, um hlutverk og stöðu kennara. Þar segir: Kennsla er jafn rnikilvceg á öllurn aldurs- skeiðum og nauðsynlegt er að vinna gegn þeirri tilhneigingu að vanmeta kennara yngstu barnanna. * ------ MENNTAMÁL 114

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.