Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 38

Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 38
hætt að aðskilja dagheimilin frá leik- skólunum, til þess að jafna út félags- lega aðstöðu barnanna. Nú byggjum við alls ekki stærri dagvistunarstofn- anir en fyrir 40 börn.“ Og að lokum vil ég geta orða Karin Hauglie, sem sér um innkaup á húsgögnum og leikföngum fyrir barnaheimili Osló- borgar í samráði við forstöðukonurn- ar, en hún sagði, að ekkert væri keypt inn af búnaði annað en það, sem viðurkennt er af fóstrusamtök- unum. María Kjeld, Mér fannst mörg erindi, sem þarna voru flutt, vera athyglisverð, má þar m. a. nefna erindi Egils Viken frá Noregi, sem mér fannst eiga erindi bæði til fóstra og kennara, einkum í dag. Einnig fannst mér bæði skemmtilegt og gagnlegt að taka þátt í hópumræðum, en þar gafst tækifæri til þess að skiptast á upp- lýsingum og kynnast nánar. Sigurlaug Gísladóttir Aðalfundur Fóstrufélags Aðalfundur Fóstrufélags íslands var haldinn 8. nóv. s.l. að Hótel Sögu. Óhætt er að fullyrða, að s.l. ár hafi verið hið umsvifamesta og jafn- framt viðburðaríkasta í sögu félags- ins. Sex félagsfundir voru haldnir á árinu og sautján skráðir stjórnar- fundir. Veigamesta verkefni félagsins var undirbúningur 12. norræna fóstru- þingsins, sem haldið var í Reykja- vík dagana 31. júlí til 6. ágúst. Geysi- mikil undirbúningsvinna liggur að baki svona fjölmennu þingi. Var því mikið annríki hjá stjórn félagsins, sem bar ábyrgð á þeim hluta undir- búningsins, sem fram fór hér á landi. Þakkaði fráfarandi formaður öllum þeim fóstrum, sem lögðu fram vinnu, bæði við fjáröflun og annað, sem að undirbúningi þingsins laut. Sérstakar þakkir hlaut Erla Gunnarsdóttir hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu, en hún veitti stjórn félagsins ómetanlega að- stoð í sambandi við ýmsa fyrir- greiðslu. Félagið hélt jólabasar í Lindarbæ í fjáröflunarskyni vegna þingsins, og skilaði hann góðum hagnaði. Þess má geta, að fjárveit- inganefnd Alþingis veitti Fóstrufélagi fslands 150 þúsund króna styrk vegna norræna fóstruþingsins. Eins og venjulega voru haldnar tvær barnaskemmtanir á vegum félagsins s.l. vor. Ágóði af seinni skemmtun- inni rann til Barnavinafélagsins Sum- argjafar. í febrúarmánuði var haldið námskeið fyrir fóstrur í umferðar- Islands fræðslu fyrir börn á forskólaaldri. Kennari var Margrét Sæmundsdóttir fóstra. Námskeið þetta var vel sótt. Menntamálanefnd Efri deildar Al- þingis sendi stjórn Fóstrufélags ís- lands tvö frumvörp til umsagnar. Voru þau frumvarp til laga um Fóst- urskóla fslands og frumvarp til laga um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila. Ræddi stjórnin bæði þessi frumvörp og sendi Menntamálanefnd álit sitt fyrir þingbyrjun. Stjórn félagsins var sam- þykk báðum þessum frumvörpum og hvatti til þess að afgreiðslu þeirra yrði hraðað í þinginu. Þórunn Einars- dóttir forstöðukona, sem verið hefur i formaður félagsins undanfarin fjögur ár, lét nú af störfum. Voru henni þökkuð mikil og óeigingjörn störf í þágu félagsins og færð gjöf frá fé- laginu í þakklætisskyni. Stjórn félagsins skipa nú: Þorbjörg Sigurðardóttir formaður Svandis Skúladóttir varaformaður Ragnheiður Blöndal ritari Gyða Ragnarsdóttir gjaldkeri Jóhanna Jónsdóttir spjaldskrárrit. í fræðslunefnd voru kosnar: Hrafnhildur Sigurðardóttir Margrét Sæmundsdóttir Bergljót Hermundsdóttir. í ritnefnd „Fóstru“ voru kosnar: Guðrún Friðgeirsdóttir Rán Einarsdóttir Lára Gunnarsdóttir. MENNTAMÁL 140

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.