Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 4

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 4
Birgir Kjaran: NIELS R. FINSEN FYERI HLUTI „Því á ljósi lifað lief ég, ljósiS var mín einkahlíf, blindur, þrotinn gjarnan gef ég gyðju ljóssins þetta líf. Seint og snemma alla œvi undi ég sem barn á strönd, meðan upp úr svölum sævi sólin reis og birti lönd.“ Matth. Jocliumsson ’ ’Niels Finsen Ijóslœlcnir' ‘ Árið 1860. Þórshöfn í Færeyjum er eng- inn stórstaður, aðeins lítið þorp fiski- manna, íbúar 860, ólýstar götur og engin sæmileg höfn. Engu að síður er hún höfuð- staður hinna sautján eyja og aðsetur amt- mannsins, æðsta embættismanns konungs- ins. Á því herrans ári fæddist hjónunum Hannesi Pinsen cand. juris, þáverandi lög- reglustjóra í Þórshöfn og konu hans, Jo- hanne Promann, annar sonurinn, sem skírður var Niels Ryberg. Hannes Pinsen var kominn af einni af elztu ættum Islands, og rakti kyn sitt til Gríms Kamhans, höfðingja í Sogni í Nor- egi, sem fyrstur Norðmanna kom til Pær- eyja. Ilér á landi var ættin rakin til Þórð- ar Bjarnasonar landnámsmanns, er bjó að Ilöfða á Ilöfðaströnd í kringum árið 900. Skjaldarmerki ættarinnar var hvítur fálki á bláum feldi. Ivunnastur af síðari niðjum þeirrar ætt- ar voru dr. theol. Pinnur Jónsson biskup í Skálholti (1704—1789) og sonur hans, dr. Hannes biskup (1739—1796). Báðir lær- dómsmenn miklir ,og kirkjuhöfðingjar- Hannesi Pinnssyni hafði m.a. verið boðin prófessorsstaða við Hafnarliáskóla, og Finnur biskup skrifaði merka kirkjusögu. Til þeirra biskupanna má rekja nafn Pinsensættarinnar. Ilannes Pinsen, faðii’ Nielsar, var fæddur í Reykjavík árið 1828. Ilann var aðeins 30 ára að aldri skipaður amtmaður í Pæreyjum árið 1871 og síðar 4 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.