Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1975, Side 5

Bjarmi - 01.09.1975, Side 5
Frú Guðnason hefur vissulega ekki grunað áhrif þessara ráðlegg- inga. En staðreyndin varð sú, að tekjur mannsins hennar jukust úr 15.00 dölum upp í 45.00 dali á viku, aðeins tveim vikum eftir að ákvörð- un þeirra að halda áfram að af- henda Guði 10% af tekjum sínum. Þegar svo Kristinn hætti störfum hjá fyrirtæki þessu stuttu síðar, voru árstekjur hans orðnar 10.000 dalir sem sölumanns. Nú lá leið hans upp á við. Hann fluttist til Los Angeles, þar sem hann gekk i þjónustu kjólafram- leiðanda nokkurs. Þar lærði hann verzlunarfræðina það vel, að hann gat stofnað sitt eigið firma 1925. Hann varð brátt auðugur maður. Auður hans varð honum þó eigi fjötur um fót, því að hann var jafnframt ríkur í Guði og notaði hinn veraldlega auð til þess að vinna að útbreiðslu Guðs ríkis. Hann tók þátt í safnaðarstarfi kirkju sinnar og gerðist Gídeon- félagi. Gídeonfélagið taldi hann vera beztu félagssamtök, sem hann hefði kynnzt. Þrátt fyrir þau kröppu kjör, sem hann hafði orðið að búa við á ætt- landi sínu, íslandi, fannst honum hann standa í skuld við hina ís- lenzku þjóð. Þá skuld áleit hann sig bezt geta goldið með því að stofna þar Gideonfélag. Hann segir sjálfur svo frá í grein, sem hann skrifaði eitt sinn í blað Gideonfélagsins, sem kemur út mánaðarlega á ensku (lausl. þýtt): „Eftir að hafa starfað að kirkju- og kristindómsmálum um margra ára skeið, gjörðist ég Gideonfélagi. Gideonstarfið er það dásamlegasta starf, sem ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í. Ég hugsaði sem svo: Hvers vegna ekki að stofna Gideonfélag á ættlandi mínu fs- landi? Hvað var þá eðlilegra til að framkvæma þetta en að Gideon- félagi af íslenzku bergi brotinn, bú- settur í Bandaríkjunum, tæki sér ferð á hendur til fslands til þess að athuga, hvað hægt væri að gera’ Ég gerði einlæga tilraun til þess að hafa uppi á slíkum manni, með ótvíræða hæfileika, manni, sem Guð gæti notað til að stofna Gideon- félag þar. Mér til mikillar hryggð- ar gat ég engan slíkan fundið. Eftir að hafa beðið mikið og lesið Guðs orð, komst ég að þeirri niðurstöðu, að Guði þóknast stundum að nota bara venjulega menn til þess að framkvæma vilja sinn. Ég las í I. Kor. 1,26—29: Því að lítið, bræð- ur, á köllun yðar: Þér eruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stór- ættaðir; heldur hefur Guð útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum vitru kinn- roða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika, til þess að gjöra hinum volduga kinn- roða. Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, og það sem ekkert er, til þess að gjöra það að engu, sem er, til þess að ekki skuli neitt hold hrósa sér fyrir Guði.“ Svo heldur Kristinn áfram og segir: ,,Ef til vill getur þá Guð notað mig. Og svo lagði ég af stað til íslands í ágúst 1945, í þeim til- gangi að reyna að stofna Gideon- deild á íslandi. „Þegar þangað kom,“ segir hann ennfremur, „varð ég þess fljótt áskynja, að ég hafði gleymt móður- málinu. Ég hafði varla heyrt það né talað í meira en fjörutíu ár. 'Á íslandi hitti ég fyrir kæran bróð- ur, Ólaf Ólafsson, sem tók mér tveim höndum og tók málaleitan minni sérstaklega vel.“ Svo bætir hann við og segir: „Vissulega var ég þar, þ.e. á íslandi, í veikleika miklum, hræddur og skjálfandi. Ég hélt mér að Guðs orði: Náð mín nægir þér, því að krafturinn full- komnast í veikleika." Félagið var síðan stofnað með 17 meðlimum 30. ágúst 1945. Gideonfélagið er því þrítugt á þessu Herrans ári 1975. Fyrir 10 árum voru félagsdeildir stofnaðar einnig á Akureyri og Akranesi. Félög þessi mynda landssamband. í landssambandinu eru því þrjú félög með samtals 102 meðlimum, 72 í Reykjavík, 17 á Akureyri og 13 á Akranesi. Alls hafa 126 gerzt meðlimir, þar af 3 hætt vegna þess að þeir tóku vígslu sem kristni- boðar og prestur. 3 hafa hætt af öðrum ástæðum og einn flutzt al- farinn af landinu og 17 látizt. Enn eru 15 af stofnendunum á lífi, flest- ir þeirra virkir meðlimir. Þorkell G. Sigurbjörnsson. Úr fórum Bjarna Eyjólfssonar: Kristin kona í nútíma þjóðfélagi n. Mannkynið heíur óneitanlega náð margs konar dásamlegum og dýrmætum árangri á sviði tækni, vísinda og menningar. Kristnir menn — og þá einnig kristnar konur — hljóta að tileinka sér margt af því. Það er skylda kristins einstaklings að fylgjast með. Allt, sem er til bóta, sem lyftir hærra og áfram, ber að notfæra sér. Allt hið heilbrigða í samtíma menningu eru gæði, sem þakka ber og tileinka sér. Kristnir einstaklingar eiga ekki að verða menningar- legar útúrboruverur, sem hefur dagað upph Hins vegar þarf einnig kristin kona óneitanlega að vera á verði. Margt í lífsgæðum nútímans er sálardrepandi og getur orðið til þess að rjúfa eðlilegt og heilbrigt samband okkar og samhengi við lífið og tilveruna og við aðra menn. Við förum hér inn á svið, sem vandi er að fjalla um. Við getum eignazt vissa þekkingu, eða öllu heldur þekkingaratriði, en skiljum ekki það, sem dýpra liggur, af því að við skiljum raunverulega ekki lífið, ráðgátur þess raunveru- lega lifs, þótt við getum virt það fyrir okkur og jafnvel kannað einstök fyrir- brigði þess. Það er ekki ofsagt, að þekking okkar á heiminum, heimsmynd okkar, hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Rannsóknir á hinum ytra heimi og fyrir- brigðum hans hafa blátt áfram leyst upp ýmislegt, sem áður var óhagganlegt 5

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.