Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 8
KONSÓ: Biðjið fyrir kristnum mönnum Konsó, 3. ágúst 1975. Kæru kristniboðsvinir. „Þess vegna, mínir elskuðu bræð- ur, verið fastir, óbifanlegir, síauð- ugir í verki Drottins, vitandi, að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni." I. Kor. 15,58. Með þessum orðum vil ég fá að heilsa ykkur, sem berið okkur og starf okkar daglega fram fyrir há- stól náðarinnar. Það er náð að fá að halda áfram í þjónustunni, heima og úti. Ef Jesús Kristur sjálfur er ekki grundvöllurinn í öllu því, sem við erum og gerum, er allt strit okk- ar gagnslaust. Okkar eigið verk er flekkað af eigingirni og margs konar syndum, þess vegna þurfum við að hylja okkur ásamt öllum beztu verkum okkar með réttlætis- skikkju Krists. Það eitt, sem gert er í honum, stenzt fyrir Guði. Æðsta ósk okkar er að fá að lifa Hlaut fyrirgefningu Kristniboðslæknirinn, Öyvind Sol- berg, sem var um tíma í Eþíópíu, segir svo frá: — Einu sinni í mánuði er farið til sjúkraskýlisins í Konsó, og þá er það nær því ávallt fullt af fólki, yfir 100 meðferðir og margir smáir og stórir uppskurðir. Oft verðum við að halda áfram bæði til klukk- an 8 og 10 til þess að Ijúka störf- um til þess að vera tilbúinn til brottferðar við birtingu. Einu sinni vakti Elsa mig klukk- an 3 um nóttina. Kona hafði ver- ið stungin með spjóti. Þarmarnir lágu úti innan um kvisti og rusl á börunum. Konan hafði fengið taugaáfall og líkamshitinn lækkað. Eftir meðferð við taugaáfallinu hófum við uppskurðinn. Hún var honum til vegsemdar, sem kallaði okkur frá myrkrinu til síns undur- samlega ljóss. Okkur líður öllum vel hér í Konsó og við erum frísk. Það er margt til þess að gleðjast yfir og vera þakklátur fyrir. Nú hlökkum við til þess, að Ingibjörg og telpurnar komi aftur bráðlega. Kristín Skúladóttir er heima í skólaleyfi. Eftir fáeinar vikur fer hún aftur til skólans í Addis Abeba, og að þessu sinni hefur hún með sér systur sína, Ingu Margréti, sem á að byrja í skólanum í ár. Hjálparstarfinu lauk fyrir fáein- um vikum. Við höldum áfram að úthluta mjólk og grautarméli í sjúkraskýlinu handa litlum börn- um, sem þarfnast þess. Ávallt er nóg af slíkum bömum, hvort sem hungursneyð er eða ekki, bömum, sem þjást af næringarskorti eða hafa fengið ranga fæðu vegna fá- fræði. - og fyrirgaf öðrum þunguð og hafði gengið með barn- ið rúma 8 mánuði, og spjótið hafði stungizt gegnum legið, og blæddi mikið úr því. Barnið var dáið og var tekið út með keisaraskurði, 4 göt á smáþörmunum voru saum- uð saman og sárinu lokað. Þegar kom fram á morgun, var hún enn með taugaáfall, en hún náði sér eftir það, er hún hafði fengið hálf- an lítra af blóði frá mér. Það var maðurinn hennar, sem hafði stungið hana. Hún fékk að heyra fagnaðarerindið og tók á móti því, bæði hún og gömul móð- ir hennar. Hún gat lengi ekki fyrir- gefið manni sínum, en eftir löng samtöl við Elsu, sá hún sína eigin synd frammi fyrir Guði, og hún fékk kraft til að fyrirgefa. Regntíminn hefur verið góður að þessu sinni. Um tíma hætti að rigna, þannig að akramir skemmd- ust á nokkrum stöðum, en nú hef- ur rignt vel og lengi, svo að ég held, að uppskeran verði allgóð í ár. Það gleður okkur öll. Sjúklinga- talan á sjúkraskýlinu hefur aukizt mikið á þessu ári. í byrjun ársins voru mörg lítil börn með niður- gang og uppköst. Þessi börn eru oft illa á sig komin, þegar þau koma og þarfnast því sérstakrar meðferðar. Sem stendur höfum við marga malaríu-sjúklinga. Annars fáum við líka margs konar aðra sjúkdóma. Öyvind Solberg, læknir- inn, sem hefur verið í Gidole síð- ustu þrjú árin, er farinn heim til Noregs ásamt fjölskyldu sinni. I stað hans er kominn nýr norskur læknir, sem heitir Petter Klungs- öyr. Hann er giftur, og þau eiga tvö lítil börn. Hann var hér í heim- sókn í sjúkraskýlinu í Konsó í fyrsta sinn. Það kom margt fólk til sjúkraskýlisins þann dag. Það er auðvitað alltaf sérstaklega margt fólk, sem kemur hingað, daginn sem læknirinn kemur. Á hverjum morgni fáum við að boða Guðs orð fjölda fólks fyrir utan sjúkraskýlið. Við trúum því, að eitthvað falli í góða jörð. Biðjið fyrir okkur, að við fáum náð til þess að boða Guðs orð, lögmál og fagnaðarerindi, skýrt og greinilega, svo að enginn vafi leiki á, hvað um er að ræða, eilíft líf eða eilíf glöt- un. Það er mikið í húfi, ódauðleg- ar mannssálir, sem Jesús hefur gef- ið líf sitt fyrir. Æðsta ósk okkar er að fá að uppmála Jesúm Krist krossfestan fyrir augum þeirra, sem hlusta, hann, sem dó vegna misgjörða okkar og reis upp vegna réttlætingar okkar. Margar breytingar hafa átt sér stað á stjórnmálasviðinu hér í landi upp á síðkastið, og ástandið virð- ist verða æ tvísýnna. Ehginn veit, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Þrátt fyrir allt, sem gerzt hefur, hefur okkur ekki verið bannað að boða Guðs orð. Þvert á móti get- um við prédikað eins mikið og við viljum. Enginn hindrar okkur í því. Guð hefur sjálfur opnað dymar inn í þetta land, og við fáum að starfa, þangað til hann lokar dyr- unum. Biðjið mikið fyrir Eþíópíu á þessum tímum. Biðjið sérstaklega mikið fyrir hinum kristnu. Það er 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.