Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 6
Með því oð maðurinn er ein heild, gefo kristnir menn ekki ólitið, oð solin við douð- onn ofklœðist einum líkomo til þess oð klœðost öðr- um. 6 DJAPAAI þá fyrst vandast málið. Mannkynsfræðararnir kenna sína viskuna hver og þekking þeirra flestra virðist rista ákaflega grunnt og oft vera í algjöru ósamræmi við þekktar, sögulegar staðreyndir og nægir í því sambandi að benda á áðumefnda bók Shirley MacLaine. Kristinn monnskilningur Þetta leiðir hugann að kristnum mannskiln- ingi. Að kristnum skilningi er maðurinn ein heild. Hann er ekki skiptur í tvö eðli, líkama og sál. Þegar talað er um líkama og sál, á hvort tveggja hugtakið við heild mannsins. Maðurinn er líkami. En það er líka hægt að segja, að maðurinn sé sál. Hugtökin líkami og sál taka til ákveðinna tengsla. Líkaminn er sýnilegur hluti manneskjunnar, það sem bind- ur okkur stund og stað, hin fyrsta mynd sem við blasir. Sálin merkir líf líkamans, hið lífg- andi afl, samhengið í lífi mannsins, það sem tengir manninn sjálfum sér og sögu sinni frá vöggu til grafar, sjálfið. Og loks getur sálin merkt tengslin, hin lífrænu tengsl okkar við umhverfi okkar og þá tengsl okkar við Guð. Þegar Guð gefur okkur hlutdeild í eilífu lífi, snertir sú hlutdeild sálina. En hvort tveggja líkami og sál er hluti sköpunarinnar. Sem líkami og sál er maðurinn skapaður. Sálin er enginn guðdómlegur veru- leiki, enginn eilífur veruleiki, sem búi um tíma í jarðneskum líkama. Sálin á sér upphaf í lífi hverrar persónu og framtíð hennar er eins og framtíð líkamans í hendi Guðs. Stundum er talað um manninn sem líkama, sál og anda. Sálin merkir þá hið lífgandi afl og samhengi okkar en andinn það sem ákvarðar lffsstefnu okkar og er oft talað um hjartað í sömu merkingu. Andinn eða hjartað er þá hið innsta í okkur. Þegar Guð hefur áhrif á okkur, þá hefur hann áhrif á anda okkar. Þangað ná náðaráhrifin, þar býr trúin. En þar gerist líka uppreisnin og í andanum býr þá vantrúin. Frá andanum ná áhrifin til líkamans: Trúin ber á- vöxt í góðum verkum. Með því að maðurinn er ein heild, geta kristnir menn ekki álitið, að sálin við dauðann afklæðist einum líkama til þess að klæðast öðrum. Líf eftir dauðann hlýtur að taka til heildar mannsins, líkama, sálar og anda og ekki aðeins hluta hans. Kristin von er um alls- herjarendurnýjun allra hluta: „En eftir fyrir- heiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.“ „Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ (2Pt 2.13; Opb 21.4) Hitt gildir líka, að sú hlutdeild í eilífu lífi sem við eigum í trúnni varir við, enda þótt jarðnesk mynd lffs okkar hrörni og deyi. í Fil- ippíbréfinu talar Páll t.d. um eigin, yfirvofandi dauða þannig, að hann sé að fara til fundar við Krist og dveljast með Kristi. En sú tilvera er millibilsástand, uns hinn mikli dagur kemur og Guð leiðir í ljós tilgang sinn með sköpun sína til fullnustu. Þangað til sjáum við einung- is óljóst eða svo sem í skuggsjá: „Nú sjáunt vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá mun- unt vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." (lKor 13.13) Endurholdgun og Diblíon En hvað með staði eins og hjá Matteusi 17. kapítula, þar sem talað er um, að Elía eigi að koma aftur og sé þegar kominn í Jóhannesi skírara (Mt 17.10-13)? Er ekki þar talað um endurholdgun? Nei, því verður að svara afdráttarlaust neit- andi. I fyrsta lagi segir í síðari Konungabók svo frá Elía, að hann hafi ekki dáið, heldur verið hafinn til himins með líkama og sálu (2Kon 2). Því álitu Gyðingar, að Elía væri fær um að stíga niður til jarðar aftur. í öðru lagi var Elía á dögum Nýja testamentisins tákn fyrir spámennina. Gyðingar væntu spámanns sem átti að undirbúa komu Messíasar. Sá spá- maður átti að vera spámaður líkur Elía. Þannig notar Nýja testamentið hugmyndina, þegar það ber saman Elía og Jóhannes skírara. Jó- hannes skírari er í Nýja testamentinu talinn spámaður líkur Elía. En talar Nýja testmentið ekki um endur- fæðingu? Hvað sagði ekki Jesús við Nikó- demus? „Sannlega, sannlega segi ég þér: Eng- inn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.“ (Jh 3.3) Er ekki þarna talað um endur- holdgun? Er ekki þarna gefið fyrirheit um nýja fæðingu til þess að unnt sé að bæta fyrir það sem fórst fyrir í þessu lífi? Nei, svo er ekki. Endurfæðing merkir í Biblíunni og máli kristinnar trúar ekki fæð- ingu sálar í nýjum líkama, heldur endurnýjun okkar til sálar og líkama fyrir iðrun, afturhvarf og trú. Iðrun merkir að velja nýja lífsstefnu, hverfa frá tilteknu líferni og velja annað. Og þar kemur fram enn eitt grundvallaratriði kristins boðskapar: Maðurinn er ekki flæktur í óumflýjanlegt net örlaga, heldur á hann mögu- leika á nýju lífi. Fagnaðarerindið er tilboð um fyrirgefningu syndanna. Það er Guð sem fyrir- gefur syndimar og það merkir, að hann strikar yfir það sem við höfum áður gert og gerir okkur tilboð um nýtt líf hér og nú. Það er einmitt boðskapurinn um afturhvarf, iðrun og trú sem mótmælir hvers konar kenn- ingu um karma og endurholdgun. Það stað- festa einmitt orð Jesú til ræningjans á krossin- um. Þau væru háð, ef Jesús hefði haldið því fram, að ræninginn ætti eftir að fæðast aftur til jarðarinnar í því skyni að afplána refsinguna sem hann hefði til unnið. Nei! Jesús var af- dráttarlaus, þegar hann sagði: „Sannlega segi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.