Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 7
ég þér: í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ (Lk 22.43) Þeim sem iðrast býðst fyrirgefning og eilíft líf. Það fékk ræninginn að skynja. Það er meginboðskapur kristinnar trúar. Endurholdgun og fornkirkjon Hvað með fornkirkjuna? Hvað gerðist á kirkuþinginu í Konstantínópel árið 553? Endurholdgunarhugmyndir þekktust meðal Grikkja í fornöld og menn á borð við Pýþagoras og Platón játuðust þeim í einu eða öðru formi. Þær voru því meðal þess sem kristnir menn mættu, þegar boðskapur kristn- innar breiddist út á hinu gríska menningar- svæði. Það má setja málin þannig upp, að kristnir menn hafi við upphaf sögu sinnar staðið frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar þeim að velja hinn biblíulega hugsunar- hátt og biblíulegu trú, og hins vegar þeim að velja hringrásarhugsun og tvíhyggju. Kristnir menn völdu Biblíuna og höfnuðu sögulausri túlkun tvíhyggjunnar. Þetta val fór fram á kirkjuþingum fornkirkj- unnar. Hið fyrsta þeirra var kirkjuþingið í Ník- eu árið 325. Þar var fjallað um samband Jesú og Guðs og ályktað, að samkvæmt Biblíunni yrði að játa Jesú son Guðs og jafnan Guði föð- ur að eðli til. Árið 553 var kallað til kirkju- þings í Konstantínópel. Það var fimmta kirkjuþingið og megintilgangur þess var að fjalla um samband hins mannlega og guðlega eðlis Jesú. Inn í umræðurnar urn það blönduð- ust deilur, er snerust um eðli sálarinnar í manneskjunni. Nokkur hópur manna hélt því fram, að sálin í mönnum væri eilíf, ætti sér fortilveru, hliðstæða guðlegu eðli Krists. Kirkjuþingið í Konstantínópel taldi þá kenn- ingu andstæða Biblíunni og kenndi á grund- velli Biblíunnar, að maðurinn væri í heild sinni sköpun Guðs. Sál mannsins er því sköp- uð á einstaklingsbundinn hátt og einstök hverjum einstakling alveg eins og líkaminn. Jesús Kristur hafði því ekki aðeins mannlegan líkama, heldur og mannlega, skapaða sál. Endurholdgun var m.ö.o. ekki á dagskrá, því síður útstrikanir úr Biblíunni. Niðurlag Trúin á lifanda Guð ákvarðar afstöðu krist- inna manna til lífs og dauða. I lífinu leitumst við við að tjá Guði þakkargjörð í orði og verki. Mót dauða horfum við í hugdjarfri von og trú, því að Drottinn vakir. Við hrærumst því ekki í endurtekningunni. Eilíft líf er hlutdeild í lífi Guðs sem okkur veitist sem gjöf fyrir trúna. Trúin horfir frant til þess að hlutdeildin verði alger og sigur Guðs á dauðanum verði öllum ljós. Job lét þá von í ljósi þegar um sína daga nteð orðunum: „Eg veit, að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu.“ (Jb 19.25) Páll er enn öruggari enda skrifar hann frá sjónar- horni upprisu Jesú: „En nú er Kristur uppris- inn frá dauðunt sem frumgróði þeirra sem sofnaðir eru.“ (lKor 15.20) Á grundvelli þeirrar trúar treystum við því, að Guð taki við okkur eftir dauðann. Það gef- ur okkur djörfung og von. Með postulanum játum við: „Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kont upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim er elska hann.“ (lKor 2.9). Kristin greftrun fer fram í von og vísar fram til upprisunnar á efsta degi. Kristnir menn trúa ekki á endurholdgun heldur treysta þeir því að Guð taki við þeim eftir dauðann og gefi þeim eilíft líf með sér. BJAPMI 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.