Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.1994, Blaðsíða 10
Eins 09 from kom í síðosto töíubloði Djormo er œtlunin oð efni fjölskyldusíð- unnor hœfi ýmisf yngri börnum eðo unglingum. Efni síðunnor oð þessu sinni er œtloó stálpuðum börnum og unglingum. For- eldror eru somt sem oður hvottir til oð lesa og rœðo efnið með börnum sínum. ERTU MEÐ? Eins er því vor- ið með somfé- lag okkar við Guð sem við eignumst í skírninni. Við verðum oð rœkto og við- holdo því som- félogi. 10 BJAPAAI Flest erum við sem hvítvoðungar í vöggu skírð til kristinnar trúar. Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur í nútíð og framtíð? Skírn I skírninni erum við helguð Guði föð- ur, heilögum anda, sem einnig er nefnd- ur huggarinn, og Jesú Kristi, guðssynin- um. Að vera helgaður einhverjum er að tilheyra honum. Eftir að við erum skírð tilheyrum við Guði. Hjólið og ég Tökum smá dæmi til útskýringar: Eg á hjól. Það tilheyrir mér. Þess vegna fer ég vel með það og gæti þess vel. Ef hjól- ið gæti talað myndi það þakka mér fyrir alla umhyggjuna. Og það myndi gleðja mig enn meir. Fjölskyldon og ég Þar sem við erum fremri hjólinu get- um við þakkað velgjörðir sem fyrir okk- ur eru bornar. Og þar sem við tilheyrum fjölskyldu okkar ræktum við samfélag okkar við hana. Ef við vanrækjum það eigum við á hættu að fjarlægjast þann eða þau sem við höfum átt góðar stundir með. Guð og ég og bœnoversin Annars eigum við á hættu að týna Guði. Sem börn Iærðum við bænavers af foreldrum okkar og stundum afa og ömmu. Við förum með bænaversin áður en við leggjumst til svefns á kvöldin. Sum þeirra grópast svo fast í huga okkar að við kunnum þau jafnvel utanbókar alla ævi. Vertu, Guð faðir, faðir minn, ífrelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.