Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 23
hugmyndirnar komi frá Jerúsalem en fyrirmyndimar úr Hollywood. Þetta getur skapað ákveðin vandamál eins og liggur kannski þegar ljóst íyrir. Ef við hugsum til að mynda um lygina þá kveður siðferðið upp þann dóm að lygin sé röng og hún villi mönnum sýn. Hún er í and- stöðu við vilja Guðs. En hetjan gæti verið á annarri skoðun. Hún telur jafnvel nauðsynlegt að Ijúga, öðruvísi sé ekki hægt að komast áfram í lífinu. ... hvað varð um þær? Hetjuhugtakið hefur verið margbreytilegt í gegnum tíðina. Mér er ekki að fullu kunnugt hvenær and- hetjan varð til. í kvikmyndum byijar að örla á henni um rniðja öldina. Það er merkilegt að hugsa til þess að í fyrstu vestrunum voru „vondu kallarnir" með svarta hatta en „góðu kallanir1' með hvíta. í riddaramyndum hefði það verið ósvífni af hálfu „góða kallsins" að reka sverðið í gegnum andstæðinginn vopnlausan. Slíkt hefði þótt lágkúrulegt. Andhetjan þarf ekki að hugsa um neina riddaramennsku og hún ber ekki hvítan hatt. Hún nær sínu takmarki þó svo að það kosti hagræðingu á sannleikanum og vanvirðingu gagnvart gömlu gildunum. Nú á dögum er andhetjan orðin mjög algeng og vinsælasta áhorfsefnið. Rambo, Van Damme, Steven Segal og John McClane eru allt dæmi um andhetjur. Þeim er ekkert heilagt og leiðin að takmarkinu er alltaf heimabrugguð ráð sem henta sögu- hetjunni. Þó að það kosti að plaffa niður nokkur hundruð manna eða umgangast meðbræður sína á annan hátt með algjöru virðingarleysi. Hetjurnar verða því sjaldgæfari sem hægt er að líta upp til sem sannra fyrirmynda. Þessar andhetjur lifa í heimi sem er ekki raunverulegur. Kannski er það ástæðan fyrir þvi að við þráum að líkj- ast þeim eða vera í þeirra stöðu. Heimur þeirra er laus við ábyrgð og þeir þurfa aldrei að taka aíleiðingum gjörða sinna. Þeir eru ekki hetjur þrátt fyrir að þeir komi stundum illa fram við allt og alla í kringum sig. Nei, þeir eru hetjur vegna þess að þeir niðurlægja og smána bæði allt, er anda dregur, og það sem dautt er. Andstæðurnar togast á Úr því að siðferðið og fyrirmyndirnar eru oft þvílíkar andstæður er ljóst að þær eiga auðvelt með að teygja vel á hveijum manni. Þegar annar fóturinn er lentur í Hollywood og hinn í Jerúsalem þá er að sjálfsögðu komin góð teygja, eitthvað sem minnir jafnvel á splitt eða spígat. Það vita þeir sem reynt hafa að splitt er óþægileg staða og alls engin kjörstaða. Hvað ætli valdi þessum teygjum hjá okkur? Eflaust eru ástæðurnar margar. Ein þeirra er sú að við ráðum ekki alltaf við tilfinningar okkar, við sveiflumst jafnvel fram og til baka eftir þeirra vilja. Það skal tekið fram að tilfinningar eru ekki slæmar í sjálfu sér. Ekki einu sinni sterkar tilfinningar þurfa að vera slæmar. En það að hlýða engu nema tilfinningunum er slæmt fyrir okkur sjálf og eins aila aðra. Sá sem svarar eingöngu kalli tiifinninganna er ekki sjálfráða, hann hefur enga sjálfsstjórn. Hann er leiksoppur. En ég endurtek að tiifinningar eru ekki slæmar í sjálfu sér. Sumar þeirra ætti að styrkja og margar eru vel til þess fallnar að lofa Guð og gera nafn hans dýrðlegt. Hólf eftir hólf Það virðist vera ómissandi þáttur í vest- rænni menningu að búa til hólf utan um allt sem hugsað er. Hver skoðun á sér lítið hólf innan um öll hin. Ég er kristinn í trúmálum, ég styð Sjálf- stæðisflokkinn í stjórnmálum, ég vel hetjumar úr bíómyndum, ég set mann- úðarstefnuna í hugsjónahólfið, a.m.k. þangað til annað kemur í ljós. Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti eitt- hvað sem samræmist ekki trúmálahólf- inu, eða hetjan mín sé alltaf að traðka á því og mannúðarstefnan beri takmark- aða virðingu fyrir þeim niðurstöðum sem þar er að finna þá læt ég það ekkí hafa áhrif á mig. Þetta er dæmi um vestrænan hugsunarhátt. Allt á að vera í sinu hólfi. Ef trúmálahólfið fylltist og það færi að leka úr þvi yfir í hin hólfin, hvað þá? í kristinni boðun heyrist oft sá tónn að við eigum að vera heilshugar og að afturhvarf og endurfæðing séu stór orð sem feli enga málamiðlun í sér. Betra er að vera kaldur en hálfvolgur, best er að vera brennandf í andanum. En hvað þegar að samkomunni sleppir? Er þetta ekki í gildi þá? Ég er þess fullviss að kristin trú er ekki hólfatrú. Jesús vill ekki vera læstur í hólfi og það er fásinna að halda að hægt sé að láta hinn upp- risna í box og iáta hann rísa upp þegar okkur hentar. Hetjan leiðir andstæðurnar til lykta Jesús er hin eina, sanna fyrirmynd og Páll postuli gefur okkur lýsingu á því í hverju fordæmi hans var fólgið i Filippí- bréíinu 2:6-i 1 og viðar. Jesús var hlýð- inn, hann svipti sig öllu, hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur heldur lítiilækkaði sig. í Galatabréfinu taiar Páli um ávexti andans, eiginleika sem Jesús hafði: Kærleik, gleði, frið, langlyndi, gæsku, góð- vild, trúmennsku, hógværð og bindindi. Ávextimir em eitthvað sem kristnir eiga að bera, eitthvað sem kristnir eignast fyrir samfélagið við Jesú Krist. Hetjur kvikmyndanna og poppmenn- ingarinnar eiga engin heilsteypt svör. Ávextir andans eru eitthvað sem þær þekkja ekki. Það síðasta sem maður ætti von á í kvikmynd í dag væri lang- lyndi af hálfu aðalpersónunnar. Friðinn er ekki að flnna þar og hvorki kærleik- urinn né gleðin em sönn. Jesús er frelsari okkar og ekkert vandamál er honum ofviða né óviðkom- andi. Hann vill fá að vera með á öllum sviðum lífs okkar. Hann er hetjan sem leiðir andstæðurnar til lykta. Heimildir: Keyes, D. Beyond Identity. Fyrirlestraröð frá L'Abri, Englandi. MacDonald, A. 1991. Films in close-up. Leicester. Sachs, T.U. 1988 (23. útg.). Now read on, A reading and language practice book. Essex.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.