Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 15
Pierre Barbet telur að neglt hafi verið á milli tveggja beina í álnlið, því ef neglt hefði verið í lófann hefði naglinn rifnað út úr lófanum vegna líkamsþungans. Hugsanlega hefur verið neglt í gegnum úlniðinn en einnig koma tveir staðir í lófa til greina. Fundist hafa naglar sem notaðir voru til krossfestingar og eru þeir um 15 sm langir. handleggjum. Þegar Jesús þrýstir sér upp á ný til að koma í veg fýrir þessa pínu verður það til þess að þunginn færist í naglasárin í fótunum. Aftur líður hann nístandi kvalir þegar naglarnir í fótunum rífa sundur taugarnar á milli beina framristanna. Þegar hér er komið sögu og hand- leggirnir taka að þreytast fær Jesús vöðvakrampa sem leiðir til miskunnar- lauss, ákafs sársauka. Vegna krampans er Jesús ófær um að þrýsta sér upp á ný. Hann hangir því á höndunum og brjóst- vöðvarnir eru lamaðir og millirifja- vöðvarnir geta ekki starfað. Hann getur andað að sér en ekki frá sér. Jesús reynir af öllum mætti aó stíga í fæturna til að geta náð einum stuttum andadrætti. Lungun og æðarnar fyllast af koltvísýr- 1 ngi og krampinn dvínar aó hluta. Því getur hann spyrnt í fæturna og andað 'nn súrefni í lungun. Jesús hefur nú klukkustundum saman liðió takmarkalausar þjáningar og ekki minnka þær þegar sundurtætt bak hans nuddast upp og niður eftir grófum krossinum. Þá hefst ný þjáning. Hræói- legur sársauki djúpt í brjóstinu þegar gollurhúsió fyllist hægt og rólega af blóðvatni og byrjar að þrýsta hjartanu saman. Blóö- og vökvamissir hafa náð hættumörkum, samanþjappaó hjartað reynir aó dæla þykku, silalegu blóði til vefjanna og ofreynd lungun gera ör- væntigarfulla tilraun til aó ná inn smá súrefni. Uppþornaðir vefirnir senda boð til heilans. Jesús kallar hárri röddu: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!“ Jesús var dáinn. Læknar telja dánarorsök vera tvíþætta. Annars vegar líkamlegir áverkar og hins vegar lost sem afleiðingu blóð- og vökva- taps. Benda þeir á að blæðing úr baki sé stöóug allan tímann vegna núnings vió krossinn. Hvorki verður andlegri né líkamlegri þjáningu frelsarans lýst meó orðum. Enn síður þeim sigri sem af henni hlaust. Friðþægingin er kraftaverk sem okkur býðst til að taka á móti sem gjöf Guós. Frelsió er yndislegt. Jesús lifir! Sekt þá sem lögmál setti mér saklaus borgaðijesús hér. Það missti sína makt í því, mig verður nú að láta frí. Dauðans broddur var brotinn þá; burt hans fangelsi slapp ég frá. (Úr Passíusálmum) Heimildir: Pierre Barbet, A Doctor at Calvary, New York: P.J. Kennedy&Sons 1955; Image Books, 1963. FrederickT. Zugibe, Sindon N. S., Quad. Nr. 8, Desember 1995. C. Truman Davis, Crucifixion..., Arizona Med- icine, Mars 1965, Arizona Medical Associ- ation. William D. Edwards o.fl., The Journal of the American Medical Association, Mars 1986. Várt Land, 29. mars 1996. Encyclopædia Britannica. Teikningar: Eiríkur Ingi Böóvarsson og Alda Björg Lárusdóttir 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.