Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 26
Kyrrðarstundir mí „En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleói, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværö og bindindi" (Gal. 5:22-23). Hefur nokkur of mikió af því sem hér er talið upp? „Sá sem hefur boóorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða afföður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálf- an mig“ (Jóhannes 14:21). Hversu mikil- vægt er okkur lifandi, daglegt samband við Guð? Getum við notað sem mæli- kvaróa þann tíma, orku og áhuga sem beinist að því að leita Guðs í orói hans og fylgja honum? „Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki vió menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, vió heimsdrottna þessa myrkurs, við anda- verur vonskunnar í himingeimnum“ (Ef. 6:12, einnig v. 13-18). Það er andlegt stríð mitt á meðal okkar. Hver fer í stríó án þess að hafa sverðið merðferðis? Það er eins með Guó og aðra vini að ef við viljum vaxa í samfélaginu við hann verðum við að eyða tíma með honum. Ein leið til þess að byggja upp samband- ið er aö hafa daglega kyrrðarstund með Curtis P. Snook honum. Hann talar við okkur fyrst og fremst í orði sínu. Við tölum vió hann í bæn. Gott er að finna rólegan stað þar sem er næði. Tímasetningin getur verið breytileg en oft er morgunninn bestur áður en annir dagsins hefjast. Við lærum aö njóta þess aö lesa Biblíuna. Við erum fákunnandi í byrjun en förum svo að njóta og hlakka til. Best er að nota stutta stund í byrjun og lengja tímann þegar áhuginn vex. Til er einföld áætlun frá svonefndum Hafn- sögumönnum (Navigators). Henni fylgir lykiloróið „ACTS“ (Postulasagan, á ensku); Adoration (lofgjörð) er að segja Guði hvað þú elskar hann og nefna sér- kenni hans, t.d. fara með einn af Sálm- unum (2,5 mínútur); Confession (skriftir) er að játa syndir (1 mínúta); Thcmksgiving (þakkargjörð) felur í sér að þú veltir fyrir þér hvað Guó hefur gert fyrir þig og þakkar honum (2 mínútur); Supplication (beiðni) er bæn, fyrst fyrir öðrum og síð- an fyrir þér (1,5 mínútur). Dæmi um vers sem má nota eru: A. Sálm. 100, Sálm. 147:1-6; C. I.Jóh. 1:8-9, Sálm. 51:1-4; T. Lúk. 1:41, Fil. 4:4-7, Sálm. 105:1-5; S.Jóh. 15:7, Harml. 2:19, Sálm. 55:22. Það sem er dýrmætt í Biblíunni er eins og falinn fjársjóður og sá sem finnur sjóðinn verður ríkur. Hversu djúpt kaf- arðu í Biblíuna? Einföld leió til að grafa dýpra er aó hugsa um þrjár spurningar: 1. Hvað segir orðió? 2. Hvað er átt vió? 3. Hvaða máli skiptir það fyrir mig? Önnur leið til þess að greina hversu djúpt við leitum í orðið er að hugsa um hönd sem við notum til þess að grafa: Curtis P. Snook er lceknir á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.