Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 16
Heimsókn á Alfa-námskeió í Kirkjulundi Alfa-námskeiðin eiga upphaf sitt að rekja til Englands. Fyrir rúmum 20 árum hóf presturinn Charles Marnham að kenna þau við Holy Trinity Brompton kirkjuna í London. Námskeiðin hafa síðan breiðst út víóa um heim og í byrjun árs 1996 var fyrsta námskeióið haldió hér á landi undir leiðsögn Ragnars Gunnarsson- ar í Biblíuskólanum við Holtaveg. Nú er námskeiðið kennt víðar hér á landi, m.a. í Keflavík. Þegar þetta er ritað er sjötta námskeiðið haldið þar í bæ. Áhuginn á námskeiðunum hefur farið vaxandi og nú eru um 80 manns skráóir. Námskeiðin hafa öll verið kennd í safnaðarheimilinu Kirkjulundi sem er gamalt íbúðarhús er stendur fyrir neðan kirkjuna. Nú er fjöld- inn á námskeiðinu svo mikill að Kirkju- lundur fer aó verða of lítill. Það er greinilegt að hér er eitthvaó merkilegt á ferðinni og því fór tíðinda- maður Bjarma á Suðurnesjum að forvitn- ast um málið. Hann mælti sér mót við tvo Viótal: Henning E. Magnússon af umsjónarmönnum námskeiðisins: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason og Ragnar Snæ Karlsson (en þeir hafa ásamt konum sín- um, þeim Laufeyju Gísladóttur og Málfríði Jóhannsdóttur, borið hitann og þungann af námskeiðunum). Þeir voru á stanslaus- um þeytingi á meðan á námskeiðinu stóð en gáfu sér tíma eftir á til að ræða við sendiboðann í einu af notalegu risher- bergjunum í Kirkjulundi. Hvernig stóð á því aö þið hófuð aö halda Alfa- námskeiö hér íKeflavíkurkirkju? Ragnar veróur fyrir svörum: „Við vorum búnir að reyna ýmis námskeið áóur, t.d. bænanámskeið. En síóan heyrðum við um Alfa og vorið 1997 var ákveðið að reyna aó byrja með námskeið um haustió og nota sumarið í undirbúning. Við heyrðum af því hjá Ragnari Gunnarssyni sem var þá búinn að vera með það á Holtaveginum. 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.