Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 5

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 5
ÆSKAN Tvisvar hefur annar skórinn lians setið fastur i leðjunni, og nú er hann jafnforugur innan og utan. Illilegur mývargur suðar í kringum liann, og svo þegar hann lieyrir nokkrum sinnum einliver undarleg hljóð, annaðlivort urr eða ýlfur, þá er lionum öllum lokið, og hann snýr við. Hann grunar, að þarna séu villidýr á sveimi, og það er ærið nóg. Hann getur ekki hlaupið. Taskan er þung, liann er með hælsæri á öðrum færi og er alltaf að missa annan slcóinn. En hann klifrar og hoppar og bröltír áfram. Allt í einu sér hann það, sem kemur honum til að standa eins og negldur niður, stíðrnaður af skelfingu. Risavaxin slanga reisir sig ógnandi rétt framan við liann. Hann þekkir það á flata, breiða liálsinum, að þetta er gleraugnaslanga. Hann sá í skólanum litla slöngu af þessu tagi geymda í vinanda, en þessi er fimmfalt stærri. Hún þokast í átt til lians, vaggar liöfðinu og það er kalt og grænleitt blik í augunum. Úlli æpir upp, stekkur til bliðar, kastar töskunni i kvikindið og þýtur burt í ofboði. Hann hrasar, dettur og bröltir á fætur. Ekki þorir liann að líta við, en er viss um, að slangan er á hælunum á honum. Hann sér tré, sem hann getur klifrað upp í, og þykir öruggara þar en á jörðu niðri. Tréð er vafið sterkum klifurjurtum, og eftír andatak er hann kominn alla leið upp undir þétta blaðkrón- una. Ekki þykist hann óhultur samt. Geta slöngur ekki klifið upp i tré? En hann sér vel yfir úr tí*énu, og enn sér liann enga slöngu nálgast. Hann er milli vonar og ótta. Ef hún kemur, lem ég hana í hausinn með myndavélinni, hugsar hann. Nei, slangan kemur ekki og lionum verður rórra. Hann þorir þó með engu móti að fara niður úr trénu, því að nú hefur hann grun um hætt- urnar, sem eru þar á hverju strái. — Nú hef ég gert lögulegt axarskaft, hugsar hann með sér. Hér húki ég i lián tré langt inni i frumskógi, og verst er, að enginn veit, livar ég er niður kominn. Hanni heldur, að ég sé hjá Peter- son, og Peterson býst sjálfsagt við, að ég hafi ekki komið með lestínni. Og hér verð ég líklega að hanga, þangað til ég sálast úr hungri, því að ekki þori ég niður til slöngunar, svo mikið er víst. —- Nú litur Úlli á klukkuna. Hún er sex. — Nei, er ég búinn að flækjast þennan óratíma. Og livað ég er hungraður! Og nú sker sulturinn hann innan og hann langar sáran í kræsingarnar hjá Backmann, súrmjólk og smurt brauð. Og svo er hann dauð- þyrstur eftir gönguna í hitanujn. Þetta er tígrisdýr, og það sniýgur beint að trénu. í fyrstu finnst honum fara sæmilega um sig uppi í trénu. Hann situr eins og i stól, því margar greinar kvíslast út frá sama stað í ofanverðum stofninum. En brátt fai-a þær að skerast upp í botninn á honum, liann sviður í hælsærið og lirufl- ur, sem hann hefur fengið af kjarrgreinum og klifurviðjum, og mývargurinn er nærgöngull. Það er liúm í skóginum. Aðeins á stöku stað brjótast grannir geislastafir i gegnum laufþykknið. Sífellt heyrir hann kynleg hljóð eða ýlfur, og' liann hryllir upp er liann hugsar um, frá hvaða óargadýrum þau stafi. Einu sinni sér liann brönd- óttum skrokki bregða fyrir fáa metra i burtu. Það er of skuggsýnt til þess að greina þetta gerla, og það er liorfið i næstu andrá. — Tígrisdýr, hugsar hann, og kaldur sviti sprett- ur út um hann allan. Hann heldur, að tígrisdýr klifri í tré, og nú sé honum bani búinn. Hann lieldur dauðalialdi um ljósmyndavélina, eins og hún væri haldgott vopn gegn slíkum óvini. Nýi linífurinn hangir við buxnastrenginn. Hann dregur hann úr skeiðum. Ég skal selja lifið eins dýrt og unnt er, hugsar hann dapur. Það stendur víða í 25

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.