Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 17

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 17
ÆSKAN ur ut, sá ég ógerla grimma og hamstola viðureign rétt hjá skemmunni. Ég sá Bröndu berjast við stóran, gráan fugl og sá leikinn berast nokkurn spöl út á túnið. Þetta var fálki. Allt þetta skeði í einu vetfangi. Fálkinn hafði rennt sér úr liáa lofti niður til ungamóðurinnar og ætlaðí að hremma annaðhvort hana sjálfa eða ungana. En af ein- hverjum ástæðum hafði Branda orðið hans vör, nógu snemma, og stokkið á hann á réttvi stundu. Skemmuveggurinn var ekki nema sem svaraði tveim til þrem metrum frá haugstæðinu, svo að stökkið hafði reynzt kisu leikur einn. Nú sátu klær kattarins fastar i holdi fuglsins. Fálkinn barðist um og reyndi að losa sig, en Branda var bæði grimm og sterk og auk þess hvort tveggja i senn, þung og liðug. En fálkinn liafðí líka hvasst nef og hræði- legar klær, og á meðan kisa reyndi að ná öruggu taki ineð kjaftinum, einhvers staðar á búk fugls- ins eða liálsi, lijó hann og tætti óvin sinn eftir megni. Fiður rauk og blóð streymdi. Hvorugt skorti heift né g'rimmd. Ég hafði ekki staðið aðgerðarlaus, heldur hafði ég gripið vænan göngustaf og liljóp nú á vígvöli- inn til liðsinnis við Bröndu. Ég þaut fram hjá ungamömmunni, sem kúrði undir skemmuveggn- um með ungana undir vængjum sínum. En áður en ég liafði komizt til að verða þátt- lakandi i þessum hildarleik, liafði fálkanum tek- izt að losa sig og fljúga burt á þeim fáu fjöðrum, sem eftir voru á líkama hans. Ég reyndi að hand- sama Bröndu til að atliuga sár hennar, en það reyndist mér ómögulegt. Hún forðaðist að lála nokkurn koma nálægt sér og liélt sig ekki heima við bæinn það, sem eftir var dagsins. Ég vissi, að liún hlaut að vera mikið meidd, en ég fékk aldrei að vita, hvað mikið. Næsta morgun var Branda horfin, og' við héldum að hún hefði lagzt til hinztu hvíldar. Sumarið leið .... Það var seint um haustið, að ég hafði verið að flytja áburðarhestana út fvrir tún. Ég lineppti beizlin í kippu og hengdi þau í fjárhúsin, þar sem þau voru vön að hanga. En þá mundi ég cftir þvi, að ég liafði, i enhverju ógáti, fyrr um daginn, gleymt vettlingunum mínum i fjárhússjötunni, og hugsaði sem svo, að bezt væri að taka þá nú. Það sparaði ómak. Ég var að vísu talsvert myrkfælinn, og i húsinu var allt skuggalegt. Ég lét það þó ekki á mig fá, en þreifaði mig áfram inn með jötunni, þangað til ég fann vettlingana, en þegar ég var að fara til baka aftur, sá ég lýsa í tvö augu í myrkrinu. Síðan man ég' alltaf hvernig augu kattarins lýsa i myrkri. Ég fór að rýna í myrkrið, því a'ð nú gleymdist mér öll myrkfælni á svipstundu. Smám saman skýrðist allt fyrir mér, þegar augu mín vöndust myrkrinu. Já, það var ekki um að villast, þarna lá Branda og hringaði sig i ilmandi heyinu og var. Þær, sem henni vannst ekki tími eða lyst til, horfði á mig. Ég kallaði á liana, eins og ég var vanur og' færði mig nær, tók liana í faðm mipn, þrýsti mjúka skinninu að vanga mínurn, eins og ég liafði svo oft gert, og grét yfir samfundunum við hana. — Blessuð kisa min, sagði fólkið i bænum, og Branda fékk riflegan skammt af spenheitri ný- mjólk. Það var sannarlega fagnaðarfundur. Nú var Branda gróin sára sinna, nema hvað hún hafði stórt ör þvert yfir nefið. Ilún tók nú dyggi- lega til við að eyða öllum músavarg'i úr bæjar- og útihúsum, því eins og ég hef áður sag't, þá var Branda afbrags veiðiköttur. En þegar veturinn var liðinn og vorað á ný, þá hvarf Branda dag nokkurn, án þess einn eða neinn liefði minnstu hugmynd um, livað af henni hafði orðið. Við gátum okkur þess þó til, að hún hefði leitað út í náttúruna, út í hinn takmarkalausa heim útlagans. En það leið ekki nema einn mán- uður þangað til Branda birtist okkur á ný. Það var kvöld eitt fyrri hluta júlímánaðar. Veðrið var dásamlegt. Áin rann, með liægum niði, gróðuranganin fyllti loftið, og það var stillilogn og lieiður liiminn. Þá kom Branda lallandi í hægð - um sínum upp mýrina. Hún staldraði aldrei, en fór óvenjuhægt. Hún fór löturliægt yfir græn- gróið túnið. Mér virtist liún óvenju dauf í dálkinn. Hún eirði hvergi, þáði engin blíðuhót og rjátlaði fram og aftur í sífellu. Henni var boðin volg ný- mjólk, en liún vildi ekki lepja. Svo kom nóttin, yndisleg vornótt, full af hlýju og friðl. En þegar dagur rann á ný lá Branda á skemmuveggnum eins og hún svæfi, en þó að sólin sendi henni fyrstu morgungeisla sína, rumskaði liún ekki. Og í ysi og þysi sumardagsins hélt Branda áfram að sofa — svefninum langa. 37

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.